Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenning

Hvað er fjölmenning? Eitthvað sem er gott? Eitthvað sem færir fólk saman og býr til betri heim, upplýstari og ríkari að menningu og góðmennsku? Í orðræðu þeirra sem nota þetta óljósa hugtak, þá virðist oft, sem fólk trúi því að fjölmenning sé af hinum góða og muni færa þróuðum ríkjum mikla blessun. Þessi huglæga þráhyggja án vitrænnar skilgreiningar hefur heltekið marga oftast á fölskum forsendum.

Ísland hefur alltaf verið fjölmenningarland í þeim skilningi að við höfum lært um siði, menningu og sögu fjarlægra þjóða og tileinkað okkur hugmyndir til framróunar í verkmenningu, listum og lögum. Við lærðum um sögu Grikklands og Róm og baráttu Voltaire og annarra heimspekinga fyrir almennum lýðréttindum. Saga Evrópu er saga fjölmenningar. Þjóðirnar lærðu hver af annarri og tóku upp það besta í lögum, hugmyndafræði og verkmenningu annarra þjóða. Fræðsla um fjarlæg lönd og menningu fór fram í skólastofum og margir heilluðust af ýmsu, sem leiddi til þess að þeir hinir sömu lögðu lönd og álfur undir farartæki og hemisóttu framandi þjóðir og kynntu sér framandi menningu og miðluðu síðan af reynslu sinni.

Sú fjölmenning sem hér er lýst er allt annað en hugtakið fjölmenning þýðir nú. Í dag byggir fjölmenning vinstri elítunar og íslömsku yfirráðahyggjunar á því að menning og gildismat nýrra minnihlutahópa sé sambærileg menningu og gildismati meirihlutans. Það þýðir að meirihlutinn getur ekki búist við því eða vænst þess að minnihlutahópurinn taki tillit til menningar meirihlutans. Það felur um leið í sér að meirihlutinn verður að þola afstöðu og gjörðir, sem meiri hlutinn hafnar eins og í tilviki Evrópu í dag hvað varðar múslima. Fjölmenningarhugmyndin í dag segir að lítilsvirðing múslima og ofbeldi gagnvart konum og virðingarleysi fyrir þeim sem aðhyllast aðrar trúarskoðanir, sé hluti fjölmenningarinnar, sem okkur beri að láta afskiptalausa. Þeir sem leyfa sér að hafa aðra skoðun eða menningu minnihlutahópsins eru sakaðir um rasisma eða hatursumræðu. Í tímans rás hefur þessi fjölmenningarhugmynd lamað skynsamlegar umræður um innflytjendamál. Þessi skilgreining fjölmenningar og vígorðið sem þetta hugtak er orðið í dag, er fjandsamlegt þjóðlegri menningu og þjóðlegum gildum.

Við sem höfnum þessari fjölmenningar skilgreiningu teljum nauðsynlegt að það sé sameiginleg menning, sem er í menntakerfinu, vinnureglum og velferðarkerfi og framkvæmd laga. Það er ekki til að refsa fólki sem er í minnihluta, heldur til að tryggja að allir geti tekið fullkominn þátt í þjóðfélaginu og séu jafnir fyrir lögunum.

Fjölmenningartrúboðum nútímans annaðhvort sést yfir þá staðreynd eða vilja ekki viðurkenna að það er stór hópur af velmenntuðu fólki sem aðhyllist Íslam og er ákveðið að troða því frumstæðasta sem þar er að finna fyrst upp á aðra múslima og síðan ef þeir geta upp á samfélagið allt. Að hafna þeirri fjölmenningu er ekki rasismi heldur heilbrigð skynsemi.

Afsökunin fyrir því að gera ekki neitt er óskin um að fá að lifa í friði óáreittur. En lífið er barátta og hver tími býður upp á ný tækifæri og nýjar ógnir. Fólk verður að vera reiðubúið til að bregðast við hvoru tveggja af einurð og skynsemi ef vel á að fara.  Nú steðjar að ógn nýrrar heildarhyggju, Íslamismans, sem verður að bregðast við. Það er áskorun sem við stöndum frammi fyrir.

Við erum rík þjóð, sem hefur tekið og tekur vel á móti fólki af mismunandi trúarbrögðum. Við erum öll jöfn fyrir lögunum og lögin verða að taka á öllum með sama hætti. Íslenskur borgari sem hvetur til glæpa eða fremur þá, á að þola refsingu án þess að trú hans eða uppruni skipti máli. Sérhvern Íslending sem reynir að grafa undan íslenska ríkinu og íslenskri þjóðmenningu ætti að ákæra fyrir landráð. Við getum ekki eftirlátið fólki að fara eftir þeim lögum sem því hentar og brjóta önnur, til að þjóna furðuhugtakinu "fjölmenning". Við bjóðum fólki úr öðru menningarlegu umhverfi velkomið til landsins, en við krefjumst þess að það aðlagist samfélaginu og fari að lögum okkar og siðum.

Góð fjölmenning er allt annað en það inntak sem lagt er í orðið fjölmenning í dag. Góð fjölmenning er sú að kynna sér menningu og siði annarra og nýta eftir föngum. Sú fjölmenning sem grefur undan siðum og reglum þjóðfélags okkar eins og fjölmenningarpostular opinberrar umræðu á ljósvaka- og öðrum fjölmiðlum boða, er fjölmenning sem leiðir til menningarlegrar uppgjafar íslensku þjóðarinnar. Þá mun þjóðin týna tungu sinni og menningu. Eru gælur við hugtakið fjölmenningu á forsendum minnihlutahópa þess virði að við glötum íslenskri þjóðmenningu og kristilegum gildum?

Grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 14.1.2016.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Þessi grein ætti frekar að bera yfirskriftina strámenning.

Eða veistu eitt einasta dæmi þess að meintir fjölmenningarpostular hafi boðað fjölmenningu sem "grefur undan siðum og reglum þjóðfélags okkar"??

Einar Karl, 15.1.2016 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hafa engir verið að gera kröfu til þess að horft sé framhjá glæðpum innflytjenda eða hælisleitenda í nafni fjölmenningar. Að halda slíku fram er hreinn útrúrsnúningur á orðum þeirra sem hafa gagnrýnt hatursorðrlðu í garð múslima, innflytennda og hælisleytenda.

Það sem þeir hópar hafa verið að gagnrýna er sú alhæfing um allan hópin út frá hegðun lítils hluta hans sem er því miður farið að tröllríða umræðunni í dag. Það er meira að segja veri að dreifa fölsuðum fréttum og fölsuðum myndum um þennan hóp.

Það sem verið er að gagnrýna er ril dæmis sú hugmynd að það eigi ekki að hjálpa fólki sem er að flýja stríðsástand vegna þess að örlítið brot úr prómilli af hópnum hegðaið sér illa á gamlárskvöld. Það er einnig verið að gagnrýna það þegar því er renglega haldið fram að koma þessa fólks til Evrópu leiði til aukinnar glæpatíðni þegar tölur sem eru til um þetta eins og í Þýskalandi sýna að glæpatíðni flóttamanna er lægri en hjá innfæddum.

Það eru þessar röngu fullyrðingar sem lama umræðuna en ekki sú réttmæta gagnrýni sem þær hljóta.

Sigurður M Grétarsson, 15.1.2016 kl. 11:46

3 identicon

Frábær greining hjá þér sem endranær. Ég oft spurt marga sem eru að fegra þessa fjölmenningu í dag, hvaða menning Islam sé að boða í þessum svo kölluðum "Culture centerum". Allstaðar þar sem ég verið og unnið í þeim löndum sem Islam ræður ríkjum, er engin menning. Bara afturför til miðalda. Öllum haldið niðri sem vilja mennta sig og þá sérstaklega kvenfólki, örbyrgð, vonleysi,hræðsla og fátækt.Það er undantekning ef þú sérð fólk brosa. Er þetta sem GGF vill fá hingað þrátt fyrir óteljandi staðreyndir á norðulöndum hversu hrapalega þetta hefur mistekist. Svíþjóð í dag er orðin ein stæðsta ruslakista þessarar ómenningar sem Islam býður uppá. Hommar og lesbíur skulu drepin, þjófar handahöggvnir,kona sem kærir nauðgun sett í fangelsi fyrir lygar, kona sem heldur fram hjá grýtt til dauða, ef þú gengur af trúnni má næsti múslimi drepa þig og þetta er bara smá sýnishorn. Svo að lokum, þá finnst mér alveg stórfurðulegt að feministar eða samtökin 78, skuli ekki vera búin að rísa upp og mótmæa þessari komu til Íslands, sérstaklega í ljósi þess að Islam er þeirra mesti óvinur.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 12:05

4 identicon

Sæll Jón, mér finnst þú vera að blanda saman tveimur hlutum, þ.e fjölmenningu eins og við þekkjum hana best(fjöldin allur af Filippseyingum, Thailandi, póllandi og mörgum öðrum ríkjum hafa aðlagast vel hér á landi og oftar en ekki vinna lálaunastörf sem Íslendingar líta ekki við) og svo hryðjuverkahópa sem reyna að komast í vestræn lönd í þeim eina tilgangi að fremja hryðjuverk.

Það er ekki með nokkru móti hægt að setja alla múslima undir einn hatt og kalla þá öfgamenn, sjálfur hef ég unnið með mörgum múslimum sem eru undantekningalaust frjálslindir en iðka sýna trú og vilja hvergi annarstaðar vera en á íslandi.

Það er auðvitað til Íslamstrúar fólk sem vill ekki aðlaga sig að því ríki sem það flytur til, en þá verðum við að passa það að svo lengi sem fólk brýtur ekki lög og fari eftir þeim siðum og reglum sem hér gilda að þá njóti það sannmælis og við Íslendingar verðum líka að passa það að vera sanngjörn, hvernig t.d högum við Íslendingar okkur erlendis..?, viljum við ekki halda í okkar hefðir og venjur sem eru nú ekki alltaf til eftirbreytni..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.1.2016 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 4083
  • Frá upphafi: 2426927

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 3792
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband