Leita í fréttum mbl.is

Er þetta vinstra siðferðið?

DV greinir frá því í dag að vandlætingarpostulinn Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna taki merira fé úr ríkissjóði í húsnæðiskostnað en hann greiðir. Sé það löglegt þá er það alla vega siðlaust. Hvar er nú vandlæting vinstri grænna á misnotkun aðstöðu????????

Ef til vill fylgja þeir viðmiðun sem George Orwell segir frá í bók sinni "Animal Farm"  "Að sumar skepnur séu jafnari en aðrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón

Mér finnst þú kasta grjóti úr glerhúsi:

Manstu þegar þú varst formaður Neytendasamtakanna og maður kom til þín og sagði farir sínar ekki sléttar í viðskiptum sínum. Hann hafði uppgötvað sér til skelfingar að húsið hans var að molna niður og hann hefði getað tekið veggina í nefið. Þetta var á þeim dögum þegar alkalískemmdirnar uppgötvuðust. Ljóst var að um leynda galla á seldri vöru og þjónustu var um að ræða. Þú tókst manninum vel eins og þér var von og vísa: þetta væri dæmigert réttindamál neytenda. Mér skilst að þú hafir ekki tekið í mál að taka að þér málið þó það væri þér skilt en bentir manninum á góðan lögfræðing. Svo fer málið af stað með tilheyrandi undirbúningi. Mikil var undrun mannsins þegar hann sá þig í réttarsal sem verjanda varnaraðila þess sem seldi manninum steypuna. Þá varðir þú steypuseljandann með oddi og egg og beittir öllum þeim rökum og þeirri reynslu sem þú hafðir aflað þér sem málsvari litla mannsins. Finnst þér það hafa verið siðferðislega rétt afstaða í málinu sem formaður Neytendasamtakanna? 

Finnst þér þetta ekki dálítið óþægilegt ef rifjað væri upp?

Ef eg væri í þínum sporum myndi eg ekki vera að kasta grjóti úr litla glerhúsinu sem Frjálslyndi flokkurinn er.  Mín vegna mætti hann hverfa og það bæði fljótt og vel.

Mosi 




Guðjón Sigþór Jensson, 11.5.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ljóst Mosi að þetta með Jón Bjarnason er eitthvað sem þú vilt ekki taka málefnalega á og fjalla um en um það fjallar blogfærslan sem þú ert að gera þessa merkilegu athugasemd við.

Ég hef aldrei unnið hjá Neytendasamtökunum þó ég hafi gegnt þar ýmsum félagslegum trúnaðarstörfum. Ég hef í því efni gætt þess sérstaklega að leiðbeina ekki í málum eða koma að málum sem varða mína viðskiptavini. Það er hins vegar skylda lögmanns að reka mál sem honum eru falin eftir bestu þekkingu og kunnáttu og það hef ég leitast við að gera í mínum störfum.  Þú greinilega  ekki störf lögmanns. En langt er greinilega seilst til fanga í vörn fyrir alþingismanninn Jón Bjarnason þegar bent er á siðlausa sjálftöku hans á ríkisins fé. Viltu ekki tala um það?

Jón Magnússon, 12.5.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 295
  • Sl. sólarhring: 465
  • Sl. viku: 4342
  • Frá upphafi: 2427186

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 4022
  • Gestir í dag: 256
  • IP-tölur í dag: 248

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband