Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarstefnan í öndvegi?

Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tilefni stjórnarmyndunarviðræðna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að slík stjórn muni setja jafnaðarstefnuna í öndvegi.  Sjálfstæðismenn hljóta að fagna því að forusta flokksins skuli ætla að mynda ríkisstjórn sem setur sósíalísk gildi í öndvegi eða er það ekki annað orð fyrir jafnaðarstefnu?  Ef til vill passar það Sjálfstæðisflokknum vel eftir að hafa stjórnað samfellt í tæpa tvo áratugi án þess að hafa nokkru sinni farið í hugmyndafræðilega skoðun á sjálfum sér eða stjórnarstefnunni.

Þá hefur Ingibjörg Sólrún líka sagt að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking muni mynda Frjáslynda umbótastjórn. Ég hef ítrekað talað um Frjálslynda umbótastjórn hér á blogginu en á eftir að sjá að þau gildi sem slík stjórn þarf að standa fyrir til að standa undir því nafni komi til greina hjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.

Síðan er spurningin. Hvernig getur það orðið að stjórn sé á sama tíma sósíalísk og frjáslynd? Erum við e.t.v. búin að tapa eðliilegum viðmiðunum varðandi skírskotanir til hugmyndafræðilegra heita í pólitík? Eða er það bara Ingibjörg Sólrún sem áttar sig ekki á hvar hún stendur hugmyndafræðilega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Manni verður hugsað til Pandóruboxins...

Gestur Guðjónsson, 18.5.2007 kl. 11:47

2 identicon

Það er ekki allt bara svart og hvítt Jón minn.. það er hægt að blanda tveim stefnum saman svo vel fari.. sérstaklega ef tekið er það besta úr báðum og svo er hægt að blanda þeim illa saman ef tekið er það versta úr báðum.. Við skulum hafa trú á því að það fyrrnefnda verði ofan á þangað til annað kemur í ljós..

Björg F (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 12:34

3 identicon

Þetta hljómar biturlega karl minn kær...

Guðmunda (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 12:43

4 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Grunnlitirnir eru gulur,rauður,grænn og blár.En þessir flokkar hafa verið að boða gjörólíka stefnu hingað til sem sagt svarthvíta. Þannig að ef þeir ná saman þá skulum við vona að það verð einhver litbrygði í henni en verði  ekki bara í sauðalitunum

Grétar Pétur Geirsson, 18.5.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 539
  • Sl. sólarhring: 594
  • Sl. viku: 5478
  • Frá upphafi: 2426112

Annað

  • Innlit í dag: 500
  • Innlit sl. viku: 5054
  • Gestir í dag: 485
  • IP-tölur í dag: 460

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband