Leita í fréttum mbl.is

Crime syndicate ltd.

Al Capone sagðist ekki bera ábyrgð á því þó fyrirtækið sem hann átti að stærstum hluta hefði gerst sekt um glæpsamlega starfsemi. Hann væri bara hluthafi og skipti sér ekki af rekstri fyrirtækisins. Al Capone var í því að selja fólki ólöglegan vökva, áfengi, á bannárunum í Bandaríkjunum. Þegar hann var sakaður um að hafa svikið undan skatti sagði Al Capone. " Það er ekki rétt það er ekki hægt að leggja skatt á ólöglegar tekjur."

Samkvæmt frumskýrslu Samkeppniseftirlitsins um sölu á öðrum vökva en áfengi þ.e. olíu kemst þessi opinberi eftirlitsaðili að þeirri niðurstöðu í frumskýrslu sinni að olíufélögin hafi stolið rúmum fjórum milljörðum af neytendum árið 2014.

Talsmenn olíufélaganna segja þetta alrangt og hafa upp orðagjálfur og röksemdir sem eru sambærileg  málflutningi þeirra fyrir tveim áratugum,  þegar flett var ofan af víðtækri svikastarfsemi og samráði þeirra. Þá var stolið milljörðum af neytendum, en ekki bara það. Húnæðislánin hækkuðu líka vegna ólögmæta samráðsins. Neytendur hafa aldrei fengið tjón sitt vegna þeirrar svikastarfsemi olíufélaganna bætt.

Nú eru eigendur olíufélaganna að stórum hluta lífeyrissjóðir. Sjóðir fólksins eins og talsmenn þeirra segja jafnan. Þessir eigendur olíufélaganna segja að þeim komi svikastarfsemi fyrirtækja sinna ekki við, af því að þeir skipti sér ekki af rekstrinum. Er það tæk skýring?

Neytendur eru neyddir til þess með nauðungarlögum að borga mestan hluta mögulegs sparnaðar síns til lífeyrissjóða. Er hald í því fyrir talsmenn lífeyrissjóðanna að segja að þeim komi ekki við þegar fyrirtæki þeirra eru að arðræna fólkið sem á lífeyrissjóðina? Fólkið sem fær engu ráðið um starfsemi þeirra en verður bara að borga.

Þegar eigendur lífeyrissjóða láta sér vel líka vegna þess að fyrirtæki skilar góðum hagnaði og skella skollaeyrum við þegar á það er bent að hagnaðurinn sé að stórum hluta vegna ólögmætrar starfsemi þá er það ekki að neinu leyti tækari röksemdir en röksemdir Al Capone fyrir tæpri öld. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Farðu nú rétt með kæri Jón! Þú segir: "Nú eru eigendur olíufélaganna að stórum hluta lífeyrissjóðir."

Þetta á við N1 og að hluta Skeljung, ekki Olís og ekki Atlantsolíu. Þú mátt auðvitað hafa þínar skoðanir á ágæti þess að hafa lífeyrissjóði, en ekki prédika yfir okkur á svona hæpnum forsendum og með beinum rangfærslum. Takk!

Þórhallur Birgir Jósepsson, 2.12.2015 kl. 11:53

2 identicon

Í þætti í sænska sjónvarpinu í gærkvöld rifjaði sá góði maður Leif G. W. Persson upp sögu Leif Stenberg. Í sænskum fjölmiðlumm var hann alla jafna kallaður Mr. X og sagður helsti maður undirheima Stokkhólms ca. 1965-85. Aldrei tókst að sanna neitt á hann en hann sætti undir lokin umfangsmikilli skattarannsókn. Svo fór þó, eftir að rannsóknin hófst, að Stenberg var lagður inn akút á sjúkrahús og þar reyndist hjartað í honum vera ónýtt. Ekki vildu menn reyna að græða alvöru hjarta í þekktan glæpon þannig að úr varð, með samþykki hans, að í hann var sett gervihjarta úr plasti. Það hafði ekki verið prófað áður. Þar með urðu yfirvöld að hætta skattarannsókninni. Þá giltu í Svíþjóð lög um hjartadauða, og þar sem maðurinn var ekki með hjarta, aðeins plastdælu, var hann ekki lengur á lífi samkvæmt lögum og gat þar af leiðandi ekki sætt rannsókn. Stenberg lifði í hálft ár eftir aðgerðina. Plasthjartað var ekki prófað frekar.

Jón (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 11:58

3 identicon

Í þætti í sænska sjónvarpinu í gærkvöld rifjaði sá góði maður Leif G. W. Persson upp sögu Leif Stenberg. Í sænskum fjölmiðlumm var hann alla jafna kallaður Mr. X og sagður helsti maður undirheima Stokkhólms ca. 1965-85. Aldrei tókst að sanna neitt á hann en hann sætti undir lokin umfangsmikilli skattarannsókn. Svo fór þó, eftir að rannsóknin hófst, að Stenberg var lagður inn akút á sjúkrahús og þar reyndist hjartað í honum vera ónýtt. Ekki vildu menn reyna að græða alvöru hjarta í þekktan glæpon þannig að úr varð, með samþykki hans, að í hann var sett gervihjarta úr plasti. Það hafði ekki verið prófað áður. Þar með urðu yfirvöld að hætta skattarannsókninni. Þá giltu í Svíþjóð lög um hjartadauða, og þar sem maðurinn var ekki með hjarta, aðeins plastdælu, var hann ekki lengur á lífi samkvæmt lögum og gat þar af leiðandi ekki sætt rannsókn. Stenberg lifði í hálft ár eftir aðgerðina. Plasthjartað var ekki prófað frekar.

Jón (IP-tala skráð) 2.12.2015 kl. 12:14

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er hárrétt athugasemd Þórhallur.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 21:21

5 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Jón þetta er athyglisverð saga.

Jón Magnússon, 2.12.2015 kl. 21:21

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er réttilega rætt um að viðskiptavinir olíufélaganna séu hlunnfarnir með samráði þeirra(olíufélaganna) í verðlagningu og hægt að spyrja sig hvort það sé allt í lagi að félga í eigu viðskiptavinanna hafi frekar leyfi en aðrir til að okra á eigendum sínum. Það hefur enginn hreyft því hversu háar fjárhæðir kaupendur eldsneytis eru látnir greiða fyrir að engöngu er selt hér ofurbensín.  Ég man ekki betur en að hæsta oktantala sem fáanleg er í USA sá 92 oktan, en hér er lágmark 95.  Bílar ganga almennt nokkuð þokkalega á vegum USA ekki sjáanlegt að þeir þjáist af lélegu eldsneyti.  Væri ekki athugunar vert að heimta ódýrara bensín, olíufélögin gætu keppt í því að bjóða ódýrari vöru (lægri oktantölu)?

Kjartan Sigurgeirsson, 4.12.2015 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 308
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 4129
  • Frá upphafi: 2427929

Annað

  • Innlit í dag: 284
  • Innlit sl. viku: 3820
  • Gestir í dag: 273
  • IP-tölur í dag: 262

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband