Leita í fréttum mbl.is

Afturhvarf til fortíðar

Vinstri grænir hafa endurfundið pólitískan tilgang. Tilkynning um að Bandaríkjaher hyggðist lagfæra flugskýli og aðgengi að því, kom sem himnasending og mun ef til vill framlengja lífdaga þessa flokks sem um nokkurt skeið hefur verið án takmarks eða tilgagns og nálgast bjórstyrkleika í skoðanakönnunum. 

Þingmenn Vinstri grænna kröfðust fundar í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða þau válegu tíðindi að nú yrði Ísland dregið inn í hernaðarátök, en slíkri ósvinnu mátti ekki láta ómótmælt. Þingmenn VG komu því á framfæri mótmælum, í formi langrullu nokkurar, sem þeir fundu á skrifstofu VG. Allt í anda kalda stríðsins sáluga, sem talið er að hafi lokið árið 1989 annarsstaðar en hjá þingliði Vinstri grænna.

Þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Birgitta Jónsdóttir Pírati geta á ný marsérað hönd í hönd í mótmælum gegn hernaðarbrölti, þó engin sé herstöðin. Þær geta þá í þessu afturhvarfi sínu til fortíðar raulað ljóð Böðvars Guðmundssonar  hirðskálds herstöðvaandstæðinga á ofanverðri síðustu öld þar sem m.a. segir 

"þá bjargast hin íslenska alþýðupíka því amríski herinn mun vernd ana líka. Ó hó aldrei að víkja"

Þetta var sungið meðan járntjaldið var enn við lýði og kommúnistar þeirra tíma þekktu sitt pólitíska hlutverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er nú það. Ekki má gleyma Steinunni Þóru Árnadóttur, en eins og kunnugt er, þá er eiginmaður hennar Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður þess félagsskapar, sem einu sinni kallaðist Félag Hernaðarandstæðinga, og heitir kannske enn. A.m.k. getur hann nú breytt nafninu aftur í upprunalega nafnið, ef Kaninn er að snúa aftur á Miðnesheiði, og skipulagt göngur þangað til að mótmæla því arna. Sjálfsagt vilja þau fá sem gleggstar upplýsingar um málið til þess að geta ákveðið, hvað gera skuli í framhaldinu. Sjálfri finnst mér þetta vera hið besta mál, ef Kaninn ætlar að hafa flugvélar viðvarandi hérna. Ekki veitir af á þessum viðsjárverðu tímum, sem við lifum núna.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2016 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband