Leita í fréttum mbl.is

Mikið yrði margur sæll

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar verður sennilega til þess að ríkisútgjöld aukast á meiri hraða en verið hefði í ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.  Fróðlegt verður að sjá útgjaldapakkann hjá ríkisstjórninni þegar stjórnarsáttmáli liggur fyrir. En fátt er svo með öllu illt eins og einhvern tíman var sagt. Verra hefði það getað verið sér í lagi hefði Samfylkingin myndað stjórn með Framsókn og Vinstri grænum. Nógu slæmt er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa valið þann kost að leiða sósíalista til öndvegis.  Hætt er við að einhver geti þá rifjað upp gömlu vísuna sem varð til þegar talað var um að koma á þegnskylduvinnu en hún var eitthvað á þessa leið:

"Ó hve margur yrði sæll

og elska mundi landið heitt,

ef fengi að vera í mánuð þræll

og moka skít fyrir ekki neitt."

Nú lítur út fyrir að skattgreiðendur megi moka skít í hálft ár fyrir hið opinbera haldi útgjöld hins opinbera áfram að vaxa. Björt framtíð fyrir venjulegt fólk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin styður hégóma -vitleysuna í Sjálfstæðisflokknum að komast  í öryggisráðið hvað sem það kostar.  Haft er fyrir satt að Ingibjörg verði utanríkisráðherra.  Margir samfylkingarmenn iða í skinninu eftir að verða sendiherrar.  Guðmundi Árna Stefánssyni vart orðið svo mál að hann rauf flokksaga í eftirlaunaósómanum  og fékk umbun.  Ingibjörg hlítur  á grundvelli kvennfrelsis og femenískra sjónarmiða, sem hinn viðkunnanlegi Geir tekur áreiðanlega undir, að láta hendur standa fram úr ermum og skipa fjölda kvenna í embætti sendiherra.

Sigurður Þórðarson, 18.5.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til að gæta allrar sanngirni þá er verður þessi ríkisstjórn að  einu leyti betri ef fráfarandi ríkisstjórn:  

Össur hefur lofað að sú ríkisstjórn sem Samfylkingin muni taka þátt í muni láta það verða sitt fyrsta verk að hreinsa orðspor Íslands með því að taka nafn okkar af alræmdum lista yfir viljugar og stríðsfúsar þjóðir. Því næst eigi hún að biðja fórnarlömbin afsökunar.  Þetta er réttlætiskrafa sem þorri þjóðarinnar styður og sjálfstæðismenn hljóta að fallast á.  

Sigurður Þórðarson, 18.5.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei vinur Sigurður , 

Ég er algerlega ósammála því að við skuldum Írökum eitt eða neitt. Ég er á móti því að Össur fari að niðurlægja mig með því að kjafta svona um afsökunarbeiðnir. Við tókum þátt í árás á þá með bandamönnum okkar til að losna  við Saddam Hússein og frelsa þá af því að það var búið að ljúga okkur fulla um það að þeir væru að framleiða sýklavopn. Og vissulega voru þeir búnir að smíða fallbyssuna til að skjóta kokkteilnum á okkur, hún er til sýnis úti í Duxford. Það voru margir ósammála Rosewelt að segja Japönum og síðar Þjóðverjum stríð á hendur á sinni tíð, líka í Bretlandi þegar Churchill fór í Hitler. Það hefði verið laglegt að hafa Össur þá yfir sér.

 Okkur bandamnen óraði ekki fyrir því að það væri ekki hægt að hjálpa Írökum sem þjóð, enda eru þeir engin þjóð heldur kokkteill sem Bretar bjuggu til ú villimannaættbálkum. Það eina sem þetta fólk skilur er stjórnarfar eins og Hússein notaði. Og raunar Tító í Júgóslóvakíu. Þú sást hvernig fór þar þegar hann var dauður. Það var miskilningur að hengja hann Saddam í stað þess að setja hann aftur á forsetastól.

Væntanlega verðum við Vesturlandamenn að ráðast á Íran innan tíðar til að losa Múllana við kjarnorkusprengjur sínar, sem þeir munu láta detta í hausinn á okkur í nafni Islam, strax og þær eru klárar.Þá segjumst við auðvitað í leiðinni ætla að frelsa Írana frá Múllunum og færa þeim democrazy eins og Írökum.  Hver getur verið á móti því að losna við þá skálka, sem eru blóðugir uppað öxlum ?

 Þá gildir að vera stöðugir á lista hinna staðföstu þjóða og greiða atkvæði með í Öryggisráðinu, sem við verðum þá búnir að kaupa okkur. Megi Össur steinþegja og hætta að niðulægja þjóðina með þessu rausi.

Halldór Jónsson, 18.5.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi,

Skuldum Írökum ekkert?  Hum.. einhver var að tala um 600.000 mannslíf og 4. milljónir flóttamanna.  

Kannski var þetta bara allt gert í vinsemd og gustukaskini til að losa þá við Saddam og göreyðingavopnin sem enginn trúði að væru til? Leitin að sýklavopnunum sem jafnvel Íslendingar voru látnir finna var  fyndið sjónarspil sem enginn viti borinn maður tók alvarlega.    Ég er sammála þér að það var betri hálfur skaði en allur.  Fyrst þeir voru að asnast til að setja Saddam af átti að  leirétta mistökin með því að setja hann strax í embætti aftur.  Saddam slátraði öllum alkaída liðum en núna fjölgar þeim eins og kanínum þarna í þessu "stríði gegn hryðjuverkum".   Ég hef fulla samúð  með  Bandaríkjamönnum eftir 9/11  og auðvitað  þurftu þeir að refsa einhverjum blóraböggli.   En hefði ekki verið fyrirhafnarminna að ráðast inn í Mexikó?  Ég fullyrði að það hefði verið mun ódýrara.   Nú vil ég bara spyrja þig hreint út Halldór:

Hvað er svona spennandi eða eftirsóknarvert fyrir okkru Íslendinga að vera á þessum lista?  

Sigurður Þórðarson, 19.5.2007 kl. 02:38

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll aftur

Ég skil þetta ekki með listann. Ef þú varst á þessum lista við gjörninginn, þá þýðir ekki að væla núna og heimta að hafa aldrei verið þar. Eftir þessu þá sparkaði Árni Johnsen aldrei í r......á Össuri niður á þingi og verður því aldrei ásakaður um árásargirni eða heimsku.

Halldór Jónsson, 19.5.2007 kl. 08:21

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslendingar eru örþjóð og græða ekkert á því að troða illsakir við fólk í fjarlægum heimshlutum.  Allra síst vil ég láta stjórnmálamenn nota mitt skattfé í slík hugarefni.  

Allt er þetta nú mótsagnakennt: Foringi listamannana sjálfur Búsh heldur því fram í öðru orðinu að stríðinu sé lokið en í hinu að átökin, fari harðnandi, séu rétt að byrja enda má hann ekki heyra á það minnst að draga úr þeim.  

Það er fráleitt af jafn skynsömum manni eins og þér að halda því fram að þetta hafi verið listi aðila sem sammæltust um eitt rassaspark. Staðreyndin er sú að það er enn verið að juðast í  r............. á Írökum.   En hvort sem þetta var rassaspark eða juð þá eru það hrein öfugmæli að íslenska þjóðin hafi verið "staðföst og viljug" við þessar athafnir. 

p.s. Dóri, það er svo flott veður að ég ætla að kíkja í Laugardalinn. 

Sigurður Þórðarson, 19.5.2007 kl. 10:56

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vísan góða um þegnskylduvinnuna er rétt svona, enda gengur ljóðstafasetningin (hrynjandin) ekki upp öðruvísi:

Ó hve margur yrði sæll

og elska myndi landið heitt

ef mætti hann vera í mánuð þræll

og moka skít fyrir ekki neitt.

Ómar Ragnarsson, 20.5.2007 kl. 16:07

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég lærði hana eins og Ómar nema það var ekkert ef í 3.línu

Halldór Jónsson, 21.5.2007 kl. 07:34

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já félagi Sigurður, Laugardalurinn er góður. En ég skil ekki hvernig við eigum að stýra fortíðinni þarna í Írak. Við gerðum þetta, hvort sem við teljum að Dabbi og Dóri hefðu haft heimild til að gera þetta. Stríðið er hafið eins hjá Hitler. Þá grétu konurnar í Hamborg úti á götum en það var of seint.

Íslenska utanríkisþjónustan er nýbúin að eyða 1.5 milljarði og mest í kosningabaráttu til að komast í öryggisráðið. Eitt af þeim stórvirkjum sem eftir Halldór Ásgrímsson liggja. Hvað eigum við að gera þar þegar kemur að því að ráðast á Íran ? Verður þú staðfastur eða ég ? Hver á að segja hvað er rétt ? Ef það reynist ekki rétt, hvernig ætlar þú að redda því eftirá ?

Halldór Jónsson, 21.5.2007 kl. 07:39

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er alveg rétt hjá þér að við verðum seint spurðir en við fáum þó að svara þessum spurningum ýmist fyrir eða eftir með beinum eða óbeinum hætti á fjögura ára fresti.  Þess á milli getum við haft skoðun á mönnum og málefnum:

Davíð afrekaði að gera sig kjánalegan við hliðina á Búsh, með því að segja að heimurinn væri öruggari eftir innrásina. Halldór er fíkill, var oftast fullur og langaði óstjórnlega til að verða forsætisráðherra. 

Þegar menn gera vitleysu reyna flestir að vinda ofan af þeim.  Almenn undantekning á þessu virðast vera sauðtryggir flokksmenn, einkum í Sjálfstæðisflokknum.

Ég veit að við fáum ekki til baka þær 500 milljónir sem búið er að eyða í Íraksstríðið og 1,5 milljarð sem búið er að eyða í að reyna að komast í öryggisráðið.   En ég vil setja punktinn þar og afþakka setu í ráðinu jafnvel þótt hún byðist. Eða á grundvelli hvaða upplýsinga eigum við að ákveða við hvaða lönd á að fara í stríð við? Með sama hætti eigum við auðvitað að segja okkur af listanum illræmda og frábiðja okkur frekari ábyrgð og fjárútlát á hörmungunum þar. 

Við erum örþjóð norður í Atlandshafi og það er beinlínis hlægilegt af okkur að vera að steyta hnefa að þjóðum í óra fjarlægð. Enda virðumst við ekki hafa efni á að reka landhelgisgæslu (nema sprengileitardeild) svo vel sé. 

Sigurður Þórðarson, 21.5.2007 kl. 12:26

11 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir leiðréttinguna Ómar og Halldór.

Jón Magnússon, 21.5.2007 kl. 16:23

12 Smámynd: Halldór Jónsson

þakka þér félagi Sigurður fyrir greininguna á vanda okkar. Ég gæti skrifað langt mál um álit mitt á nafna mínum Ásgrímssyni en ég get ekki verið að bía út síðuna hjá honum Jóni mínum með því. Ég skil ekki hæsnaganginn í þessu öryggisráðsmáli. Hvað í dauðanum ættum við að gera þar ? Nema skinney eygi einhverja viðskiptamöguleika þar í gegn sem við sjáum ekki ?  

Halldór Jónsson, 21.5.2007 kl. 23:09

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Jón,

Er Magnús Þór hættur að blogga. Hann má ekki leggjast í djúpfýlu þó hann hafi ekki náð inn frekar en Jón auminginn Sigurðsson.

Það er aðeins einn höfundur og leikstjóri í demise framsóknar. Hann verðlaunar þjóðin  með eftirlaunum og háum stöðum í útlandinu. Og af kvóta hefur hann nóg og dillidó.

Magnús og Atti Kitta Gau grófu gröfina fyrir Magnús með því að láta Atta lýsa stuðningi við Magnús sem varaformann. Án þessa asnasparks hefði Ranka aldrei farið til Ómars og Magnús verið inni. 

Ég sagði þér þetta strax og það skeði að þetta hefðu verið mistök, formaður á aldrei að skipta sér af kjöri legátanna. Mikið er nú annars gaman að vera svona vitur eftirá eins og ég er !

Halldór Jónsson, 21.5.2007 kl. 23:16

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll félagi Halldór,  

Við höfum ekki sömu sýn á þetta sem eðlilegt er enda er sá munur á okkur að  ég er bæði "innmúraður og innvígður".  Guðjón er hrekklaus og meinlaus maður. Hann átti enga aðra skárri kosti í stöðunni.  Þessi saga hefur aldrei verið sögð og sá hluti hennar sem kom í Morgunblaðinu var ýmist stórlega affluttur hálfsannleikur eða það sem algengara var hreinn uppspuni. Ég þekki þessa sögu út í hörgul en það er ekki mitt hlutverk að ákveða hvort hún verður upplýst.  

Sigurður Þórðarson, 22.5.2007 kl. 11:36

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Veiztu Sigurður, 

Ranka hefði ekki farið til Ómars ef hún hefði fengið að bjóða sig fram á móti Manga án afskipta formanns. Þetta er bara ekki gert í stjórnmálaflokkum. Þar eiga allir að vera í framboði og enginn að styðja þennan og hinn opinberlega.

Halldór Jónsson, 22.5.2007 kl. 21:16

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað á að segja þessa sögu einhvertíma en ég geri það ekki núna.    Þó get  ég endurtekið það sem Margrét hefur sagt í fjölmiðlum að ef hún hefði sigrað í varaformannskjörinu hefði hún samt sagt sig úr flokknum!

Margrét er óskrásett vörumerki sem Styrmir og Agnes Braga bjuggu til og ég held því miður að Magga hafi gengist upp í hégómanum og fallið í gildruna sem var egnd fyrir hana. 

  (Sigurði Inga Jónssyni og Gunnari Örlygssyni var líka hampað á meðan þeir voru að skemma fyrir flokknum og voru þá hvorki sparaðir Staksteinar, leiðarar, Reykjavíkurbréf né fréttaskýringar áðurnefndrar Agnesar)

Hvað loða þau Ómar lengi saman? 

Sigurður Þórðarson, 23.5.2007 kl. 01:34

17 Smámynd: Halldór Jónsson

sem betur fer Siggi þá skiptir það engu máli hvað þau Ómar og Magga segja eða gera lengur, þau eru liðin tíð og ég held að hvorugt eigi afturkvæmt í stjórnmálin. Og því miður held ég að þetta sé síðasta kjörtímabil frjálsyndra á þingi, þið eruð búnir að missa af lestinni eins og Steingrímur J. Og það er ekki hægt að færa klukkuna á brautarpallinum til baka í pólitík, of seint er og seint. No replay !

Halldór Jónsson, 25.5.2007 kl. 01:03

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halldór, ég veit ekki hvort þú hefur skoðað nýlega í kristalkúlu en að öllu gamni slepptu getur auðvitað verið að þú hafir rétt fyrir þér.  Frjálslyndi flokkurinn er ekkert markmið í sjálfum sér og það er alveg sama hvaðan gott kemur ef einhver annar flokkur vill taka upp baráttumál okkar þá er það fínt. Baráttumálin eru brýn. Atvinnufrelsi í frumatvinnuvegum, aðhald í innflutningi fólks, aðhald og hófsemi* í meðferð opinbers fjár og heiðarleg stjórnsýsla. Staðreyndin er sú að aðrir flokkar sýna þessu ekki áhuga* Sendiráða- og eftirlitsiðnaður vex margfalt hraðar en þjóðartekjur. 

Sigurður Þórðarson, 29.5.2007 kl. 05:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 883
  • Sl. sólarhring: 1281
  • Sl. viku: 4314
  • Frá upphafi: 2458584

Annað

  • Innlit í dag: 791
  • Innlit sl. viku: 3982
  • Gestir í dag: 762
  • IP-tölur í dag: 737

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband