Leita í fréttum mbl.is

Ómar Ragnarsson kærður.

Alveg er það með ólíkindum að einhver skuli allt í einu hafa fundið sig tilknúinn að kæra Ómar Ragnarsson fyrir umhverfisspjöll. Miðað við aðstæður og skýringar Ómars þá er hér um smjörklípuaðferð að ræða að koma einhverjum óþverra á andstæðing til að gera hann upptekinn af því að koma því af sér sem ekkert er.  Þessari aðferð hafa Sjálfstæðismenn beitt  með ágætum undanfarin ár og svo virðist sem nokkrir í öðrum flokkum hafi lært þessa illu siði af þeim.

Því miður er það svo að þeir sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfa mega eiga von á því að fá á sig allskyns ávirðingar einkum þegar svo skammt er til kosninga að menn eiga ekki kost á að koma leiðréttingu á framfæri.

Þó svo að ég sé andstæðingur Ómars í þessum kosningum þá finnst mér of langt gengið að vega að honum með þessum hætti það er ómaklegt. Ég vona að íslensk stjórnmál þróist með þeim hætti að fólk njóti sannmælis og verði dæmt af málflutningi sínum en ekki fölskum eða ímynduðum og/eða affluttum ávirðingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er ákveðin þversögn í því að vilja vernda náttúruna og á sama tíma og persónulegar þarfir eru látnar ganga fyrir öllu.  Veldur hver á heldur.

Mín skoðun er sú að ef fólk leggur sitt til mála umhverfisverndar í sínu nánasta umhverfi (vistvernd)  myndi það gefa meira til  umhverfisverndar en allar aðrar aðgerðir sem gerðar hafa verið.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.5.2007 kl. 22:20

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sá einstaklingur sem þetta gerði (og/eða þeir sem létu hann gera það) hefur greinilega enga sjálfsvirðingu. Alvarlegra er þó hvernig Staksteinar Morgunblaðsins meðhöndla þetta mál í dag þar sem fulltrúi flokks Ómars er atyrtur fyrir að svara ekki spurningu einhvers apa um þetta mál á kosningafundi. Ég hefði seint trúað því að Morgunblaðið leggðist í svo lágkúrulega sorpblaðamennsku, en nú hefur það gerst.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2007 kl. 22:23

3 Smámynd: Jens Guð

  Þetta óþokkabragð er úthugsað sem smjörklípuaðferð.  Þessu er kastað inn í umræðuna eins og sprengju á viðkvæmum tíma,  einmitt þegar Ómar þarf á öllum tíma að halda til að kynna framboð sitt þá situr hann nú uppi með að verja sig fyrir kærunni.  Kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins er virkjuð í Mogganum og fleiri fjölmiðlum til að gera mikið úr þessum stormi í vatnsglasi. 

  Það er áríðandi að talsmenn Frjálslynda flokksins fordæmi svona lágkúru,  eins og hér er gert.

Jens Guð, 9.5.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er sammála því að þetta er mjög ómerkilegur málflutningur og ekki sæmandi.  Það á að takast á málefnalega í kosningabaráttu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 09:55

5 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Já, margt má Ómar Ragnarsson læra af þessum kosningum.

Kjartan Eggertsson, 10.5.2007 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 702
  • Sl. sólarhring: 729
  • Sl. viku: 5206
  • Frá upphafi: 2468157

Annað

  • Innlit í dag: 633
  • Innlit sl. viku: 4823
  • Gestir í dag: 599
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband