Leita í fréttum mbl.is

Hvaða ríkisstjórn?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt velli hvað þingmannafjölda varðar en fékk minnihluta fylgi meðal þjóðarinnar.  Fréttir berast af því að stórnarflokkarnir ætli sér að halda áfram samstarfi þó þeir hafi ekki nema eins þingmanns meirihluta. Sá meiri hluti er of naumur.  Þessi meiri hluti getur þó haldið þangað til þing verður sett í haust en eftir þingsetningu þegar kemur að afgreiðslu þingmála eins og t.d. fjárlaga þá dugar þessi þingmeirihluti ekki.

Geir Haarde er því í þeirri sérkennilegu stöðu að hann getur haft alla þræði í höndum sér kjósi hann að gera það. Samfylkingin og Vinstri grænir eru búnir að biðla til hans. Vinstri grænir liggjandi á báðum hnjám.  Fróðlegt væri að vita hvaða skilyrði Vinstri grænir setja fyrir stjórnarsamstarfi. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkur mun aldrei samþykkja stóriðju og virkjanastopp út kjörtímabilið.

Næstu dagar þurfa ekki að vera spennandi því það getur dregist fram á haust að Geir spili út úrslitatrompspilinu sem hann hefur á hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var reynt í janúar 1980 með hörmulegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. Þá var annar Geir formaður Sjálfstæðisflokksins og hafði sannarlega fáa þræði á hendi sér. Vandinn nú er sá að stjórnarflokkarnir eru í pattstöðu. Hvorugur þorir að slíta samstarfinu vegna þess að það gefur hinum betri samnignsstöðu við aðra flokka. Mikið rétt, Vg er á hnjáskeljunum en hafa hafnað öllum samskiptum við framsóknarmaddömuna. Það er rétt mat að þessi ríkisstjórn lifir ekki haustið af þó hún reyndi. Þrír kostir: 1. Bjóða Frjálslyndum upp í t.d. með loforð um aukið hlutfall í þingnefndum, (ráðherrastóll ekki í boði)  2. Taka kokgleyptu tilboði Vg þrátt fyrir að það eigi að semja við 65% launþega í haust. 3. Klára málefnasamning við Samfylkinguna, tekur ca 4 daga.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 5185
  • Frá upphafi: 2468136

Annað

  • Innlit í dag: 614
  • Innlit sl. viku: 4804
  • Gestir í dag: 582
  • IP-tölur í dag: 570

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband