Leita í fréttum mbl.is

Framsóknarmenn funda.

Eftir því sem hægt er að ráða í spilin á stjórnarheimilinu þá hafa Sjálfstæðismenn boðið Framsóknarflokknum upp í dans en Framsóknarmenn átta sig ekki á því hvort þar geti verið um Hrunadans að ræða eða möguleika til endurskipulagningar. Framsóknarmenn þurfa að taka ákvörðun. Eina skynsamlega ákvörðun þeirra sýnist manni vera að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu en það er engin sem segir að Framsóknarmenn taki skynsamlega ákvörðun.

Framsóknarflokkurinn er illa farinn og það lá fyrir þegar leið á stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar. Jón Sigurðsson sá ágæti maður hefur ekki náð að rétta flokkinn við enda ekki von til þess hafði hann of stuttan tíma og sporin hræddu á svo mörgum sviðum. Nú standa Framsóknarmenn frammi fyrir þeim valkostum að vera utan ríkisstjórnar þetta kjörtímabil eða taka tilboði Sjálfstæðismanna.

Tal um R lista samstarf er óraunhæft. Of mikið ber á milli R lista flokkana svokallaðra til að það sé raunhæft að þeir geti komið sér saman um ríkisstjórn sem hefur einhvern styrk eða er líkleg til að stjórna til góðs. Tækist svo óhönduglega til að R lista stjórn yrði það  þjóðinni dýrkeypt. Vilji Framsóknarmenn ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af hverju ættu þeir að fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum?

Sumir flokkar eiga þess kost að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Við Frjálslynd eigum t.d. þann kost og munum gera það. Framsóknarflokkurinn á hins vegar ekki þann kost. Í fyrsta lagi þá er flokkurinn búinn að vera svo lengi við völd að hann mun eiga erfitt við núverandi aðstæður að fóta sig í stjórnarandstöðu. Á hvað ætar flokkurinn þá að leggja áherslu. Andstöðu við það sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sumir vilja meina að Frjálslyndir ættu að vinna með núverand stjórnarflokkum.  Ég hef ekki heyrt bofs frá ykkur um það?

Vilborg Traustadóttir, 17.5.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 670
  • Sl. sólarhring: 727
  • Sl. viku: 2157
  • Frá upphafi: 2504804

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 2031
  • Gestir í dag: 614
  • IP-tölur í dag: 602

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband