Leita í fréttum mbl.is

Kristni-Fordómar-Fjölmenning-Einmenning

Upprisuhátíðin fer í hönd og í tilefni þess setti vinsæll verslunareigandi,Asad Shah,sem er múslimi 40 ára að aldri og fæddur í Pakistan, eftirfarandi kveðju frá sér á Feisbók.

"Til minnar elskuðu kristnu þjóðar

Föstudagurinn langi og gleðilega upprisuhátíð til minnar elskuðu kristnu þjóðar. Við skulum feta í raunveruleg fótspor okkar elskaða heilaga Jesús Krists og njóta velgengni í báðum heimum."

(Good Friday and a very Happy Easter, to my beloved Christian nation. Let´s follow the real footstep of beloved holy Jesus Christ and get the real success in both world)

Þessi ummæli voru umfram það sem íslamistarnir gátu þolað.  Ráðist var á Asad Shah og hann drepinn með því að troða á og sparka í höfuð hans.

Íslamistarnir þola ekki fjölmenningu. Þeir þola ekki að það sé talað vel eða hlýlega um kristni og kristið fólk, eða Búddatrúar, Hindúa o.s.frv.

Menning Íslamistanna er ekki fjölmenning. Hún er einmenning. Undansláttarfólkið sem myndar fimmtu herdeildina innan borgarmúra kristinna samfélaga og ver Íslamistanna með fjölbreyttum hætti, ætti að gaumgæfa það.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Íslamistarnir þola ekki fjölmenningu. "

Ekki frekar en Jón Magnússon.

Matthías Ásgeirsson, 26.3.2016 kl. 18:23

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er einhver meiri háttar misskilningur hjá þér Matthías að ég þoli ekki fjölmenningu. Ísland hefur alltaf verið fjölmenningarland. En ég er á móti fjölmenningu sem byggir á því að skipta fólki upp í hópa og slá af þeim gildum sem við sem þjoð byggjum á. Þeir sem koma hingað sem gestir eða til að flytja hingað verða að aðlaga sig því umhverfi sem þeir koma til en ekki öfugt.

Jón Magnússon, 26.3.2016 kl. 23:08

3 identicon

Ertu að segja Jón að þeir sem sest hafa að hér hafi ekki aðlagast vel?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 26.3.2016 kl. 23:19

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

 Ísland hefur alltaf verið fjölmenningarland. 

Nei, Ísland var afskaplega einsleitt land í þúsund ár.

slá af þeim gildum sem við sem þjoð byggjum á

Hvaða gildi eru það Jón? 

Matthías Ásgeirsson, 27.3.2016 kl. 00:29

5 Smámynd: Jón Magnússon

Sem betur fer hafa flestir aðlagast mjög vel það á einkum við um fólkið sem hefur komið frá gömlu Austur-Evrópu og víðar. En það er tvíbent með suma aðra hópa.

Jón Magnússon, 27.3.2016 kl. 09:49

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ísland hefur alltaf tekið við erlendum menningarstraumum og þvert á það sem fólk ætlaði þá kom í ljós að Íslendingar eru með fjölbreyttara genamengi en flestar aðrar Evrópuþjóðir t.d. Matthías. Við vorum alltaf í sambandi við Dani, Englendinga, Frakka og Spánverja svo dæmi séu tekin. Íslenska þjóðin hefur um aldir byggt á kristilegum og þjóðlegum gildum, sem felst í svo mörgu Matthías að það yrði að æra þig óstöðugan að fara að telja það allt upp. En kynntu þér bara það sem um ræðir í þeim efnum. Þú ættir að vera fullfær um það.

Jón Magnússon, 27.3.2016 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 67
  • Sl. sólarhring: 949
  • Sl. viku: 3348
  • Frá upphafi: 2448315

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 3118
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband