Leita í fréttum mbl.is

Heilögu kýrnar

Sú var tíðin að hvorki mátti gagnrýna forseta lýðveldisins eða Hæstarétt. Þessar stofnanir og einstaklingar voru heilagar kýr í íslensku samfélagi. Sem betur fer hefur þetta breyst enda geta hvorki æðstu embættismenn, stofnanir eða einstaklingar sem gefa sig í opinbera umræðu átt þá kröfu að njóta ævarandi friðhelgi.

Björk Guðmundsdóttir söngkona er nú í þeim hópi þar sem áður voru forsetinn og Hæstiréttur. Hún er hin heilaga kú sem ekki má gagnrýna óháð því hvað hún segir eða gerir.

Björk Guðmundsdóttir er góð söngkona og hefur sem slík aukið hróður lands og þjóðar. Góður söngvari er samt ekki hæfari til að fjalla um stjórnmál eða náttúruvernd frekar en hver annar. Lalli stjörnu lögmaður verður ekki þar með sérfræðingur í loftslagsmálum. Mummi múrari  sem er listamaður á sínu sviði verður ekki þar með sérfræðingur í heilbrigðismálum. Björk, Lalli og Mummi eru frábær á sínum sviðum en það gerir þau að engu leyti hæfari til að fjalla um almenn þjóðmál frekar en hvern annann meðal Guðmund eða Guðmundu.

Björk Guðmundsdóttir naut þess að fá aðgang að fréttatíma Sky sjónvarspsstöðvarinnar. Þar lét hún óviðurkvæmileg orð falla um helstu ráðamenn þjóðarinnar. Slík framsetning er til þess fallin að gera lítið úr landi og þjóð eins og því miður allt of margir nýttu sér eftir bankahrunið. Það varð þeim ekki til framdráttar en oft til mikils skaða fyrir þjóðina.

Björk Guðmundsdóttir verður að gæta að því að á hana er hlustað vegna þess að hún er listamaður en ekki vegna þekkingar hennar á öðrum sviðum. Á henni hvílir því mikil ábyrgð meiri en á Lalla og Mumma sem njóta ekki alþjóðlegrar viðurkenningar sem listamenn þó þeir séu það á sínu sviði eins og Björk. Þegar Björk fer út fyrir velsæmi eins og hún gerði í þessu tilviki þá er eðlilegt að hún sé gagnrýnd og slík gagnrýni er réttmæt.

Galendahópurinn sem gerir nú hróp að þeim sem beina réttmætri gagnrýni að Björk vegna óviðurkvæmilegra ummæla hennar virðast ekki átta sig á því að með því að hefta tjáningarfrelsið er vegið að einni mikilvægustu stoð lýðræðissamfélagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nútímamenn verða alltaf að gæta sín þegar þeir nota orð eins og kýr og ær.  Það er ekki hægt að segja að Björk sé ekki "hin heilaga kú."  Það er hins vegar hægt að segja að Björk sé ekki "hin heilaga kýr."  Þetta eru einfaldlega vandbeygð orð sem ættu að hringja ótal viðvörunarbjöllum hjá þeim sem taka þau sér í munn eða nota þau í rituðu máli.

Einar Örn Thorlacius (IP-tala skráð) 16.12.2015 kl. 12:02

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fyrir sumum virðist skipta máli hvaðan gagnrýnin kemur og hvert henni er beint. Svo eru það heilögu kýrnar sem allir verða að tipla á tónum kringum. embarassed

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.12.2015 kl. 13:44

3 Smámynd: Jón Magnússon

Er það kýr um kú frá kú til kýr eða kýr um kú frá kú til kýr. Einar. Mig minnti að það væri kú um kýr o.s.frv. þess vegna sagði ég þetta svona af því að í tilviknu sem þú vísar til þá er það nefnifall.

Jón Magnússon, 16.12.2015 kl. 15:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Tómas þess vegna eru listamenn og aðrir sem frægir eru jafnvel af endemum endalaust dregnir fram til að tjá sig um mál sem þeir, þær eða þau hafa ekki hundsvit á umfram aðra.

Jón Magnússon, 16.12.2015 kl. 15:26

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað var það nákvæmlega, sem Björk var að tjá sig um sem fór svona fyrir brjóstið á sumum?

Varla heilagar kýr Indlands?

Er ekki rétt að hver og einn fræðist um málefnin út frá því sem sannast reynist, og myndi sér sjálfsábyrga skoðun? Þannig á raunverulegt lýðræði allra ólíkra að virka, til velferðar fyrir alla.

Frægð og stéttarstaða þeirra sem tjá sig skiptir ekki máli þegar kemur að trúverðuleika og trausti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2015 kl. 17:44

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ákkúrat það sem þú tekur fram í lokamálsgreininni Anna Sigríður sem ég er að fjalla um í færslunni. Það sem margir eru ósáttir við var með hvaða hætti Björk vó að æðstu embættismönnum þjóðarinnar með háðsyrðum. Að mínu mati var það miklu frekar til að gjaldfella hana en þá. En það er svo annað mál og með sínum augum verður hver að líta á silfrið.

Jón Magnússon, 16.12.2015 kl. 21:19

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sammála þér Jón,held satt að segja að fólk sem les í Guardian haft eftir þekktri listakonu frá íslandi,að ráðamenn þar séu geðveikir,ráði það eitt af ummælum hennar, að hún er ekki spámaður í sínu heimalandi.

þeir hlusta miklu frekar á lof Justin Bieber, Tom Cruise og Russel Crowe. Skorti okkur tilfinnanlega landkynningu eru kvikmyndir okkar virkilega mikilfengleg landkynning. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2015 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 4086
  • Frá upphafi: 2427886

Annað

  • Innlit í dag: 246
  • Innlit sl. viku: 3782
  • Gestir í dag: 242
  • IP-tölur í dag: 234

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband