Leita í fréttum mbl.is

Framsókn grefur sína eigin gröf.

Ruglun biðraða og misnotkun á almannafé er það sem eftir stendur af kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Þessi þreytti ríkishyggjuflokkur sem hefur hreiðrað svo vel um sig að flokksmönnum finnst að ríkið sé Framsóknar hefur sýnt það m.a. með eftirfarandi hætti í kosningabaráttunni.

Ráðherrar flokksins sérstaklega Sif Friðleifsdóttir hafa skuldbundið ríkissjóð og eytt milljörðum til að kaupa sér góðvilja á síðustu vikum kosningabaráttunnar.

Jónína Bjartmars gat gert tengdadóttur sína að íslenskum ríkisborgara með því að fá vini sína til að rugla biðröðinni.

Tveir þingmenn Framsóknar í Reykjavík senda út flokksbréf á kostnað skattgreiðenda. Litlir fjármunir en slagar þó hátt í það sem Árni Johnsen var dæmdur fyrir að hafa tekið ófrjálsri hendi. Eiga að gilda önnur lög fyrir hann.

Kristján Hreinsson kvað:

Vart Framsókn mikið fylgi sér

Þótt fólk sé talið heppið,

þar subbuskapnum sjálfsagt er

sópað undir teppið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2426961

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband