Leita í fréttum mbl.is

Rauðar rósir

Ég var nýkominn heim til mín af kosningafundi í gærkvöldi. Þreyttur eftir að hafa reynt að gera mitt besta á síðustu dögum kosningabaráttunnar. Bjöllunni var hringt og þar sem áliðið var orðið hugsaði ég. Hver er eiginlega að koma núna?  Við dyrnar stóð nágrannakona mín mikil baráttukona í pólitík og vildi færa mér rauða Samfylkingarós. Ég færðist undan og benti henni á að ég mundi hvorki styðja né kjósa Samfylkinguna heldur Frjálslynda flokkinn. Samt sem áður vildi hún endilega að ég myndi þiggja rós og ekki bara rós heldur heilt búnt án skilyrða. Með von um gott gengi.

Mér fannst þessi nálgun skemmtileg og sýnir hvað við búum að mörgu leyti í skemmtilegu landi þar sem fólk getur umgengist með eðlilegum og vinsamlegum hætti óháð því hvort það eru pólitískir andstæðingar.  Þeir sem vinna af heilindum í pólitík gera það til að láta gott af sér leiða. Sumir  leita að vísu upp mál til að láta þau fleyta sér áfram í framapoti en flestir sem starfa að stjórnmálum gera það í þeim einlæga tilgangi að gera gott þjóðfélag betra.

Þess vegna er svo mikilvægt að fólk átti sig á að við erum að deila um mismunandi leiðir til að ná þeim góða árangri að gera gott þjóðfélag betra. Við erum ekki og eigum ekki að reisa pólitíska múra á milli okkar sem einstaklingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 771
  • Sl. sólarhring: 781
  • Sl. viku: 5710
  • Frá upphafi: 2426344

Annað

  • Innlit í dag: 713
  • Innlit sl. viku: 5267
  • Gestir í dag: 649
  • IP-tölur í dag: 614

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband