Leita í fréttum mbl.is

Leikbrúđurnar

Ţađ var fróđlegt ađ fylgjast međ fréttum í gćrkvöldi. Í rúma tvo tíma höfđu fréttamiđlarnir ekki upp á ađrar fréttir ađ bjóđa en tala viđ  mótmćlendur á Austurvelli, mynda stigann í Alţingishúsinu og tala viđ ţá stjórnarandstöđuţingmenn sem tróđu sér fram fyrir upptökuvélina eins neyđarlegt og ţađ nú var.

Orđrćđur stjórnarandstöđunnar og síđar forustufólks nýrrar ríkisstjórnar minntu á gömlu leikföngin mín, sem hétu sprellikarlar. Tekiđ var í spotta og ţá hreyfđu ţeir sig alltaf eins. Lyftu höndum og fótum. Allt fyrirsjáanlegt. 

Stjórnarandstađan tönnlađist á "kosningar strax". En af hverju? Jú stjórnarandstöđsprellifólkiđ sagđi stjórnin er rúin trausti vegna Tortólureikninga Sigmundar Davíđs. Ađ Sigmundi gengnum hvađ ţá? Er ţá ekki komin lýđrćđislega valin stjórn sem ćtti ađ njóta sama trausts og áđur. Líkţorniđ hefur veriđ fjarlćgt.

Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tönnluđust á ţví ađ mörg verk vćru óunnin og ábyrgđarhluti ađ hlaupa strax í kosningar. Ţannig er ţađ raunar alltaf ţegar kosningar eru. Ríkisstjórnin á ólokiđ mörgum mikilvćgum verkefnum.

Bođađ er til mótmćlafundar á Austurvelli í dag til ađ mótmćla nýrri ríkisstjórn. Af hverju? Er eitthvađ ţađ ađ nýju ríkisstjórninni sem ađ afsakar frekari mótmćli. Um er ađ rćđa lýđrćđislega valda stjórn. Engar forsendur eru ţví til ađ mótmćla nýju ríkisstjórninni nema fólk telji ađ enn sitji fólk í ríkisstjórninni sem ađ séu álíka líkţorn á stjórnarlíkamanum og Sigmundur Davíđ var. Sé svo ţá verđur fólk ađ segja ţađ. Annars vantar inntakiđ í mótmćlin.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í bođi RÚV er Ísland ađ fá á sig stimpil óstöđugleikans í heimspressunni. Allir sem eitthvert vit hafa á hagfrćđi vita ađ pólitískur óstöđugleiki kostar sitt, og er ekki ţađ ákjósnlegasta fyrir ţjóđ sem er ađ reyna ađ endurreisa brostiđ mannorđ. En greinilega er góđ samstađa hjá samstöđulausri stjórnarandstöđunni ađ lengja leiđina ađ AAA einkunni. Hver vill reikna út milljarđanna sem ţađ kostar? Ćtli ţađ verđi einhvern tíma efni í Kastljósţátt?

Ragnar Thorisson (IP-tala skráđ) 8.4.2016 kl. 15:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 682
  • Sl. sólarhring: 928
  • Sl. viku: 6418
  • Frá upphafi: 2473088

Annađ

  • Innlit í dag: 619
  • Innlit sl. viku: 5847
  • Gestir í dag: 594
  • IP-tölur í dag: 581

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband