Leita í fréttum mbl.is

Raddir vorsins

Vorboðinn ljúfi söng hástöfum úti í garði í morgun. Fuglinn minn var að fagna dagrenningunni og gerði heyrum kunnugt að hann væri glaður og ætlaði sér að takast á með þeim hætti við áskoranir lífsins.

Eftir myrkan vetur er aftur komið vor í dal. Ljósið víkur myrkrinu til hliðar.

Á sama tíma og vorvindar glaðir, fuglasöngur og gróandi þjóðlíf á svo mörgum sviðum blasir við grúfir myrkur yfir þjóðinni.

Vantraust á stjórnmálamönnum hefur aldrei verið meira. Hugsjónir hafa vikið fyrir síngirni og sérhagsmunavernd.

Sú staðreynd var opinberuð að forustumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks væru með eða hefðu verið með leynireikninga sem er, og almenningur telur fordæmanlegt. Í stað þess að taka á því máli af ábyrgð brugðust þeir. 

Stjórnarandstaðan hefur af því tilefni reynt að fiska í því grugguga vatni sem gáraðist hjá Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni vegna uppljóstrana, sem valda því, að flestum er ljóst að þeir þurfa að sækja nýtt umboð til kjósenda ætli þeir sér pólitískt framhaldslíf.

Aldrei hefur verið eins mikil þörf á því að siðvæða stjórnmálin og nú. Vorboðin ljúfi á brýnt erindi inn í íslensk stjórnmál til að taka við af síngirni, sérhagsmunavörslu, spillingu og stöðnun. 

Vonandi fá raddir vorsins að hljóma kröftuglega fyrr heldur en síðar í stjórnmálunum- eins og þær gera víða annarsstaðar í þjóðfélaginu - það er fyrir löngu kominn tími til þess.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 278
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 4494
  • Frá upphafi: 2450192

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 4181
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband