Leita í fréttum mbl.is

Boðað til þingrofs

Upplýst hefur verið að nokkrir stjórnmálamenn þ.á.m. ráðherrar eigi og/eða hafi átt reikninga í aflandsfélögum staðsettum í skattaskjólum eins og Tortóla. Fjarri fer því að þáttaka þessa fólks í Hrunadansinum sem náði hámarki í lok árs 2008 sé því til álitsauka.

Þetta fólk býr ekki við þann raunveruleika sem meginhluti íslensku þjóðarinnar býr við. Einn ráðherra Framsóknarflokksins orðaði það enda svo að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Hingað til hefur meginþorri þjóðarinnar talið það vera öllu erfiðara að eiga ekki peninga á Íslandi.

Í framhaldi af upplýsingum um eignarráð forustufólks í stjórnmálum og/eða umgengni við reikninga á Tortóla hófst hefðbundin lögfræðileg vörn alþingismannsins Brynjars Níelssonar undir vígorðinu "Þau brutu ekki lög".

En pólitík snýst ekki fyrst og fremst um það hvort stjórnmálamaður brýtur lög heldur hvort hann eða hún er verðug trausts.

Í því sambandi má spyrja af hverju þurfti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að segja af sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hafði hún brotið einhver lög? Fjarri fór því. Samt var hún knúin til að segja af sér sem varaformaður. Gilda önnur lögmál fyrir þá ráðamenn sem nú hafa komið fram sem þáttakendur í Hrunadansinum?

Þegar neyðin er stærst er hjálpin stundum næst. Stjórnarandstaðan lætur hjá líða að bregðast málefnalega við þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir um Tortóla og annarra skattaskjóls ævintýra nokkurra forustumanna í pólitík og telur að það sem helst megi verða til varnar vorum sóma að þing verði rofið. Af hverju. Brutu þingmenn almennt af sér? Er ekki vandinn einstaklingsbundinn og á þá ekki að taka á því. Skiptir þá ekki máli að þeir sem bera ábyrgð verði látnir sæta ábyrgð en ekki einhverjir sem hafa ekkert með málið að gera?

Sjálfskipaður eða skipaður hvort sem er Foringi Pírata Birgitta Jónsdóttir segir "þess vegna datt okkur í hug að boða til þingrofs" Allir forustumenn stjórnarandstöðunar taka undir með Birgittu og segjast ætla að boða til þingrofs.

Boða hvað? Hefur stjórnarandstaðan eitthvað með þingrof að gera? Samkvæmt 24.gr. stjórnarskrárinnar getur forseti rofið Alþingi. Samkvæmt 13.gr. stjórnarskrárinnar lætur forseti ráðherra framkvæma vald sitt. Þingrofsrétturinn er því í raun í höndum forsætisráðherra. Það er því afglapalegt þegar stjórnarandstaðan bregst þannig við upplýsingum um Hrunadans einstakra ráðamanna að hún ætli að boða til þingrofs, sem henni kemur ekkert við og hefur ekkert með að gera.

Stjórnarandstaðan getur hins vegar lagt fram vantraust á ríkisstjórn og/eða einstaka ráðherra. Það gæti verið málefnalegt ef tilefni er til. Samt sem áður ber að varast  að hrapa að ákvörðunum hvað það varðar og leita allra upplýsinga um mál áður en ýtt er úr vör til mikilvægra aðgerða.

Vanhæfni stjórnarandsstöðunnar er eitt. Þáttaka einstaklinga í áhrifastöðum í Hrunadansinum fyrr og síðar er svo annað.

Því miður leiðir hvorttveggja til enn minnkandi trausts almennings á forustufólki íslenskra stjórnmála.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður að vanda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.3.2016 kl. 20:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverð grein frá þér, nafni, sérstaklega frá orðunum "Stjórnarandstaðan lætur hjá líða ..." og þar sem þú leiðréttir kjánalegan misskilning stjórnarandstöðunnar á þingrofs-valdinu.

Það er ekki nokkur ástæða til að boða til kosninga og stjórnarskipta nú.

Jón Valur Jensson, 31.3.2016 kl. 20:50

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir Heimir.

Jón Magnússon, 31.3.2016 kl. 21:51

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk nafni. En spurningin er líka þessi mundu ráðherrar sem yrðu beraðir af því að vera með sparifé sitt í erlendum skattaskjólum sitja sólarhringinn eftir að slíkt væri opinberað á hinum Norðurlöndunum?

Jón Magnússon, 31.3.2016 kl. 21:52

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er það hvorki ólöglegt né siðlaust að eiga aura á erlendum bankareikningi ef full grein er gerð fyrir því. Ekki er heldur ólöglegt að eiga hlut í eða stofna fyrirtæki á erlendri grund. Rétt að benda á að bæði Arion og Glitnir eru í erlendri eign, svo er ég þá siðlaus að eiga þar aur?

Maður spyr sig af hverju þetta er blasið upp nú með öllum þeim rangfærslum sem vinstrimenn láta sér um munn fara.

eiginkona forsætisráðherra á eign a erlendum reikningi sem hún greiðir skatta af hér. Hún gerir kröfu í þrotabú banka til að reyna að heimta eitthvað af því sem hún var með í innlánum þar. Vinstrið leggur það til jafns við hrægammana sem fengu kröfurnar á hrakvirði frá Steingrími og frítt spil með að innheimta þær. Það skyldi aldrei vera að krafa eiginkonunnar hafi verið með í þeim pakka.

Bjarni tok þátt í viðskiftalífinu fyrir hrun en losaði sig við allan farangur áður en hann settist á þing. Hann átti hlut í skammlifu fyrirtæki sem aldrei greiddi arð heldur tapaði öllu við gjaldþrot þess 2009. Allt var upp á borðum og talið fram og þar sem fyrirtækið var stofnað í Lux af landsbankanum og hann alveg réttlættur að halda að skráning þess væri þar, enda aldrei  neinn arður greiddur. Flettur Björgúlfanna geta ekki skrifast á Bjarna.

nú svo er það Ólöf Norðdal, sem setti nafn sitt á umboð við stofnun fyrirtækis sem hún á ekki krónu í.

hver er glæour þessa fólks spyr ég? Hvað var var vísvitandi falið? Hvert er siðleysið eða trúnaðarbrotið? Er það trúnaðarbrot stjórnmálamanns að vera ekki ótýndur, eignalaus verkamaður á eyrinni? Er það siðlaust að eiga peninga þegar maður sest á þing?

ég held þú ættir að horfa á málin eins og þau eru og meta samkvæmt staðreyndum en ekki henda þér á vagn vinstursins og 365 miðla í lýðskruminu. Eigum við ekki að horfa a verkin og hugsa um málefnin í stað þess að taka þátt í þrasinu um keisarans skegg eins og málefnaþrota gremjufíklum er svo tamt.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2016 kl. 22:35

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk fyrir góðan pistil. Einmitt orðin sem Birgitta sagði: "Okkur datt í hug" sátu í mér. Það er líkt og þau viti ekki við hvaða reglur og lög þau sitja á Alþingi. 

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.4.2016 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 417
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 5356
  • Frá upphafi: 2425990

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 4941
  • Gestir í dag: 380
  • IP-tölur í dag: 362

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband