Leita í fréttum mbl.is

Lognið á undan storminum?

Skollið er á póltískt dúnalogn. Að loknum kosningum eru allir að gera hosur sínar grænar fyrir öðrum í von um að komast í ríkisstjórn. Samt sem áður er heimurinn ekki hættur að snúast og sömu vandamálin bíða úrlausnar. Framkoma Ingibjargar og Steingríms J minnir mig á sögu úr einni af bókum Halldórs Laxnes um konuna sem kom reglulega í kirkju á hverjum sunnudegi og hafði þann sið að fussa og sveia og leggja illt til væri nafn hins illa nefnt en signa sig og dásama himnafeðgana væru þeir nefndir. Svo tók prestur allt í einu eftir því að konan er hætt að fussa og sveia þegar nafn hins illa er nefnt og virðist mæla hlýlega til hans. Presti þótti þetta furðu sæta og spurði konuna einhverju sinni að lokinni messu hverju sætti. Jú sagði konan. Maður veit aldrei hvað kann að gerast í viðsjáverðum heimi og kurteisin kostar ekki neitt.

Ofanrituð saga er hér orðuð eftir minni en þetta flökraði að mér vegna þessa pólitíska dúnalogns sem er í þjóðfélaginu. Annars er merkilegt að krónan skuli styrkjast og verðbréfin ná nýjum háhæðum. Það alla vega bendir til þess að markaðurinn telji ekki vávænleg tíðindi framundan í stjórn landsins. Vonum að það gangi eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Hver verður næsti  Gunnar á Selalæk?

haraldurhar, 17.5.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er rétt Jón,  verkefnin bíða úrlausnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2007 kl. 01:31

3 identicon

Lognið er stuðningsmaður Frjálslyndaflokksins!

Lognið Stormsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 334
  • Sl. sólarhring: 602
  • Sl. viku: 4838
  • Frá upphafi: 2467789

Annað

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 4496
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 298

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband