Leita í fréttum mbl.is

Flottar umbúðir í París.

Við höfum loksins náð því sögulega takmarki að bjarga jörðinni frá loftslagsbreytingum. Þannig var samkomulagið sem náðist á loftslagsráðsstefnunni í París, kynnt.  Markmiðið er að hlýnun verði ekki nema 2 gráður á öldinni og lönd heimsins samþykkja að reyna að halda hlýnuninni innan við 1.5 gráður.

Ríku löndin eiga að greiða 100 milljarða dollara á ári til þróunarlandanna. Þau eru samt ekki lagalega skuldbundin til þess og munu ekki gera það miðað við fyrri reynslu.

Samkomulagið skuldbindur ekki neitt ríki lagalega til eins eða neins umfram það sem verið hefur. Orðalag og markmið samningsins er orðað svo frábærlega að fáheyrt er enda skipta umbúðir meira máli en innihald fyrir stjórnmála- og vísindaelítu nútímans. Árangurinn mælt með þeirri mælistiku er því gríðarlegur.

Tárfellandi forseti Kiribati eyja sagði að næðu menn ekki samkomulagi um hámarkshitun 1.5 gráður mundi Kiribati sökkva í sæ. Samt sem áður hefur landmassi Kiribati aukist en ekki minnkað og ekki mælist nein hækkun sjávarborðs þar.

Kína sem ber ábyrgð á helmingi losunar kolefnis mun tvöfalda kolefnislosun til ársins 2030 miðað við áætlanir um byggingar kolaorkuvera og Indland sem er þriðji stærsti kolefnalosandi heimsins ætlar að þrefalda losunina til sama tíma. Í dag eru áform um að byggja 2.500 ný kolaorkuver af því að kol eru ódýrasti orkugjafinn. Samþykkt Parísarráðsstefnunnar skiptir engu máli og þeim milljón vinnustundum sem var eytt þar hefði betur verið varið til annars.

Þrátt fyrir falleg orð og fyrirheit mun kolefnalosun aukast verulega því miður en ekki minnka og ekkert í samkomulaginu skuldbindur nokkurt ríki. Alvarlegasti lærdómurinn af Parísarráðstefnunni er því miður sá að stjórnmála- og vísindaelíta heimsins hefur afsalað sé raunverulegum markmiðum, en bullukollast í samræmi við það sem George Orwell hefði kallað "political newspeak" fjarri öllum sannleika eingöngu sett fram til að þóknast pópúlískum slagorðaflaumi án  raunveruleikatengingar eins og fullyrðingar forseta Kiribati.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna eru mínar hugmyndir um möguleika okkar til að draga úr kolefnislosun. https://word.office.live.com/wv/WordView.aspx?FBsrc=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fattachments%2Ffile_preview.php%3Fid%3D1671040356472506%26time%3D1450011468%26metadata&access_token=653694564%3AAVLbcm_bmHRwMtfa_V9Uq8Krv5yV4gQjPQdfUCG8tQrccw&title=Kolefnishlutlaust+%C3%8Dsland.docx

Guðrún Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2015 kl. 13:00

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jörðin er þegar farin að "leiðrétta" co2 í andrúmsloftinu, því að á sama tíma og co2 hefur aukist um 40% hefur jörðin grænkað um 20%.

Nýjustu tölur um co2 fyrir árið 2015 sýnir lækkun. Það er ekki í samræmi við losun, þannig að gróðurinn er ástæðan.

Fólk táraðist á (ó)ráðstefnunni og féllst í faðma. Hystería í hámarki. 

Fátæku ríkin sjá mikla fjármuni renna til sín. Þau kalla það "skaðabætur".

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2015 kl. 17:54

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir hefðu vel geta sparað sér þessa ráðstefnu.

Það virðist nefnilega svo að hitastig jarðar er stillt af öðrum fyrirbærum en mönnum, þó menn vilji líta mjög stórt á sig.

Merkilegast þykir mér að fólk óttist svona mjög lok ísaldar.  Hélt ég að það væru gleðitíðindi, ekki öfugt.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2015 kl. 19:41

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þeir einu sem koma til með að hafa eitthvað út úr Parísar skatta og orkuskömtunarraðstefnuni eru "FAT CATS" eins og Al Gore og stjórnmálaelítan.

Sjónvarpsmynd sást af Al Gore þegar niðurstaða/samþykkt skatta og orkuskömtunarráðstenur var opinberuð, brosið á Al Gore var eyrnana milli, enda er hann sá einstaklingur sem kemur til með að græða mest á þessari niðurstöðu/samþykkt.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2015 kl. 23:17

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það voru, þegar upp var staðið, eftir allt saman, fjörtíu þúsund fífl, sem hittust í Paris. Væri gaman að fá yfirlit yfir þátttökukostnað möppudýra vorra, úr embættismannakerfinu, sem töldu bjálfaháttinn standa og falla með þátttöku sinni, á okkar kostnað.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2015 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 303
  • Sl. sólarhring: 680
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2427924

Annað

  • Innlit í dag: 279
  • Innlit sl. viku: 3815
  • Gestir í dag: 268
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband