Leita í fréttum mbl.is

Miskunsami Samverjinn og Albanskir innflytjendur.

Í sögu Jesús af miskunsama Samverjanum segir frá manni af kynþætti sem Gyðingar fyrirlitu, sem kom einum þeirra til hjálpar, af því að hann var illa haldinn. Samverjinn kom honum í húsaskjól og til aðhlynningar og borgaði allan kostnað við það. Samverjanum datt ekki í hug að bjóða Gyðingnum heim til sín eða búa  hjá sér. Miskunsami Samverjinn taldi það hins vegar skyldu sína að hlú svo að sjúkum einstaklingi, að hann gæti náð heilsu og eftir það farið ferða sinna.

Í gær og í dag hefur verið fjallað um mál Albanskra innflytjendafjölskyldna sem hafa engan rétt á að vera í landinu. Sú niðurstaða Útlendingastofnunar að vísa þeim úr landi var lagalega rétt.

Þó að niðurstaða embættismanna sé með þeim hætti, þá er ekki þar með sagt að sérstakar aðstæður afsaki ekki - já og geri það beinlínis sjálfsagt, að ráðherra beiti sér fyrir því að veik börn fái aðhlynningu og læknisaðstoð.

Það er mikilvægt að við breytum eins og miskunsami Samverjinn og hrekjum ekki á vergang sjúkt fólk og örvasa jafnvel þó við bjóðum þeim ekki að vera hjá okkur eftir að því hefur verið hjálpað til sjálfshjálpar.

Því miður brugðust þeir sem halda um hið pólitíska vald, Innanríkisráðherra og flokksmenn hennar í ríkisstjórn í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar á  að setja mörkin?

Hjálpum við öllum þeim útlendingum sem sjúkir eru og komast með einhverjum hætti til landsins?

Eða bara sumum og þá hvernig valið?

Af handa hófi eða út frá einhverskonar almennum tilfinningaskala?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 13:38

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er ekkert sem bannar að fólk stofni stuðningshóp og styrki veika barnið heima hjá sér í Albaníu.  Hópurinn gæti keypt lyfin og sent þau beint til barnsins.

Kolbrún Hilmars, 10.12.2015 kl. 16:30

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var þetta fólk með skilríki eða engin skilríki þegar það kom til landsins?

Hversu langir eru biðlistarnir fyrir aðhlynningu heibrigðiskerfisins fyrir íslensk börn?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 10.12.2015 kl. 19:25

4 identicon

Þessu er ég alveg sammála, samanber það sem Ísraelsher hefur gert, hlúa að særðum hverjir sem það séu.

Það á ekki að setja nein mörk, sjúklinga setur maður ekki á vergang.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.12.2015 kl. 20:45

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

STJÓRNVÖLD SEM SINNA EKKI SÍNUM BÖRNUM- ÆTTU EKKI AF HRÆSNI EINNISAMAN AÐ HUGSA UM AÐ HJÁLPA ÖÐRUM- ENDA BIÐLISTAR HER- ERU BIÐLISTAR DAUÐANS.

 VIÐ VERÐUM AÐ VIÐURKENNA ÞAÐ- HER ER ENGIN LIKN VIÐ SJÚKA- VIÐ ÖLUM BLÓÐSUGUR.

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2015 kl. 23:32

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á einhverjum tíma höfum við flest verið miskunnsamir samverjar en lent í því að þurfa að beina sjónum að okkar eigin hjörð og þar með þurft að láta aðra um sína.

Auðvita geta efnaðir samverjar ætlast til meiri stoðar við óviðkomandi en hinir.  

Hrólfur Þ Hraundal, 11.12.2015 kl. 08:42

7 identicon

Það nægir, því miður, að skoða fyrirsögn þessa pistils til að átta sig á því að höfundur er á villigötum.

Umræddir Albanar voru ekki innflytjendur heldur hælisleitendur með stöðu flóttamanna.

Jón Magnússon á að vita muninn.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.12.2015 kl. 09:05

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Vil bara benda á að við höfum þegar opnað reikning til stuðnings fjölskyldu Pllum Lalaj, en þau sóttu kirkjuna okkar í Keflavík meðan þau dvöldu hér. 

Hér má fá nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/groups/97144142978/?fref=ts

Kristinn Ásgrímsson, 11.12.2015 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 315
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4136
  • Frá upphafi: 2427936

Annað

  • Innlit í dag: 291
  • Innlit sl. viku: 3827
  • Gestir í dag: 279
  • IP-tölur í dag: 266

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband