Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump, fjölmiðlar og lýðræðið.

Fjölmiðlun hefur færst í það horf að birta upphrópanir helst þær hástemmdustu og vitlausustu í pólitískri umræðu. Fjölmiðlar hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamenn tala. Uppsláttarstíll þeirra hefur gert pólitíska umræðu enn innihaldsrýari og vitlausari.

Donald Trump spilar á fjölmiðla. Fáránleg ummæli, andstæð heilbrigðri skynsemi eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Skiptir þá engu hversu vitlaus þau eru. Donald Trump fór illum orðum um fólk af Mexíkönskum uppruna og kallaði þá m.a.nauðgara. Vilji fólk velta fyrir sér rasisma þá hafa sjaldan sést rasískari ummæli frá vestrænum stjórnmálamanni. Fjölmiðlar slógu þessu upp, en fordæming á ummælanna var minni en ætla mátti.Nú hefur Trump sagt,að loka eigi Bandaríkjunum fyrir Múslimum þangað til að ljóst sé hvað sé að gerast í Múslimska heiminum. Allt logar vegna þessa og Trump er fordæmdur sem aldrei fyrr- Af hverju var meiri ástæða til að fordæma hann fyrir þessi ummæli en ummælin gegn Mexíkönum- já eða konum o.s.frv. o.s.frv.

Þegar talað er um trúarbrögð og andstaða við þau er færð undir rasisma, þá er það rangt. Trúarbrögð eru kenningarkerfi sem eðlilegt er að gagnrýna ekkert síður en stjórnmálastefnur. Andstaða við trúarbrögð eins felur ekki í sér rasisma ekkert frekar en andstaða við kommúnisma eða fasisma.

Trump nær enn því markmiði að vera helsti uppsláttur fjölmiðla. Ummæli Trump um múslima eru einnig sögð vegna þess að nær daglegar hryðjuverkaárásir Íslamista á Vesturlöndum, sem beinast að óbreyttum borgurum vekur óhug og öryggisleysi gagnvart fólki sem aðhyllast þessi trúarbrögð. 

Ég hef ítrekað sagt að virkasta leiðin til að vinna sigur á herskáum Íslamisma sé að standa fast fyrir og hvika hvergi frá þjóðlegum og kristilegum gildum. Það gerist ekki með því að útiloka alla frá komu og starfi í þjóðfélaginu sem aðhyllast Múhameðstrú. Á sama tíma verður að gera kröfu til þeirra sem það gera að þeir taki virka afstöðu og baráttu gegn Íslamismanum. Í sumum tilvikum getur það verið dauðans alvara og jafnvel meiri dauðans alvara fyrir Múhameðstrúarfólk heldur en okkur sem aðhyllumst ekki þessi trúarbrögð. Það leiðir þó ekki til þess að fólk sem aðhyllist Múhameðstrú geti verið stikkfrí í baráttunni við öfgamenn af eigin trúarbrögðum -ekkert frekar en það afsakar ekki okkur kristið fólk að taka upp baráttu gegn þeim, sem betur fer, fáu kristnu sem geta verið ógn við öryggi almennra borgara eða fólk af öðrum trúarhópum.

Neiti vestrænir stjórnmálamenn að horfast í augu við hvað ástandið er eldfimt og hættulegt vegna þess hvað Íslamistarnir hafa lengi farið sínu fram og vestrænir stjórnmálamenn afsakað þá, eins og gerðist á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þá leiðir slík óábyrg afstaða til þess, að þessir sömu stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eiga ekki lengur samleið með stórum hluta kjósenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt er það. Mér finnst eftir öllu að dæma þessi Trump vera kolvitlaus rugludallur, og með þessu áframhaldi hrynur fylgið af honum, enda fær fólk leið á svona rugludöllum til lengdar. Varðandi múslímstrúna segi ég það sama og einn prófessor við Kaupmannahafnarháskóla segir í grein í Jótlandspóstinum í morgun, sem ég var að lesa áðan, að múslímir sjálfir þurfi að ráða niðurlögum ISIS, því að þetta sé barátta um rétta kenningu og túlkun á Kóraninum, og því sé það múslíma sjálfra að ráðast á þetta ISIS-lið og reyna að leiðrétta kúrsinn hjá þeim. Aðrir geti það varla, a.m.k. ekki á þeim nótum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 13:09

2 identicon

Ekki haegt ad orda thetta betur.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 9.12.2015 kl. 20:49

3 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Er Trump ekki í hlutverki drengsins í ævintrýi H.C. Andersens sem segir keisarann vera berann? Hvernig eiga Vesturlandabúar að sjá hverjir ganga svo upp í íslam að þeir vilji fylgja kennisetningum þess út í æsar og drepa kufar (trúleysingja) ef múslímar sem teljast friðsamir vilja ekki taka á vandanum?  Við verðum vitni að því aftur og aftur að þeir sem fremja verstu hryðjuverkin töldust afar hægir og rólegir menn, sem enginn átti von á að gætu unnið þau verk sem þeir svo unnu. Vesturlönd eru sífellt undrandi og þessum ósköpum. Að taka við fólki af þessu tagi er eins og rússnesk rúlletta. Oftast hleypur skotið ekki af en ef nógu oft er skotið færðu kúluna í hausinn að lokum.

Valdimar H Jóhannesson, 10.12.2015 kl. 11:45

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki sami hluturinn að gagnrýna trúarbrögð og það að setja alla sem játa tiltekin trúarbrögð í ákveðin hóp og vilja mismuna þeim á grunvelli þeirrar hættu sem stafar af hópi öfgamanna sem eiga ekkert sameiginlegt með þeim heldur en að játa sömu trú. Það er það sem Trump gerir og leggur til.

Og ég frábið mér því að við hér séum að standa fastir á einhverjum kristnum gildum. Sumum þeirra hugnst mér ekki. E n við skulum endilega standa fast á okkar vestrænu gildum um mannréttindi og unburðalyndi sem hafa komist á hér á vesturlöndum ÞRÁTT FYRIR okkar kristnu afleioð en ekki vegna þeirra. Það hafa fyrst og fremst verið trúlausir vesturlandabúar sem hafa dregið vagnin í því að koma þessum góðu gildum að og oftast hafa mikið trúaðir menn og trúarleiðtogar staðið í vegi þó vissulega séu til undantekningar þar sem þeir drógu vagninn. Staðan í jafnréttis- og mannréttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi og annars staðar í Evrópu eru gott dæmi um það.

Sigurður M Grétarsson, 10.12.2015 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 305
  • Sl. sólarhring: 672
  • Sl. viku: 4126
  • Frá upphafi: 2427926

Annað

  • Innlit í dag: 281
  • Innlit sl. viku: 3817
  • Gestir í dag: 270
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband