Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndir bættu við sig í 3 kjördæmum.

Frjálslyndi flokkurinn bætti við sig hlutfallslegu fylgi í 3 kjördæmum frá því í kosningunum 2003. Í Reykjavík norður bætti flokkurinn við sig 0.8% fylgi. Í Reykjavík suður 0.2% fylgi og í Norðausturkjördæmi 0.3% fylgi. Það er kaldhæðni örlaganna að þeir sem bættu við sig mesta fylginu hlutfallslega þeir Magnús Þór Hafsteinsson og Sigurjón Þórðarson skuli báðir falla út af þingi. Þeim var báðum ljóst þegar þeir ákváðu að fara í framboð í þessum kjördæmum að það yrði verulega á brattann að sækja sem og varð þó þeim fyndist nauðsynlegt í þeirri þröngu stöðu sem flokkurinn var í að sækja þar sem flokkurinn hafði átt undir högg að sækja.  Slík hugsun og fórnarlund er fátíð í stjórnmálum síðari ára þar sem manni virðist að hver reyni að skara eld að eigin köku.

Frjálslyndi flokkurinn náði því að verða stærri flokkur en Framsóknarflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmunum og álíka stór í Suðvestur kjördæmi.

Kosningaúrslitin sýna góðan varnarsigur Frjálslynda flokksins eftir þá ólgu sem skapaðist við tilraun Margrétar Sverrisdóttur til að taka flokkinn yfir, neikvæða umræðu um flokkinn sem hún og stuðningsmenn hennar stóðu fyrir um flokkinn og ákveðan framámenn í flokknum um marga mánaða skeið og ómálefnalegar árásir einstakra fjölmiðla á Frjálslynda flokkinn og stefnumál hans.

Þá kom í ljós að í framkvæmdastjóratíð Margrétar Sverrisdóttur hafði engin flokkleg uppbygging orðið. Það er því mikið verk að vinna því við næstu borgarstjórnarkosningar þarf Frjálslyndi flokkurinn að vinna góðan sigur og standa uppi sem sigurvegari í næstu Alþingiskosningum að 4 árum liðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Jón,

Um leið og ég óska þér til hamningju með þingsætið vil ég minna ykkur frjálslynda á að Íslandshreyfingin stóð ekki að neinni neikvæðri umfjöllun um ykkur í kosningabaráttunni. Eina umfjöllun okkar var á málefnalegum grunni í þeim málum sem við vorum ósammála. Ég held að það sé ekki ykkur eða málstað Frjálslynda flokksins til framdráttar að níða niður Margréti Sverrisdóttur. Hún hefur yfirgefið flokkinn og er nú í annarri hreyfingu sem á örugglega eftir að láta að sér kveða.  

Lárus Vilhjálmsson, 14.5.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Til hamingju Jón, þetta verður vonandi enn glæsilegra næst. Sammála því að þetta er ekki alslæm úrslit miðað við liðhlaupið í okkar fyrrum samerjum  þótt maður hefði viljað sjá menn inni í öllum kjördæmum. Hér í Norðaustur þokaðist þó uppávið einsog þú bendir á.

Kristján H Theódórsson, 14.5.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Takk Jón, fyrir orð þín í garð okkar Sigurjóns.

Það er rétt hjá þér, við fórum í þessa vegferð til að reyna að vinna nýtt land fyrir flokkinn okkar. Hefðum báðir getað setið áfram í okkar kjördæmum þar sem við skiluðum af okkur góðum búum, enda héldu bæði þingsæti okkar, og góðir menn tóku við þeim. En það er nú bara þannig að ef það á að takast að koma Frjálslynda flokknum áfram þá verður fólk að sýna bæði áhættuvilja og fórnarlund en ekki bara hugsa um eigin hag. Við Sigurjón fórnuðum okkur fyrir flokkinn í þessari orrustu, en munum rísa upp að nýju eins og Æsir forðum.

Við munum báðir snúa aftur á þing - sannaðu til. Sú vinna sem við unnum núna í kosningabaráttunni er ekki til einskis. Við höfum byggt upp gott fylgi og kynnt fólki og þetta mun hjálpa okkur við að styrkja flokkinn enn frekar og koma á fót góðu netverki fólks. 

Magnús Þór Hafsteinsson, 14.5.2007 kl. 11:45

4 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Gaman að heyra þennan eldmóð í Magnúsi þarna er baráttumaður á ferð sem lætur ekki beygja sig heldur ætlar að halda áfram að vinna í flokknum og styrkja stoðir hans næstu fjögur árin. Það verður að fara yfir þessi mál núna eftir þessar kosningar og draga lærdóm að þeim við höfum núna fjögur ár til að vinna að málefnum flokksins Frjálslyndi flokkurinn á að vera með 10-12 % fylgi og að því hljótum við að stefna.  

Grétar Pétur Geirsson, 14.5.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 488
  • Sl. sólarhring: 541
  • Sl. viku: 5002
  • Frá upphafi: 2426872

Annað

  • Innlit í dag: 453
  • Innlit sl. viku: 4641
  • Gestir í dag: 436
  • IP-tölur í dag: 412

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband