Leita í fréttum mbl.is

Grínið og hatursumræðan

Í gær birti Fréttablaðið "grínmynd" af Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni mitt í hópi kuflklæddra KuKluxKlan manna. Hvað hafði Ásmundur til unnið til að öðlast þessa vafasömu upphefð. Hann hafi hvatt til þess að fram færu málefnalegar umræður um flóttamannavandamálið og ólöglega hælisleitendur.

Í Fréttablaðinu fyrir borgarstjórnarkosningar var frambjóðandi Framsóknarflokksins í fyrsta sæti sett í KuKluxKlan búning.Hvað hafði hún til unnið til að öðlast þá vafasömu upphefði. Hún hafði hvatt til umræðu og endurupptöku lóðaúthlutunar fyrir Mosku í Reykjavík

Stefna Fréttablaðsins í málefnum erlends aðkomufólks er ljós. Blaðið vill opin landamæri og skopteiknarinn teiknar í samræmi við það og leiðarar blaðsins og fastir pennar eru valdir í samræmi við þá skoðun útgefenda blaðsins.

Þessi skopmynd segir því miður þá sorglegu sögu að fjölmiðlaelítan og vinstri sinnaða háskólaelítan er ekki tilbúin til að samþykkja hlutlægar umræður um innflytjendamál. Hver sá sem um það fjallar og krefst þess, að hertar reglur varðandi ólöglega innflytjendur og flóttamenn, sem ekki eru flóttamenn og uppfylla ekki skilyrði samþykkta Sameinuðu þjóðanna um málið, taki gildi skal skotinn á færi - ekki með málefnalegri umræðu af því að þá mundi þessar elítur tapa umræðunni, heldur með háði, spotti og hatursummælum.

Skyldi lögregluforinginn sem á að fylgjast með hatursglæpum hafa skoðað þetta?

Óneitanlega var síðan eftirtektarvert að sjá að jafnvel á vefsvæðinu vísir.is þrátt fyrir einhliða áróður Fréttablaðsins og blaðamanna vísir.is, fyrir opnum landamærum tóku tæp 80% þeirra sem tjáðu sig afstöðu með hertum reglum um innflytjenda- og flóttamannamál. Það sýnir betur en mörg orð að fjölmiðlaelítan og vinstri sinnaða háskólaelítan er orðin viðskila við fólkið í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil taka upp franska kosningakerfið hér á landi þar sem að FORSETI ÍSLANDS yrði kosinn sem pólitískur  forseti.

Hann myndi leggja af stað með stefnu í þessu máli eins og í öllum öðrum málum og yrði að standa eða að falla með sínum skoðunum.

Ég vil leggja niður það hefðbundna flokkakerfi sem að nú er.

Jón Þórhallsson, 6.3.2016 kl. 14:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verðugur ertu hróss fyrir þessa verðugu grein þína, nafni, og hafðu þakkir fyrir hvort tveggja: að verja þá einstaklinga, sem að ósekju var smurt á ljótum áburði, og að benda á hina útbreiddu afstöðu meðal almennings, sem tekur undir með varygðar-ábendingum þessara ábyrgðarfullu einstaklinga.

Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 6.3.2016 kl. 14:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má lika með sanni segja að fokið sé í flest skjól hjá Vísi þegar sjálfur strigakjafturinn Jónas Kristjánsson er farinn að tala gegn múslimum og opnum æandamærum og það talsvert meira óheflað og politicly incorrect en Ásmundur er vændur um.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2016 kl. 15:18

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hvar á Moska Shíta að vera.

Reykjavíkurborg virðist ætla að leyfa Súnítum að byggja Mosku í Reykjavík.

Þá ætlar Reykjavíkur borg trúlega ekki að mismuna Shítum, og þá fá Shítar sína lóð líka.

Venjulega kaupa eigendur Moskanna Shítar og Súnítar landið  og eignirnar í kring um Moskurnar, einhverja kílómetra radíus, og lýsa þar yfir Sharía lögum.

Nú hafa Súnítar og Shítar verið í stórstríði í 1400 ár.

Þá verðum við að ákveða hvar landamærin eiga að liggja á milli trúfélagana, þessara stríðandi fylkinga?

Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið verið að fjalla um að lýsa yfir að Súnítar séu að fremja þjóðarmorð á Yazids, Kristnum og fleiri aðilum í Miðausturlöndum.

USA, Ríkistjórn Óbama hefur lýst yfir að ennþá vilji hún ekki kalla þetta þjóðarmorð.

Hefur verið hugsað fyrir því hvað við eigum að gera til að lenda ekki inn í þessi ósköp, þessa endalausu baráttu.

Baráttan eftir að Islam varð til í Sadi-Arabíu, Múhamed dó 08.06.632 og frá árinu 600 hafur verið stanslaus útþenslustefna til dagsins í dag.

Flestir þarna í Miðausturlöndum voru búnar að taka upp Kristna trú þótt Rómverjar reyndu koma í veg fyrir það með mikilli grimmd.

Þarna komu stríðsmenn Islam og lögðu undir sig lönd Kristnu íbúanna og yfir aldirnar fóru herir þeirra vestur eftir Afríku norðanverðri og yfir á Spán og inní Frakkland.

Norðan við Miðjarðarhafið náðu herir Islam sem fóru í yfir Irak, Sýrland, Tyrkland, og yfir Bosporussund til Grikklands og upp Balkanskagann og í átt til Vínar í Austurríki.

Það tókst að hrekja Islam frá Frakklandi og Spáni.

Einnig tókst að hrekja Islam Niður Balkanskagann og að núverandi austur landamærum Grikklands.

Í þessum stríðum, fórst fólkið í hrönnum.

Til dæmis Drápu Tyrkir 1,5 miljónir Armena (Armenskar tölur)fyrir 100 árum.

Olíustríðin, á vegum stórfyrirtækjanna þarf að skoða betur.

Síðustu öldina hafa fundist miklar olíulindir í Miðausturlöndum.

Með olíu peningum hefur Islam getað keypt mörg stærstu fyrirtæki heimsins.

Þessi stærstu fyrirtæki heimsins, stjórna heiminum í gegn um til dæmis samtökin, New World Order.

Ég verð að hlaupa, en af hverju erum við að draga þessa baráttu inn í landið okkar Ísland?

Egilsstaðir, 07.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Úreltir siðir og misskilningur

Jónas Gunnlaugsson, 7.3.2016 kl. 07:51

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er nákvæmara að setningin sé svona:

Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið verið að fjalla um að lýsa yfir að ISIS sem eru Súnítar séu að fremja þjóðarmorð á Yazids, Kristnum og fleiri aðilum í Miðausturlöndum.

Jónas Gunnlaugsson, 7.3.2016 kl. 09:40

6 identicon

Það sem hægt er að segja með sanni um stöðu innflytjendamála á Íslandi er að hún er áratugum á eftir því sem allmennt gerist í mörgum löndum ESB. Sem dæmi má segja að staðan hér á landi gæti verið eins og hún var í Svíþjóð á áttunda eða níunda áratugnum, hvað varðar hlutfallstölur í fjölda innfæddra og innfluttra. Með öðrum orðum við höfum kanski allt að 40 ára reynslu að taka mið af frá Svíþjóð. Nú held ég að allir ættu að geta verið sammála um að allsstaðar þar sem viti bornir menn fara með stjórn og til stendur að starta upp einhverju sem vel þekkt er annarsstaðar þá hafi menn reynslu annara úr sama málaflokki að leiðarljósi og forðist mistökin sem þá þegar hafi verið gerð. Slíkt hefur hingað til kallast common sense. Aftur á móti er svo auðvitað hægt að benda á dæmi um hið gagnstæða hafi gerst og ekki tekið mið af gefinni reynslu í sögunni. Menn geta sem dæmi bent á að vegna pólitískra tengsla út í viðskiptalífið þá hafi verið keyptar gagnslausar græjur eða eitthvað slíkt. En atburði af því taginu ef sem komist hafa í sviðsljósið hafa menn heldur ekki verið feimnir við að kalla réttum nöfnum,, það er spilling. Að því gefnu að við köllum það spillingu þegar fámenn klíka keyrir í gegn hluti sem fara gegn allmanna hagsmumum og gefinni slæmri reynslu annara, þá er erfitt að sjá annað en vinstri álitsgjafa  og fjölmiðla elítan sé að gera sig seka um stæstu spillingu sem Ísland hefur séð. Kanski er spilling ekki heldur rétta orðið. Kanski landráð væri nær sannleikanum. Nú þurfa menn allmennt að fara að láta í sér heyra og segja PC heykvísla fasisma fjórða valdsins stríþð á hendur. Ekki láta fámenna og háværa álitsgjafa elítu þvinga þjóðina í leiðangur sem aðrar ESB þjóðir óska að þær hefðu aldrei farið í. Tölum tæpitungulaust. If you see something then f.... say something.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 7.3.2016 kl. 15:34

7 Smámynd: Jón Magnússon

Jónas Gunnlaugsson og Ragnar Thorisson. Ég set yfirleitt ekki inn athugsemdir sem eru lengri en færslan. Endilega reynið að stytta. Það hefur ekkert með að gera efni athugasemdanna. Ég er sammála ykkur og tel þetta góð innlegg. En hafið þetta í huga. Ég er að fá endalaustar langlokur við sumar færslur og varð að setja þessi mörk.

Jón Magnússon, 7.3.2016 kl. 16:42

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Ásmundur vill MÁLEFNALEGA umræðu um flóttamannamálin en það er einmitt það sem Góða Fólkið og Rétttrúnaðarliðið vill alls ekki og Vísir hefur verið dyggur styrktaraðili og málpípa Góða Fólksins.

Jóhann Elíasson, 8.3.2016 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1123
  • Sl. sólarhring: 1585
  • Sl. viku: 6265
  • Frá upphafi: 2470649

Annað

  • Innlit í dag: 1051
  • Innlit sl. viku: 5759
  • Gestir í dag: 1018
  • IP-tölur í dag: 989

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband