Leita í fréttum mbl.is

Getur nokkur stundað veiðar og vinnslu?

Stjórnandi fyrirtækisins Kambs á Flateyri segir að forsendur rekstrarins brostnar. Fyrirtækið á 5 milljarða í kvóta sem það ætlar að selja. 

Fyrirtæki sem á 5 milljarða virði í kvóta er ágætlega sett. Fyrst það getur ekki haldið áfram rekstri hvað þá sem hina sem minni eða jafnvel engan kvóta eiga?

Eigendur Kambs eru að innleysa kvótagróðann. Siðferðileg ábyrgð á fólkinu sem vinnur hjá fyrirtækinu er engin. Hvað á unga konan að gera sem keypti hús á Flateyri í fyrrahaust af því að hún fékk framtíðaratvinnu hjá Kambi? Hún getur ekki selt húsið eins og Kambur kvótann. Stjórnendur Kambs bera enga ábyrgð á vanda hennar.

Þetta er eitt dæmi um ranglæti kvótakerfisins. Fáir útvaldir fengu auðlindina gefna. Þeir geta farið með hana eins og þeir vilja. Nýtt hana, leigt hana eða selt. Þeir sem vinna við sjávarútveg eiga hins vegar ekkert. Þeim er ekkert gefið heldur frá þeim tekið ef kvótagreifanum hentar.

Það er kominn tími til að afnema óréttlátt kvótakerfi það eru hagsmunir fólksins í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 310
  • Sl. sólarhring: 757
  • Sl. viku: 4824
  • Frá upphafi: 2426694

Annað

  • Innlit í dag: 288
  • Innlit sl. viku: 4476
  • Gestir í dag: 283
  • IP-tölur í dag: 273

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband