Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga frá Steingrími J.

Steingrímur J. Sigfússon var með góða tillögu á Stöð 2 í umræðuþætti formanna vegna ábyrgðarleysis og spillingar ráðherra síðustu daga sem hafa ætt um og lofað hægri vinstri mörgum milljörðum úr ríkissjóði. Það verður að setja skýr ákvæði sem banna svona athæfi.  Svona misnotkun á peningum skattborgaranna í kosningabaráttu er fordæmanleg og sýnir fram á þá spillingu sem stjórnarliðið telur sæmandi að viðhafa.

Viðræðuþáttur formannana var skemmtilegur og tilbreyting að taka hvern formann í sérstaka yfirheyrslu en það skilar meiru en hópumræðurnar. Ég er ekki sammála spekingunum sem dæmdu um frammistöðu þeirra að Jón Sigurðsson hafi staðið sig verst. Hann kom máli sínu ágætlega til skila eins og raunar þau Ingibjörg, Steingrímur, Guðjón, Jón og Geir gerðu öll. Þau tala öll af fullri skynsemi og spurningin er þá hvaða kosti vilja kjósendur.

Frjálslyndi flokkurinn býður upp á skýrustu valkostina. Lagfærum velferðarhallann. Tryggjum öryrkjum og öldruðum viðunandi lífskjör. Afnemum núverandi kvótakerfi og færum auðlindirnar til þjóðarinnar. Stjórnum því hverjir og hvað margir setjast hér að. Afnemum verðtryggingu og byggjum gróskumikið samfélag fólks sem býr við sambærileg lánakjör og sambærilegt matarverð og fólk í nágrannalöndum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 458
  • Sl. sólarhring: 652
  • Sl. viku: 4962
  • Frá upphafi: 2467913

Annað

  • Innlit í dag: 419
  • Innlit sl. viku: 4609
  • Gestir í dag: 409
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband