Leita í fréttum mbl.is

Takmarkað upplýsingagildi skoðanakönnunar?

Svona skömmu fyrir kosningar gefur skoðanakönnun eins og þessi takmarkaðar upplýsingar. Það ber þó að nefna að það sem skoðanakannanir mæla best er hvort flokkur er á upp- eða niðurleið. Samkvæmt því eru þrír flokkar á uppleið samkvæmt skoðanakönnunninni Frjálslyndir, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn tapar enn fylgi og sama er um Íslandshreyfinguna. Að þessu leyti getur skoðanakönnunin gefið vísbendingar.

Ánægjulegu tíðindin fyrir okkur Frjálslynd er að við erum á uppleið og það er í samræmi við það sem við höfum fundið undanfarna daga. Fólk hefur streymt til okkar og sjálfboðaliðum okkar er vel tekið. Vonandi skilur þjóðin nú sínn vitjunartíma, fellir ríkisstjórnina og kýs með þeim hætti að mögulegt verði að mynda Frjálslynda umbótastjórn.


mbl.is Samfylking og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Akkurat Jón, trendið er með okkur þessa síðustu daga, VG dala, samfó og sjallar einnig á uppleið en þeir mælast oftast með meira en þeir svo fá, einnig er ljóst að þeir fá minnst af óákveðnu atkvæðunum.

Nú er bara að spýta í síðustu dagana og fella þessa ógnarstjórn D og B sem eingöngu gengur veg hinna best settu.

X við F og atkvæðinu er vel varið.

kv. af skaga. 

Einar Ben, 7.5.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Þetta er rétt Jón ég hef fundið það á fólkinu sem komið hefur til okkar á kosningaskrifstofuna í Aðalstræti undanfarna daga að það er jákvætt og segist skynja það hjá hinum almenna kjósanda að við erum að sækja í okkur veðrið.  Við verðum að nýta okkur  þennann  byr til að  ná þeim  markmiði okkar að fella þessa stjórn sem nú situr

X við F   12 Maí 

Grétar Pétur Geirsson, 7.5.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 381
  • Sl. sólarhring: 910
  • Sl. viku: 6036
  • Frá upphafi: 2376258

Annað

  • Innlit í dag: 347
  • Innlit sl. viku: 5542
  • Gestir í dag: 342
  • IP-tölur í dag: 336

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband