8.3.2016 | 22:49
Ber Reykjavíkurborg enga ábyrgð á ónýtum götum í borginni?
Leiðari Fréttablaðsins er oft athyglisverður einkum þar sem fyrrum borgarstjóri Jón Gnarr er í fleti fyrir aftan ritstjórana í stjórnunarstöðu á 365 miðlum.
Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um hryllilegt ástand gatna í borginni, ástand sem aldrei hefur verið verra og kemst leiðarahöfundur að þeirri niðurstöðu að um sé að kenna eftirfarandi atriðum fyrst og fremst: 1.Nagladekk 2.Veðrið 3. Ferðamenn 4.Ríkið.
Nagladekk hafa verið við lýði í áratugi í Reykjavík og veðrið hefur iðulega verið ámóta erfitt fyrir göturnar. Þá verður ekki séð að ferðamennirnir spæni upp götur eða hvernig á að skýra bágt ástand gatna þar sem engin tengdur ferðamönnum fer um. Þá telur leiðarahöfundur að ríkið forgangsraði með röngum hætti og Vegagerðin standi sig ekki sem veghaldari.
Til að kóróna þessa makalausu ritsmíð leiðarahöfundar er tíundað að borgin hafi lagt aukið fé til viðgerðar gatna í borginni.
Niðurstaða leiðarahöfundar er því sú að þeir fjórir þættir sem fyrr eru nefndir séu orsakavaldur en stjórnendur Reykjavíkur hafi hins vegar staðið sig einstaklega vel.
Eitt sinn var borgartjóri í Reykjavík, sem hét Geir Hallgrímsson síðar formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann setti fram þá stefnu að malbika skyldi allar götur í Reykjavík. Vinstri menn hæddust að þessu og töluðu um ómerkilegt áróðursbragð því þetta væri ekki hægt. Vissulega hefðu þeir ekki getað gert það, en í borgarstjóratíð Geirs Hallgrímssonar laust eftir miðja síðustu öld urðu vegir í Reykjavík malbikaðir og greiðfærir.
Um sama leitið og vegir í Reykjavík urðu greiðfærir og malbikaðir var Gambíu veitt sjálfstæði frá Bretum. Til voru nokkrir vegir í Gambíu sem Bretar höfðu malbikað. Síðan leið hálf öld og þeir sem koma til Gambíu gætu allt eins haldið að þeir væru að aka Hverfisgötuna í Reykjavík vegna þess að á malbikuðu vegunum í Gambíu eru álíka mörg göt í malbikinu og á Hverfisgötunni í miðbæ Reykjavíkur. Götin á götunum í Gambíu eru vegna þess að viðhald skortir. Það sama gildir í Reykjavík og gerði alla borgarstjóratíð Jóns Gnarr og nú Dags B.Eggertssonar og af sömu ástæðu eru göt á götum í Reykjavík og í Gambíu.
Í stað þess metnaðar og framsýni sem Geir Hallgrímsson sýndi og síðar Davíð Oddsson hafa setið við stjórnvölinn borgarstjórar sem hafa áhuga á að gera allt annað við göturnar í Reykjavík, en gera þær greiðfærar. Aldrei hefur það verið verra en síðustu tvö kjörtímabil.
En það er náttúrulega ferðamönnunum, veðrinu, nagladekkjunum og ríkinu að kenna en ekki borgarstjóranum núverandi eða fyrrverandi eftir því sem leiðari Fréttablaðsins segir.
Sjálfur Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers hefði ekki getað gert betur en leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag við að afvegaleiða umræðuna og afsaka þá sem ábyrgð bera á Holuhrauninu í Reykjavík.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Samgöngur, Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 38
- Sl. sólarhring: 1320
- Sl. viku: 4496
- Frá upphafi: 2466708
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 4177
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það varst nú þú sjálfur sem úrskurðaðir mér í óhag þegar ég skaut máli mínu gegn Reykjavíkurborg til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Bíllinn hjá okkur gereyðilagðist vegna vanræksu starfsmanna Reykjavíkurborgar við götu eina í Reykjavík. Í ofánalag þurfti ökumaður að leita til bráðamóttöku LSH vegna áverka. Svo ekki voga þér að hlaupa fram á völlinn og skamma borgarstjóra, þegar þú sjálfur hefur ekki innyfli til að bregðast við og aðstoða almenning gegn svona hrópandi óréttlæti.
Elías (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 00:32
Fréttablaðið er ekki merkilegur "fjölmiðill". Innanbúðar sitja handbendi óáreiðanlegra gosþambara, sem virðast hafa tekið að sér að mæra núverandi borgarstjórnarmeirihluta um flest, þó allur almenningur sjái hvurslags dómadagsbjálfar sitja að völdum. Ráðandi borgarstjórn Reykjavíkur er samanseett af tómum bjálfum, ef einungis gatnakerfið er tekið fyrir. Fyrir utan delluna í nánast öllu sem þetta "samráðshópslið" tekur sér fýrir hendur og hvolfir yfir borgarbúa, er varla heil brú í nokkrum hlut lengur hjá þessu ólánsliði. Borgarstjórinn útmálaður trúður og yfirleitt eins og illa undirbúinn bjálfi i flestum viðtölum, hvort heldur um er rætt gúmmí á sparkvöllum, eða holur í götum borgarinnar. Svo aumur er karlinn sá orðinn að hann hikar ekki við að neita að svara, en bendir þess í stað á undirmenn sína og lætur þá taka hitann af reiði almennings. Aumasta stjórnvald sem finnst. Gunguháttur. Reykjavíkurborg og sjóðir hennar eru tómir. Borgarsjóður tapar yfir einni milljón á klukkutíma! Allt árið um kring, undir hlandleiðslu þessara bjálfa. Segi og skrifa "hlandleiðslu". Er virkilega ekkert í sveitarstjórnarlögum, sem veitt getur langþreyttum borgarbúum vopn í hendur, til að losna við svona bjálfa? Hvað þá tæki við, ef tækist, er erfitt að segja til um, þar sem sennilega hefur aldrei í sögu borgarinnar, setið annað eins liðleskjulið í andstöðunni. Það fólk má alveg skoða sinn innri rann og íhuga hvort kraftar þeirra væru ekki betur komnir einhvers staðar annars staðar.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 9.3.2016 kl. 00:58
Enn einn makalaus leiðari Fréttablaðsins, helsta málgagni vinstri anarkista á eftir sjálfu RÚV.
Það vantaði bara að kenna sjálfum bílnum og ökumönnunum um ónýtt ástand gatnakerfis borgarinnar.
Svo er ég líka hissa á að þeir skríbentar Frbl. skuli ekki líka hafa fundið það út að helsta ástæðan fyrir ónýtu viðhald gatnanna í Reykjavík sé sú að aðildarviðræðunum við ESB hafi verið hætt !
Gunnlaugur I., 9.3.2016 kl. 03:11
Elías af skiljanlegum ástæðum vil ég ekki fjalla um þitt mál á opinberum vettvangi en bendi þér á að hringja í mig í síma 8980523 varðandi niðurstöðu Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem þú vísar til. Sú afstaða sem þar var niðurstaðan varðaði ekki viðhald gatna almennt heldur ákveðið tilvik og sönnun. En með mikilli ánægju mundi ég vilja heyra í þér Elías og ræða við þig um þetta mál. Kveðja,
Jón Magnússon, 9.3.2016 kl. 09:54
Mér finnst nú lítið til um þennan Fréttablaðsbleðil eða það, sem stendur í honum, eins og blaðamennskan er þar á bæ. Varðandi götur borgarinnar, þá er viðhaldið á þeim til háborinnar skammar vægast sagt. Þær sýna best, hvernig forgangasröðunin er hjá ráðhúskrökkunum, sem þykjast vera að stjórna borginn, og að það er meira en kominn tími til að fara að skipta um stjórnendur í borginni og fá eitthvað vitibornara og ábyrgðarfyllra fólk í stjórn heldur en við höfum orðið að búa við til þessa. Það er meira hugsað um að þrengja götur og skemmta sér heldur en að laga það, sem aflaga hefur farið. Hvorki bílar, reiðhjól né gangandi geta farið um göturnar, eins og þær eru. Það kemur líka niður á götum og gangstéttum, þegar þær eru ekki almennilega hreinsaðar og allt látið dankast í þeim efnum. Þessir krakkar í Ráhúsinu hafa engan áhuga á þvílíku. Þeir vilja bara gera það, sem er gaman að gera og skemmtir fólki. Það eru allir búnir að fá sig löngu fullsadda af þessu liði þarna og finnst kominn tími til að fá nýja ráðamenn. Auðvitað söknum við gömlu góðu borgarstjóranna, sem létu sig miklu varða um velferð borgarinnar ekki síður en íbúanna, eins og góðir borgarstjórar eiga að gera. Mér finnst annars furðulegt, að ráðhúskrakkarnir skuli geta boðið ferðamönnum upp á að sjá göturnar svona illa farnar, því að þetta er nú ekki beinlínis góð auglýsing fyrir borgina okkar. Við ættum að spyrja þessa krakka að því, hvort þau myndu vilja bjóða gestum heim til sín, ef ástandið á gólfunum þar væri, eins og er á götunum, og annað væri eftir því, eins og mér finnst vera yfirleitt hér í borg. Það væri gaman að vita, hvernig svörin hjá þeim yrðu, því að þá gætum við spurt aftur, hvort þeim finnist það vera forsvaranlegt að láta útlenda ferðamenn horfa upp á þessi ósköp á götunum og aka eftir þeim svona á bílaleigubílunum, eða þá ganga eftir gangastéttunum, sem eru sumar lélegar líka. Ætli yrði ekki fátt um svör? Það þýðir líka lítið að röfla þetta um þéttingu byggðar, ef ekkert er gert í viðhaldi gatna. Þetta lið er svo að tala um, að það vanti fleiri peninga til þessa, - en spurningin er, hvort þeir peningar færu ekki í allt annað skemmtilegra og áhugaverðara að þeirra dómi en viðhaldið, ef þeir fengju peninga til verksins. Mig grunar, að svo mundi fara. Nei, það er hreinasta hörmung að horfa upp á þetta. Það segi ég satt. Við skulum bara vona, að vitibornara fólk komist til valda eftir næstu kosningar. Mál er að linni þessu hörmungaráststandi, sem hefur viðhaldist hérna alltof lengi, og allir eru orðnir löngu fullsaddir á.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 10:42
Það er ósköp einföld ástæða fyrir því að götur á höfuðborgarsvæðinu (hvort sem þær eru á forræði sveitarfélaganna eða ríkisins) eru holóttar og lélegar núna. Viðkomandi yfirvöld (líka þar sem Sjálfsæðisflokkurinn er í meirihluta) hafa ákveðið að nota peninginn í annað. Auðvitað er einhver munur á, en allir þessir aðilar hafa sett minni pening í að vihalda götum en þyrfti.
Það er samt kjánalegt að kenna öllu öðru um.
ls (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 12:02
Sæll Jón, þú talar um götótta Hverfisgötu, var ekki verið að taka alla Hverfisgötuna í gegn...??
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.3.2016 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.