Leita í fréttum mbl.is

Berufsverbot (Atvinnubann)

Sú var tíðin að vinstri menn fóru hamförum yfir því sem kallað var Berufsverbot sem beita átti í Þýskalandi gagnvart fólki með óæskilegar skoðanir að mati valdhafa. Við frjálslyndir hægri menn vorum þeim heldur betur sammála og tókum upp baráttuna gegn þessum ófögnuði á grundvelli tjáningarfrelsisins.

Nú er öldin önnur og vinstra fólkið hefur fjarlægst fyrri stefnumál um að fólk fái að segja það sem það vill án þess að eiga atvinnumissi á hættu. Í dag voru  borgarstarfsmenn skammaðir og áminntir af skoðanalögreglu Dags B. Eggertssonar og félaga vegna skoðana sinna.

Hugsið ykkur. Við búum í þjóðfélagi þar sem þessi vinnuveitandi Reykjavíkurborg hefur fólk á launum við að fylgjast með því sem starfsfólk borgarinnar er að gera í frítíma sínum. Sams konar starfshættir og leyniþjónusta Stalíns og Hitlers, KGB og Gestapo viðhöfðu á sínum tíma.

Fólki ber að gæta hófs í orðavali og framsetningu en það er óásættanlegt að takmarka tjáningarfrelsið umfram það sem stjórnarskrá og hegningarlög kveða á um. Þetta atferli vinstri stjórnar Reykjavíkur að standa í persónunjósnum að næturþeli er óásættanlegt brot á mannréttindum starfsmanna Reykjavíkur.

Hvað ætlar vinstri meiri hlutinn síðan að gera? Reka þá sem tjá skoðanir sem vinstra liðinu er ekki að skapi. Er það ekki "berufsverbot" eða atvinnubann? Hvað með það ef aðrir taka við sem telja aðrar skoðanir óæskilegar á þá að reka annan hóp starfsfólks?

Það er óhæfa og á ekki að líðast að starfsfólki sé ógnað vegna þess að það hefur skoðanir og tjáir þær. Það eru fasísk og/eða kommúnísk lögregluríki sem njósna um hvað starfsfólkið er að gera í frítíma sínum og  hóta fólki uppsögn vegna skoðana sinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott innlegg og nauðsynlegt. Svona mál verður til lykta leitt nú í febrúar. Þá kveður Hæstiréttur úr um hvort Akureyri hafi þennan rétt að beita "Berufsverbot"!

snorri (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 01:07

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Finnst þér óeðlilegt að borgin taka í því þegar starfsmenn hennar taka þátt í verknaði sem er lögbrot veldur mörgum óþægingum jafnvel ótta? Finndist þér til dæmis að borgin ætti ekki að gera neitt ef starsmaður hjá henni sé að dreifa gyðinghati á samfélagsmiðlum? Löglegla hér á landi er að taka á þessu eftir fyrirmæli frá ríkissaksóknara enda um alvarlegt brot að ræða með tilliti til mögulegra afleiðinga þess.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/22/vita_litid_um_hatursglaepi_a_islandi/

Sigurður M Grétarsson, 22.1.2016 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband