Leita í fréttum mbl.is

Stungnir grísir

Í leiðara Fréttablaðsins segir að tvær ungar konur ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, kveinki sér eins og stungnir grísir vegna þess að þær hafi orðið fyrir óvæginni umræðu. Vel má vera að það sé rétt. En leiðarahöfundur hefði átt að kynna sér aðkomu þeirra og framgöngu á opinberum vettvangi áður en hún býr til fórnarlömb.

Í leiðaranum er látið sem þessar konur séu fórnarlömb óvæginnar umræðu og helst að skilja að "nettröllin" svonefndu fari að þeim með dólgshætti og svívirðingum. Til þess þekki ég ekki svo gjörla, en til hins þekki ég að báðar þessar ungu konur hafa farið fram í umræðu og aðgerðum með svigurmælum og dólgshætti, sem lítt sæmir forustufólki í pólitík.

Það stoðar lítt fyrir Semu Erlu Serdar og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem hafa ítrekað kastað grjóti og drullu úr glerhúsum sínum að kveinka sér undan því að í þær sé kastað á móti.

Miðað við málflutning þeirra Áslaugar og Semu og stöðu þeirra í flokkum sýnumm þá má frekar velta þvi fyrir sér hvort flokkar sem velja slíkt fólk til forustu eigi mikið erindi við þjóðina.

Það sem skiptir mestu máli er að fólk virði tjáningarfrelsið og virði skoðanir hvers annars. Það hafa hvorug þeirra Sema Erla og Áslaug Arna gert og uppskera e.t.v. í samræmi við það.

Fjölmiðill eins og Fréttablaðið sem og aðrir fjölmiðlar ættu að stuðla að agaðri og vandaðri umræðu með því að halda uppi hófstilltri vitrænni málefnalegri umræðu í stað upphrópanna. En þá er með öllu óvíst að þær Sema og Áslaug ættu aðkomu að umræðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég þekki ekki til í Samfylkingunni og mér er slétta sama um þá og álit þá hvort eð er minna en einskis virði.

En ég sá til Áslaugu Örnu á Landsfundinum og ég var hneykslaður á lögregluþjóninum hvernig hún dansaði um og argaði og gargaði til að þagga niður í ykkur rasistunum þér og Gústafi Níelsar

Svo kom hún á fund í Kópavog ásamt framkvæmdastjóranum Þórði. Ég gerði skuldamál Sjálfstæðisflokksins að umræðuefni og að Áslaug ætti að hugsa um að leysa Valhöll úr skuldaoki og pólitískir framagosar og plattenslagerar ættu ekki að fá leyfi til að veðetja "Albert Hall" sem skilaði flokknum henni skuldlausri. Ég sagði að hún Áslaug ætti að efla styrktarmannakerfið til þessa.Þórður sagðist vera hættur að eyða svo brautin virtist breið.

Síðan er langt um liðið og ég hef ekki heyrt bofs í þessari stelpu né Þórði síðan. Líklega er hún eins innantóm og margt af þessu unga fólki og excelliði, gengst bara við upphefðum og vegtyllum en nennir ekki að vinna fyrir hugsjónir Sjálfstæðisflokksins.  Aumingjar og ræflar öðru nafni í mínum huga.Fyrir svona forystu og skrautsýningar gef ég ekkert.

Halldór Jónsson, 14.1.2016 kl. 13:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Jæja Halldór en ég geri athugasemdi við að þú kallir okkur Gústaf rasista því það erum við hvorugur. En ég læt það átölulaust þegar villta vinstrið notar þessi orð, en tek þessu ekki þegar maður sem eins og þú sem hefur verið sakaður um það sama álíka oft segir það. En framkoma hennar á Landsfundinum var henni til mikillar skammmar og var aðför að tjáningarfrelsinu.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 15:06

3 identicon

Skildi thad thannig fra Halldori ad hun hefdi verd ad thagga nidur i ykkur rasistunum a fundinum en ekki hann. Veit vel ad Halldor helduf ykkur ekki sem rasista, en vid sem erum med akvednar skodanir a trumalum og innflytjendamalum faum slika stimpla endalaust fra vinstra-samfo lidi.

M.b.kv.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 16:45

4 identicon

Ég er sammála þér, Jón. Hér gildir sú kristna regla, sem er það fyrsta, sem maður lærir í kristnum fræðum, að "það, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra". Ef maður vill, að aðrir séu kurteisir og hæverskir í framkomu og orðræðu við mann sjálfan, þá ber manni líka að koma þannig fram sjálfur. Það virðist vera einhver tíska, ef svo má segja, í dag að vera sífellt í einhverju skítkasti við fólk, og jafnvel grjótkasti út af litlu sem engu, andstætt því sem áður var, þegar feður okkar voru að berjast í pólitíkinni. Þá hefði svona lagað þótt alveg ótækt. Kurteisi og hæverska eru orð, sem virðist vanta gjörsamlega í orðabók sumra í dag. Því miður, og það er sorglegt, verð ég að segja.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 16:47

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón. Getur þú bent á dæmi um dólgshátt hjá þessum konum eða að þær hafi vegið að tjáningarfrelsi fólks? Ég hef reyndar lítið lesið eftir Áslaugu en hef lesið mikið greinar Semu og ekki getað fundið neitt dæmi um slíkt. Það hefur greinilega blaðamaður Fréttablaðsins sem hefur gert þessa bloggfærslu þína að umtalsefni ekki gert heldur þó hann hafi leitað að slíku logandi ljósi.

Það að gagnrýna málflutning annarra er ekki það sama og að vega að tjáningafrelsi þeirra. Ég hef ekki séð neitt annað en málefnanlega gagnrýni á málfl7utning þeirra sem eru á móti innflytjendum eða hatast við múslima frá Semu. Getur þú bent á eitthvað annað?

Sigurður M Grétarsson, 14.1.2016 kl. 16:52

6 identicon

Það væri áhugavert að sjá einhver konkret dæmi um dólgsleg ummæli sem þú vitnar í Jón. 

Varðandi ummæli Halldórs þess efnis að fólk sem tilheyrir Samfylkingunni sé minna en einkis virði þá vil ég segja þetta; ósköp eru þetta dapurleg ummæli í garð bræðra og systra okkar.

Hilmar Thor Bjarnason (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 17:58

7 identicon

Sæll og þakka fyrir góða grein en ég hef eina spurningu til hæðstarréttarlögmaninn hér í Noregi er hægt að dæma fólk fyrir meiðyrði ef það kallar annað fólk rasista að ósekju og hafa fallið dómar um það en síðan þegar ég fylgist með umræðunni á Íslandi þá er annar hver maður kallaður rasisti eins og er byrjað að kalla þig eftir þessa grein. Er þetta löglegt á Íslandi ?

Albert Jon Sveinsson (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 18:45

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sælir félagar úr fortíð, kannski þarf eitt af tvennu að gerast: þið tveir stofnuð nýjan flokk um ykkar helstu prinsipp, eða Áslaug  Arna, skipti um flokk. Þessi þrenna virðist ósamrýmanleg.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.1.2016 kl. 19:34

9 Smámynd: Jón Magnússon

Það gerði ég reyndar líka Sigurður.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:48

10 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Guðbjörg.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:48

11 Smámynd: Jón Magnússon

Það verður hver að dæma fyrir sig Hilmar Thor. Ég er að lýsa minni skoðun og mér hefur fundist þær fara fram af yfirlæti, fordómum og hroka oft á tíðum. Aðrir geta haft aðra skoðun. En ég fer ekki að tíunda dæmi það geta allir farið og skoðað það sem þessar konur eru að segja og hvernig þær gera það.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:50

12 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Már ég svaraði Hilmari áður en það sama á við þig. Bendi þér á það svar.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:51

13 Smámynd: Jón Magnússon

Hér hefur Hæstiréttur talið það réttlætanlegt að kalla fólk rasista af því að merking orðsins væri ekki nægjanlega skýr. Einkar athyglisverð niðurstaða Albert Jón.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:51

14 Smámynd: Jón Magnússon

Það kann vel að vera Jenný. Ég átta mig ekki hvaða þú átt við um félaga eða við hvern eða hverja þú ert að tengja mig. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur iðulega verið það stór flokkur að hann hefur rúmað meiningarmun. En þá sýndi fólk líka hvert öðru fulla kurteisi og tóku tillit til viðhorfa hvers annars. Þannig er það ekki hjá Áslaugu Örnu hún hefur brotið gegn einum mikilvægustu mannréttindum í pólitík sem er tjáningarfrelsið.

Jón Magnússon, 14.1.2016 kl. 20:54

15 identicon

Er það ekki dálítið mótsagnakennt að þykjast vera verjandi tjáningarfrelsis og hafa commentin á blogginu sínu þannig að höfundur þurfi að samþykkja þau til birtingar? Sem höfundur getur svo gert, eða ekki, eftir eigin geðþótta.

Og já ég veit að þú samþykkir ekki öll comment.

Aron Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.1.2016 kl. 21:09

16 Smámynd: Jón Magnússon

Ég hef ákveðnar reglur varðandi birtingu athugasemda Aron. Í fyrsta lagi birti ég ekki athugasemdir þar sem einhverju er brigslað að öðru fólki. Það má vandræðast við mig en ekki annað fólk. Í öðru lagi þá birti ég ekki færslur sem eru langlokur mun lengri en færslan mín. Í þriðja lagi birti ég ekki athugasemdir sem eru lítið eða ekkert viðkomandi efninu. Þó fólk sé ósammála mér og greini frá því í stuttu greinargóðu máli þá birti ég það.

Ég lít svo á Aron að þetta sé vettvangur sem ég kýs tjáningu og viljir t.d. þú koma að annarri skoðun þá hefur þú jafna möguleika til þess og ég og þó ég birti ekki einhverja langloku eða eitthvað sem stangast á við ofangreindar grunnreglur þá takmarkar það ekkert tjáningarfrelsi þitt.

Jón Magnússon, 15.1.2016 kl. 09:23

17 identicon

Sæll Jón

Frá fyrstu kynnum (kosningar upp ur ´80)hef eg haft þá skoðun að það sé meira framboð af þér en eftirspurn. Að mínu viti eru skoðanir þínar þröngar og mest í anda "kristilegrar íhaldssemi" frekar en frjálslyndis.

Þú og Halldór eigið vel saman.

Kv. Sveinbjörn

Sveinbjörn Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 13:04

18 Smámynd: Óskar

bráskemmtileg fyrsta athugasemdin hér.  Þegar rasisti segir að einhver sé rasisti þá er það örugglega rétt hjá honum!!!  Held reyndar að Jón hafi misskilið Halldór hrapalega, Halldór var auðvitað að hrósa Jóni fyrir að vera rasisti! Enda, afhverju að skammast sín fyrir löngu augljósa staðreynd?

Óskar, 15.1.2016 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband