Leita í fréttum mbl.is

Þarf Wolfowitz að taka pokann sinn.

Sennilega þarf Wolfowitz að hætta sem bankastjóri Alþjóðabankans af því að hann notaði eða misnotaði aðstöðu sína til að rugla biðröðinni fyrir ástkonu sína. Vel kann að vera að þessi kona sé yndisleg og væn kona og duglegur starfsmaður og vel að þessu komin. Það er hins vegar ekki það sem málið snýst um heldur það að bankastjórinn misnotaði aðstöðu sína. Málið snýst ekkert um konuna eða hæfi hennar heldur misnotkun á aðstöðu.

Með sama hætti þá snýst málið hvað ríkisborgararétt tengdadóttur Jónínu Bjartmars umhverfisráðherra ekki um tengdadótturina að neinu leyti heldur um misnotkun á aðstöðu. Ráðandi aðilar í landinu hafa reynt að afflytja þetta mál og vekja upp meðaumkun með stúlkunni. En málið snýst ekki um hana heldur afskipti ráðherrans. Spurningin er ruglaði ráðherrann biðröðinni. Sé svo á þá ekki að gilda það sama um ráðherrann og bankastjóra Alþjóðabankans? 


mbl.is Wolfowitz sagður hafa brotið starfsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða aðili var sendiboðinn, eða hvernig virka þessar boðsendingar milli stofnana og Alþingis sem Sigurjón vitnar í? Sjá hér úrdrátt af síðu Sigurjóns:

"Einum sólarhring eftir að dómsmálaráðuneytinu barst umrædd umsókn var hún send út þaðan til nokkurra opinberra stofnana sem bar að fjalla um hana með málefnalegum hætti. Umsagnirnar voru síðan yfirfarnar í dómsmálaráðuneytinu og sendar Alþingi. Þetta ferli var allt á leifturhraða og mjög ólíkt því sem ég hef kynnst hingað til enda fór allt þetta ferli fram á einum sólarhring - og eitt er víst að ekki var notuð venjuleg póstþjónusta heldur hafa bréfin verið boðsend á milli ráðuneytis, stofnana og Alþingis."

Ragnar (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:24

2 identicon

Það eitt að þau skuli reyna þennan afflutning lýsir best áliti þeirra á borgurum (kjósendum) þessa lands. Sannleikurinn er ávallt sagnabestur og sérstaklega þegar hann blasir við, þótt stundum geti hann verið óþægilegur. Það er hlálegt að standa í kosningabaráttu og þurfa að ljúga til um fortíðina, við eigum því að venjast að lygin hefur falist í loforðum upp í báðar ermarnar.Ég óska þessu fólki góðs gengis í öllu, ja nema ef vera skyldi kosningunum 12. maí.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:13

3 identicon

Sjáum til það þarf ekki að fara neitt mjög langt til þess að finna fólk sem tilbúið er til þess að misnota aðstöðu sína, endilega kynntu þér nærtækt dæmi á http://sognbuinn.blog.is

Gangi þér vel í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi Jón.

Kveðja:

Guðmundur Þórarinsson

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:44

4 identicon

Sjáum til það þarf ekki að fara neitt mjög langt til þess að finna fólk sem tilbúið er til þess að misnota aðstöðu sína, endilega kynntu þér nærtækt dæmi á http://sognbuinn.blog.is

Gangi þér vel í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi Jón.

Kveðja:

Guðmundur Þórarinsson

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 28
  • Sl. sólarhring: 829
  • Sl. viku: 4542
  • Frá upphafi: 2426412

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband