Leita í fréttum mbl.is

Galandi geldhanar.

Stundum læðist að mér sá grunur að allt of margir hinnar nýja kynslóðar stjórnmálamanna þjóðarinnar hafi ruglast í ríminu. Þeir telja sig mun árhifameiri, valdameiri og mikilvægari en efni standa til. Svo mjög að þeir hætta til hagsmunum þjóðarinnar fyrir ímynduð áhrif á alþjóðavettangi.

Áhrif íslenskra stjórnmálamanna á alþjóðavettvangi eru nálægt núllinu. Með orðum, samþykktum og aðgerðum getum við miklu frekar pirrað heldur en haft nokkra þýðingu í alþjóðlegu samhengi eða á ákvarðanir annarra þjóða. Vanhugsaðar aðgerðir hinnar nýju stéttar sögulausra stjórnmálamanna eru iðulega til þess fallnar að skaða þjóðarhagsmuni þó ekki sé til neins annars unnið.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd telja það skipta máli að við eyðileggjum viðskiptasambönd okkar við Rússland svo að utanríkisráðherra geti farið oftar til Kænugarðs og fái e.t.v. klapp á bakið frá varautanríkisráðherra Bandaríkjanna. Engu máli skiptir þó sjávarfangsfólk á Fáskrúðsfirði og víðar um land tapi þriðjungi launa sinna.

Dagur B. Eggertsson og borgarstjórn Reykjavíkur telja það máli skipta að hætta að kaupa Soda Stream tæki sem framleidd eru í Ísrel og reita Gyðingasamfélag veraldarinnar til reiði án þess að samþykktin hafi nokkuð praktískt í för með sér. Það skiptir Dag B. Eggertsson og félaga hans ekki máli varðandi afkomu, en vinur minn sem hefur atvinnu af því að sinna túristum hefur þegar fengið nokkrar afpantanir. Dagur B. og félagar rýra tekjur þessa vinar míns um tugi prósenta og sjálfsagt margra fleiri.

Það er dýrt að vera með vonda stjórnmálamenn sem eru eins og geldhanar á haugi, sígalandi og vita ekki hvað það er sem skiptir máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Vel orðað og engvu við að bæta.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.9.2015 kl. 16:49

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður pistill Jón eins þér er líkt, sérstaklega finst mér síðasta málsgreinin góð, lýsir flestum íslenskum stjórnmálamönnum síðustu árin mjög vel.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.9.2015 kl. 20:13

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir góð orð Sigurður og Jóhann.

Jón Magnússon, 23.9.2015 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband