Leita í fréttum mbl.is

Það sem ég veit:

Charles Moore segir í athyglisverðri grein í dag:

"Like most people possibly everyone-who takes part in the global-warming debate, I do not know what will happen to the temerature of the Earth in a century´s time. What I do know because it is clearly visible, is that the attempt to run the world as if we can control our eco-fate 100 years hence is statistically fantastical, politically impossible, economically ruinous and morally bogus. The lights are going out all over Europe lamented Sir Edward Grey in 1914. That was because of war. Now we are doing our best to put them out all over again, in the name of the common good."

Í lauslegri þýðingu:Eins og flestir jafnvel allir sem taka þátt í umræðunni um hnattræna hlýnun, þá veit ég ekki hvað muni gerast varðandi hitastig jarðarinnar á einni öld. Það sem ég veit af því að það er augljóst, er að tilraun til að stjórna heiminum þannig að við getum ráðið við náttúruleg örlög okkar að hundrað árum liðnum er tölfræðilega fáránlegt, ómögulegt af stjórnmálalegum ástæðum, fjárhagslega eyðileggjandi og siðferðilega falskt. Ljósin slökkna nú um alla Evrópu sagði Edward Grey 1914. það var vegna styrjaldar, Nú gerum við okkar besta til að slökkva á þeim aftur í nafni almannahagsmuna.

Skyldu þeir tugir eða hundruð sendimanna sem Ísland sendir á loftslagsráðstefnuna á flugvellinum fyrir utan París telja þetta vera raunveruleikann eða halda þeir að við í dag getum ráðið loftslagi jarðarinnar árið 2.1015.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Jón. Öll erum við manneskjubörn jarðarinnar á misjöfnum skilnings og þroskastigum. Enginn er fullkominn á jörðinni. Við getum þess vegna afskrifað einhvern einn fullkominn og alvitran jarðneskan foringja.

Mikið óskaplega er ég almættisgóðu alheimsorkunni þakklát fyrir að þurfa ekki að ráða veðri, vindum né náttúruöflunum órannsakanlegu. Það er ekki í mannlegu valdi einu saman að hafa heildaryfirsýn og sanngjarnt verferðar-vit á svo flóknum málum.

Ég skil alla vega svo mikið, eftir áratuga lífsreynslu-prófraunir, að allt vald er mér gefið hér á jörðu af æðri vitsmuna-máttarvöldum. Ég hvorki kann né hef áhuga á að útskýra eða prédika það fyrir öðrum, sem hafa sinn eigin frjálsa einkaeignar-lífssannleika.

Ekki einu sinni lögmenn jarðheimsins komast í námunda við alheimsorkuviskuna órannsakanlegu og réttu.

En öll eigum við að sjálfsögðu að gera okkar vitsmunalega besta hverju sinni, til að kærleiksorkan verði ávalt ráðandi afl í alheims-heildarmyndar-náttúrutilverunni.

Það er satt að segja mjög flókið að rata þann þrönga og nánast ósýnilega veg réttlætis og sannleikans, á gallagripa-manneskju-siðmenntabrautinni óútskýranlegu á jörðinni.,

Ég veit aldrei meir hverju sinni en það sem almættisorkan skaffar mér hverju sinni og er þakklát fyrir það skömmtunarkerfi. Ég ræð engu um það sjálf hvaða visku almættið umbeðna skammtar mér hverju sinni.

Við erum öll bæna-almættis-ráðaháðir gallagripir í lífsins ólgusjóandi skóla hér á jörðu.

Flóknara er þetta víst ekki.

Þetta er bara mitt sjónarhorn, og það er alls ekki rétt, frekar en annarra misjafnlega staddra sjónarhorn.

Enginn veit allt en allir vita eitthvað.

Hvernig verður allt þetta jarðneskra manneskjanna fjölbreytilega sannleikans heiðarlegra vit virkjað til góðs, af gagnrýnum og manneskjulega öguðum náungakærleika?

Er einhver sem sannarlega veit það?

Ég bara spyr?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 20:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það verður fróðlegt að sjá hverju þessi fjörtíu þúsund manna "ráðstefna" áorkar, til heilla fyrir komandi kynslóðir. Önnur eins dellusamkoma hefur sennilega aldrei verið haldin fyrr. Ég er hlynntur því að við drögum úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og kostur er, auk þess að sjálfsögðu að gera allt sem í okkar valdi stendur til að umgangast náttúruna af virðingu og varúð. Svona sirkussamkoma er hins vegar beinlínis móðgun við alla skynsemi og algerlega á skjön við tilgang sinn. Ekki veit undirritaður hve margir mæta í þetta partí, fyrir Íslands hönd, en ef allar þjóðir sendu sambærilegan fjölda, miðað við hina gullnu höfðatölu, væru frakkar í djúpum skít. Íslenskur almenningur situr hins vegar í djúpum skít, að þurfa að borga undir þá preláta sem þarna telja sig ómissandi. Eina þekking flestra þeirra á andrúmsloftinu er sú, að það er hægt að anda því að sér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 7.11.2015 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 716
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband