Leita í fréttum mbl.is

Afmæli ógnarstjórnar

Ár er liðið frá því að ISIS samtökin hertóku stóra hluta Íraks og Sýrlands. Á þessu ári hafa samtökin framið ótölulegan fjölda hryðjuverka. Þau hafa drepið karlmenn og drengi í fjölmörfum þorpum og hneppt konur og stúlkubörn í þrældóm. Sérstaklega á þetta við um kristið fólk og Yasída. Kristin kirkja hefur að mestu látið þetta fram hjá sér fara og látið sem ekkert sé.

Stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa fordæmt ógnarstjórnina og Bandaríkjamenn og nokkur önnur ríki hafa verið með málamyndahernað á hendur þessum hryðjuverkasamtökum án þess að það hafi skipt nokkru máli. Í aðdraganda herhlaups Bandaríkjanna inn í Írak sýndu sjónvarpsstöðvar dag eftir dag lof- og flugskeytaárásir Bandaríkjanna, þar sem nákvæmnin var dásömuð. Ekkert slíkt sést í dag. Af hverju? Af því að þetta er ekkert sem máli skiptir.

Upplýst er að fyrir nokkrum árum bauðst Valdimir Pútín Rússlandsforseti til að leggja grunn að friðsamlegri lausn í Sýrlandi, en Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn höfnuðu því. Þau  vildu ekki styggja vini sína Saudi Araba, Katar og Tyrklandi sem bjuggu þessa borgarastyrjöld til og hafa fjármagnað hana. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi er því fyrst og fremst á ábyrgð þeirra ríkja og rétt að þau takist á við afleiðingarnar en dumpi þeim ekki á aðra.

Í tilefni ársafmælis þess að ÍSIS komst á landakortið segir frá því í breska stórblaðinu Daily Telegraph í dag, að liðsmenn hins svonefnda frjálsa sýrlenska hers, sem Bandaríkjamenn hafa þjálfað og stutt seldu  vopn sín og tæki til hryðjuverkasamtakanna Jabat Al Nusra og gengu síðan sumir til liðs við þá.

Þegar horft er yfir svið blóðugra átaka í Mið-Austurlöndum undanfarin ár, þá getur maður tæpast varist þeirri hugsun að Bandaríkin og Bretland séu handbendi Saudi Araba og Katar og þau ríki hafi selt alla skynsemi í utanríkismálum og virðingu fyrir mannréttindum í höndum afturhaldskarlanna sem stjórna þessum ríkjum.

Í tilefni af því var vel við hæfi að Sameinuðu þjóðirnar með tilstyrk Banaríkjanna og Breta gerðu  Saudi Arabískan prins að yfirmanni í Mannréttindastofnun Sameinuðu Þjóðanna. En e.t.v. má minna á að óvíða eru mannréttindi svívirt meira en í Saudi Arabíu.

Það er ekki von að vel takist til þegar forusturíki Vesturlanda eru svona gjörsamlega viti firrt og hafa enga hugmyndafræðilega staðfestu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 222
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4438
  • Frá upphafi: 2450136

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband