Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki okkur að kenna

Í grein sem blaðamaðurinn og rithöfundurinn Douglas Murray skrifaði fyrir nokkru bendir hann á nauðsyn þess að við hættum að bullukollast með það í framhaldi af hverri hryðjuverkaárás Íslamista, hvað við höfum gert rangt. Dæmi um slíkar ritsmíðar hér á landi eru t.d. skrif Styrmis Gunnarssonar í Mbl á laugardaginn og skrif Egils Helgasonar á bloggsíðu sinni.

Í grein Murrays segir hann m.a.

"Hvað þurfum við oft að biðjast afsökunar áður en við horfumst í augu við staðreyndir. Hvað þurfum við að fara í gegn um margar ruglumræður. Af hverju spyrjum við í Vestrinu allra vitlausu spurninganna í hvert skipti sem Íslamistar fremja hryðjuverk, spurningar sem allar eru mótaðar af sömu rökleysunni um að þetta sé með einhverjum hætti okkur að kenna.

Því miður er alltaf fólk sem er viljugt til að villa um fyrir okkur. Fyrir utan Bhutan er Belgía það land í veröldinni sem hlutast minnst til um málefni annarra ríkja (þá fann fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins tilefni til að víkja til aðgerða í Belgíska Kongó á næstliðinni öld svo vitlaust sem það nú var)

Aðrir segja að hryðjuverkamenn sprengi upp lestir, fremji fjöldamorð með því að skjóta fólk niður á kaffihúsum vegna þess að þeir njóti ekki borgaralegra réttinda,séu útskúfaðir og hafi fá atvinnutækifæri. Þetta er einkar athyglisverð röksemd þegar það er haft í huga að það er met atvinnuleysi í Suður Evrópu einmitt núna og engin borg hefur fengið heimsókn af atvinnulausum ítölskum kaþólikka með sjálfsmorðssprengjuvesti. Þetta snýst um fátækt segir sjálfsásökunarfólkið. Samt sem áður þá hefur engin frá fátækustu hlutum Glasgow framkvæmt jafn órökrétta aðgerði og hryðjuverkamenn Íslamista gera.

Ef við gætum bara fundið þeim betri staði til að búa á þá mundi þeim ganga betur að aðlagast segir sjálfsásökunarfólkið. Hvílík firra.  Fyrr í þessum mánuði var ég í Hollandi og heimsótti múslimahverfi m.a. það sem Mohamed Bouyeri bjó í þegar hann myrti Theo van Gogh 2004 fyrir að gera kvikmynd sem gagnrýndi Íslam. Þessi litla Marokkó var ekki Mayfair, en samt miklu huggulegri en flest hverfi í Bretlandi. Við erum orðin gjörsamlega galin ef við kennum ófullnægjandi félagslegu húsnæði um fjöldamorð á samborgurum okkar.

Síðan er því haldið fram að við höfum ekki gert nóg til að aðlaga fólk. En hópar innflytjenda vilja nánast alltaf búa saman. Sumir múslimar í Bretlandi vilja búa í eigin þjóðfélagi með eigið kerfi og eigin lög og venjur. Ef til vill vilja þeir ekki búa með okkur af því að við erum rasistar- er lokaröksemd sjálfásökunarfólksins. En staðreyndin er nú semt sú að því er öfugt farið það erum ekki við sem erum rasistarnir.

Skotlandsmálaráðherra Breta Nicola Sturgeon sagði að hryðjuverkin í Brussel hefðu ekkert með Íslam að gera og fór síðan að stærstu Moskunni í Glasgow þar sem hún flutti hefðbundna ræðu og fordæmdi kreddur og fordóma og var með því að vísa til "Íslamophóbíu". ' Í gær var síðan Imaminn í þessari sömu Mosku í fréttum. Afhverju? Af því að hann lofaði Íslamskan hryðjuverkamann Mumtaz Qadri sem var hengdur í síðasta mánuði í Pakistan fyrir að myrða Salman Taseer- fylkisstjóra, sem var andstæðingur laga um guðlast. Immaminn í Glasgow sagði m.a.

""Ég get ekki leynt sársauka mínum í dag. Sönnum Múslima var refsað fyrir að gera það sem þjóðfélagið hefði átt að gera"".

Vissi Skotlandsmálaráðherrann um þessa róttæku afstöðu Immamsins. Vissulega ekki. En eins og flest stjórnmálafólk og fjölmiðlafólk þá skortir hana þekkingu til spyrja réttu spurninganna og það sem er enn þá meira ófyrirgefanlegt- svo virðist sem hun vilji ekki vita þetta.  Vegna þess að ef hún og aðrir í hópi sjálfsásökunarfólksins mundu spyrja réttu spurninganna þá gætu þau fengið svör sem þau kæra sig ekki um.

Svo furðulegt sem það nú er þá er Íslömsk öfgastefna til orðin vegna Íslamskrar öfgastefnu. Eins og Frakkland, Belgía og mörg önnur þjóðfélög hafa nú fengið að kynnast, þeim mun fjölmennari sem  Múslimar eru þeim mun meiri vandi vegna Íslamskrar öfgastefnu. Ekki vegna þess að flestir múslimar séu hryðjuverkafólk. Augljóslega ekki. En vegna þess að lítill minnihluti verður hlutfallslega stærri eftir því sem samfélagið er fjölmennara. Það sem skiptir máli er fjöldinn, möguleiki til að felast og hvers konar tegund af Íslam er um að ræða.

Þetta veldur hræðilegu vandamáli í Evrópu sem við verðum einhvern tímann að horfast í augu við. En í millitíðinni er miklu þægilegra að kenna um, eina fólkinu sem við erum að blekkja. Okkur sjálfum"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Við þetta má bæta að kona sem er að skrifa doktorsritgerð í stjórnmálafræði við arabískan háskóla var með svipaðar skýringar í samtali við RÚV eftir hryðjuverkin í París. Auðvitað voru engar efsemdir um málflutninginn þar. Margir hryðjuverkamenn eru frá Alsír og Marokkó. Stjórnmálafræðingurinn lagði sökina á Frakka vegna mannfalls í Alsír um miðja 20. öldina. Örstuttu áður höfðu Rússar og fleiri mátt þola margfaldar hörmungar af hendi Þjóðverja. - Hvernig skyldi standa því að Þjóðverjar hafa ekki verið skotmark hryðjuverkamanna frá Rússlandi, að ekki sé minnst á gyðinga í hefndarskyni vegna alls þessa?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 28.3.2016 kl. 17:45

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Takk fyrir þetta, góð grein. Sjálfur vil ég svo benda á bók franska heimspekingsins Pascal Bruckner; "The Tyranny of Guilt. An Essay on Western Masochism."

Það væri verðugt verkefni að þýða þá bók á íslenska tungu. Hún fæst annars á Amazon. https://en.wikipedia.org/wiki/Pascal_Bruckner

Magnús Þór Hafsteinsson, 28.3.2016 kl. 18:31

3 Smámynd: Jón Magnússon

Einmitt Einar þessar skýringar halda engu vatni. En það hefur engin talað um það að við Evrópubúar ættum að vera reiðir og fullir af illsku út í múslima, sem fóru um Evrópu rænandi, nauðgandi og með eyðileggingu og illsku í margar aldir. Mætti t.d. minna á Tyrkjaránið. Vestmanneyingar væru þá afsakaðir fremdu þeir hryðjuverk í Marókkó eða Alsír með sömu bullrökum.

Jón Magnússon, 29.3.2016 kl. 00:23

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Magnús Þór þetta virðist vera frábær bók ég var einmitt að byrja að lesa hana.

Jón Magnússon, 29.3.2016 kl. 00:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir það, nafni, að koma þessum ágætu skrifum Murrays hér á framfæri.

Og góðar eru ábendingarnar frá Einari S. Hálfdánarsyni líka.

Múmíurnar á Rúvinu eru samt ennþá iðnar við kolann sinn og munu víst aldrei sjá ljósið fyrr en þær fá reisupassann. Að því hlýtur að draga.

Jón Valur Jensson, 29.3.2016 kl. 02:36

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Jón Valur. Murray talar mannamál og er rökfastur. Eitthvað annað en fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins sem skrifar grein í blaðið á laugardaginn. Ábendingin frá Einari er líka góð og bókin sem Magnús Þór vísar til sýnist mér vera áhugaverð, en verð að viðurkenna að ég er bara að byrja að lesa hana.

Því miður er fjölmiðlafólk upptekið af því að vera í afsökuninni og undanslættinum og því miður meginhluti presta, sem átta sig ekki á að um er að ræða hugmyndafræðilega baráttu Jón Valur sem er beint gegn kristni og kristnum gildum. 

Jón Magnússon, 29.3.2016 kl. 10:36

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Mjög athyglisverðar vangaveltur. Þakka þér fyrir að vekja máls á þessu, Jón.

Það má tækla þessi mál frá ýmsum hliðum og er hliðin frá heimspekilegu sjónarhorni áhugaverð, ekki síður en frá félagslegu eða stjórnmálalegu sjónarhorni einnig.

Í byrjun mars sýndi TV2 þrjá þætti "Moskeerne bag sløret" og horfði ég 2svar til 3svar sinnum á þá hjá YouTube. Nú eru þeir ekki lengur fáanlegir þar. Þeir sýndu m.a. viðtöl við nokkra ímáma og starfsfólk í 8 moskum í Danmörku sem aðstoðuðu múslima með persónuleg vandamál. Viðtöl við ímáma og starfsfólk leiddu í ljós að þeir segja eitt fyrir framan myndavélarnar, þegar ljóst er að ummæli verða ef til vill birt opinberlega. Hins vegar voru allt önnur svör þegar falin myndavél var í fórum fyrirspyrjandans.

Það kom t.d. glögglega fram að börn voru látin kyrja vers úr Kóraninum í 6 - 7 tíma, bæði laugardaga og sunnudaga í einum stærstu moskunum í Árósum og Óðinsvéum. Heimilt var að beita þau líkamlegu ofbeldi ef þau kunnu versin ekki nógu vel frá 10 ára aldri. Sum þeirra náðu þeim árangri að læra utanbókar 5 fyrstu súrurnar (kaflana) á arabísku (ekki dönsku)og sýnt var frá afhendingu viðurkenningar fyrir slíkt afrek 11 ára stúlku. 5 fyrstu kaflarnir eru upp á 70 bls. af rúmlega 400 bls. sem Kóraninn telur. Lengstu kaflarnir fyrst. Fjöldi hatursorða koma þar fyrir sem ala upp hatur í ungum hjörtum, gegn kristnum, Gyðingum og vantrúuðum.

Þarna stendur hnífurinn í kúnni, þ.e. í innrætingunni sjálfri, sem fer fram í svokölluðum Kóranskólum og eru bannaðir í Danmörku, en engu að síður starfræktir í flestum moskum í, sem nú eru orðnar 160 fyrir 300 þúsund meðlimi. Dönsk yfirvöld gripu til þess ráðs að banna Kóranskóla og hótuðu því að stöðva fjárframlög til þeirra safnaða sem yrðu uppvísir að slíku. Þeir hafa hins vegar lítið sem ekkert eftirlit með þessari innrætingu, hvorki í einkaskólum múslima né í moskum þeirra. Snúa blinda auganu að þessari ítroðslu og láta sér nægja að söfnuðirnir kalli moskur sínar "menningarsetur" til að villa um fyrir "rasistunum".

Ungt par frá Bretlandi var fengið til að komast inn í moskurnar með faldar myndavélar og leggja spurningar fyrir ímámana og annað starfsfólk sem sinnti félagslegum vandamálum.

Tilsvör ímámanna voru m.a. á þann veg að unga konan ætti ekki að hringja í lögregluna, þó að konan væri með áverka eftir líkamlegt ofbeldi eiginmannsins. Hún mætti heldur ekki neita honum um kynlíf, því það gerði hann bara verri. Karlmenn eru eins og dýr, svaraði ein aðstoðarkonan og það verður bara að veita þeim útrás, annars leita þeir bara annað. Það kom einnig fram í hennar tilsvörum að Danir væru allir vantrúa og trúaðir ættu ekki að leita ráða hjá þeim eða aðstoðar í svona málum.

Þessi tilsvör og fleiri benda öll í þá átt að múslimar reyna eftir fremsta megni að lifa eins konar hliðarsamfélagi sem yfirvöld á vesturlöndum leggja sig mjög fram um að styrkja.

Að mínu mati leiðir viðhorf stjórnvalda til þöggunar fjölmiðla og þeirra sem starfa við félagslega þjónustu, lögreglu o.fl. um þessar aðferðir múslima og gerir múslima smám saman ákveðnari og bíræfnari í afstöðu sinni til vestræns almúgafólks sem dirfist að gera athugasemdir við viðhorf og gjörðir þeirra. Svona ástand lagast ekki bara af sjálfu sér, eða með auknum styrkjum, meiri þolinmæði eða kristnum kærleika eins og margur kristinn einstaklingur lítur á þessi mál.

Ég get t.d. ekki séð nánustu framtíð öðruvísi en þannig að einstök hagsmunaöfl taki ráðin í sínar hendur og geri atlögu að söfnuðum múslima, með einum eða öðrum hætti. Því betur sem yfirvöldum tekst að þagga niður í allri gagnrýni, umfjöllun og umræðum um hvað múslimar eru að gera hér í raun og veru, þeim mun meiri er hættan á mótaðgerðum sem geta hleypt okkar samfélögum í óeirðarsamfélög með árásum á hópa múslima, ránum, morðum og íkveikjum, eins og eru reyndar byrjaðar víða í Evrópu.

Bókin "Undir fíkjutré" eftir Önnu Láru Steindal, lýsir nokkuð vel, hvernig ungir múslimar koma sér hingað til vesturlanda með ærnum tilkostnaði og þrautþjálfa sig í að ljúga að svo til öllum sem spyrjast fyrir um hagi þeirra, útlendingaeftirliti, Rauða Krossinum, lögreglu og jafnvel eigin trúsystkinum á meðan þeir þekkja þau ekki.

Múslimar segjast flestir vera í lífshættu, verði þeir sendir til upprunalands síns, en snúa svo ári seinna til ættingja sinna "í heimsókn", þegar þeir hafa fengið fyrirgreiðslu, nýtt vegabréf, jafnvel nýtt nafn og næga peninga til að standa straum af utanlandsferð. Þessa tvöfelni umbera vestrænir í það óendanlega.

Sigurður Rósant, 29.3.2016 kl. 14:51

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Það má náttúrulega fullyrða að þau vandamál sem skapast hafa af móttöku flóttamanna frá múslimalöndum, sé okkur að kenna. Við höfum sofið á verðinum gagnvart því sem þessir flóttamenn ástunda, eftir að þeir eru komnir í sæmileg störf eða á spenann hjá sveitarfélögum eða ríki.

Stjórnarskrá okkar verndar múslima og þar með islamista, jihadista gegn nauðsynlegu aðhaldi og eftirliti. Við getum ekki bannað félög eins og Hells Angels, Banditos eða Outlaws, og þaðan af síður lokað moskum eða leyst upp Kóranskóla þeirra sem innræta börnum og unglingum hatur í garð allra vestrænna manna, eins og komið hefur í ljós við birtingu dönsku þáttanna þriggja sem sýndir voru í byrjun mars á TV2 og umræðuþáttum í kjölfarið eins og þessum:
https://www.youtube.com/watch?v=iz-R3cGh2mU

Sigurður Rósant, 30.3.2016 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 70
  • Sl. sólarhring: 951
  • Sl. viku: 3351
  • Frá upphafi: 2448318

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 3121
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband