Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn.

Kosningabaráttunni er lokið að mestu leyti og nú bíða frambjóðendur úrslita. Mörgum hefur fundist kosningabaráttan rislítil og erfitt hafi verið að gera sér grein fyrir mismunandi áherslurm flokkanna. Sé einhverjum um að kenna þá er það fjölmiðlum sem hafa verið uppteknastir við eigin samkvæmisleiki, skoðanakannanir, í stað þess að einhenda sér í mismunandi málefnaáherslur. Við Frjálslynd höfum markað okkur nokkra sérstöðu. Við viljum gjafakvótann burt, við viljum hafa stjórn á innflutningi fólks, afnema verðtryggingu og lagfæra velferðarhallann með því m.a.að afnema lágtekjuskatta.

Frjálslyndi flokkurinn X-F er skýr valkostur við þessar kosningar.

Vona að kjörsókn verði góð. Vona að þið eigið góðan og gleðilegan kjördag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að koma úr kjörklefanum, rafmagnað að setja x við F á seðilinn og veita þeim flokki atkvæði sem:

1) hefur verið duglegastur við að fletta ofan af svínaríinu i kvótakerfinu!
2) hafa traustar áherzlur í sjávarútvegs-, skatta- og velferðarmálum!
3) hefur mestu möguleikana á að fella núverandi ríkisstjórn!

og svo koma þeir í Frjálslynda flokknum hreint til dyranna eru ákveðnir og þora að segja hlutina umbúðalaust!!!

Ragnar (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

'Eg er þér sammála þér valið er skýrt X við F það er algjört lykilatriði að Frjálslyndir nái sex mönnum á þing. Annars blasir við óbreytt ástand og við það verður ekki unað. 

 Báráttukveðjur

Grétar Pétur Geirsson, 12.5.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er alveg sammála þessu með fjölmiðlana Jón, rislítil umræða byggð á þessum samkvæmisleikjum. Hver hefði til að mynda trúað að allir "Moggar" Sjálfstæðisflokksins kæmust nánast hjá að fjalla um Kompásþáttinn og það sem á eftir hefur komið..ótrúlegt...en þar á bæ hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að þegja um málið ...fram yfir kosningar...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.5.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 341
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2426961

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband