Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldissambandið.

Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segist vera í ofbeldissambandi í flokki sínum. Eftir því sem skinið hefur betur í gegn um innmúraða veggi og dyr flokks Pírata, kemur í ljós að meintur ofbeldisaðili er Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, sem virðist vera "freki karlinn" í sambandinu svo notuð séu orð Jóns Gnarr.

Ekki er ljóst hvort Jón Ólafsson fyrrum þingmaður Pírata varð svo þrekaður af ofbeldissambandinu, að hann sá þann kost vænstan að segja af sér þingmennsku og fara frekar í malbikið og stöðumælavörðinn.Virkasta leiðin er,að yfirgefa ofbeldisaðilann.

Það er líka þekkt, að gefa ofbeldismanninum tækifæri til að bæta ráð sitt. Það virðist þó ekki vera á döfinni hjá Pírötum. Þvert á móti mælir siðgæðisvörður Pírata með því að ofbeldisvandanum sé sópað undir teppið. Alla vega verði ekki rætt um það eða obeldisaðilinn látinn sæta viðurlögum.  Gegn þessari leið mæla flestir sem þekkingu hafa og telja að þá muni ofbeldisaðilinn ná sínu fram og færast í aukanna.

Í dag mátti síðan sjá að sú þróun virðist vera að gerast miðað við ummæli Birgittu Pírata í Kjarnanum og sagði þá einhver "Heggur sá sem hlífa skyldi" Spurning er þá hvað siðgæðisvörður Pírata segir nú eftir að hafa beðið fólk að tala ekki um þetta nema við sig og halda þessu leyndu fyrir almenningi þvert á boðun Pírata um opna umræðu og gagnsæja stjórnsýslu og stjórnun.

Á enn að sussa á þá sem kvarta undir heimilisofbeldinu á fleyinu eða mæta ofbeldinu með þeim hætti sem talinn er virkastur og raunar nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að aðrir verði einnig fyrir barðinu á því? Þannig er það alla vega í fræðnum og það veit siðgæðisvörðurinn mætavel þó hann kjósi allt aðra leið í orði og borði þegar liggur við þjóðarsómi eða hvað annað gæti réttlætt áframhaldandi ofbeldi? Ef það er þá eitthvað sem réttlætir það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki man ég hvað flokkurinn hét sem Birgitta var í ásamt Þór Saari o.fl. en hitt man ég, að þar þurfti að fá sálfræðing til að tala á milli fólks.

Var það líka ofbeldissamband?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2016 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 635
  • Sl. sólarhring: 673
  • Sl. viku: 5574
  • Frá upphafi: 2426208

Annað

  • Innlit í dag: 589
  • Innlit sl. viku: 5143
  • Gestir í dag: 559
  • IP-tölur í dag: 530

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband