Leita í fréttum mbl.is

Hræðslubandalagið

Róbert Marshall alþingismaður hefur lagt til að stofnun nýs Hræðslubandalags. Það á að vera bandalag Pírata, VG, Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar. Samskonar bandalag og myndar meiri hlutann í Reykjavík með þeim árangri sem Reykvíkingar finna daglega á holóttu gatnakerfi og skertri þjónustu.

Markmið Hræðslubandalagsins er að koma í veg fyrir að ótti þingmanna Bjartrar Framtíðar við að kjósendur hafni þeim í næstu kosningum ,eins og skoðanakannanir benda til, verði að veruleika. Önnur markmið koma þar á eftir, en höfundur hins nýja Hræðslubandalags talar um félagsmálaöfl og umbótaöfl. Eins og aðrir stjórnmálaflokkar falli ekki í þann flokk líka.

Á sama tíma og þingmenn Bjartrar Framtíðar taka þátt í einu galnasta málþófi sem sett hefur verið á svið á Alþingi talar höfundur Hræðslubandalagsins um að þeir flokkar sem standa að málþófinu séu líklegastir til að koma með jákvæða breytingu á íslensku stjórnmálalífi og ýta því upp úr þeirri forarvilpu sem það er í dag.

Þetta er eins og hrútaberin sögðu á sínum tíma: "Við erum epli sögðu hrútaberin".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 690
  • Sl. sólarhring: 931
  • Sl. viku: 6426
  • Frá upphafi: 2473096

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5855
  • Gestir í dag: 602
  • IP-tölur í dag: 589

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband