Leita í fréttum mbl.is

Brandarar bannaðir

Í stjórnartíð Jóseps Stalín í Sovétríkjunum sátu yfir 200 þúsund einstaklingar í fangabúðum fyrir það eitt að hafa sagt brandara sem Stalín og félögum hans í Kommúnistaflokknum fundust ekki sniðugir.

Ayatollah Khomeni erkiklerkur í Íran á sínum tíma sagði að það væru engir brandarar í Íslam. Þau kynni sem Vesturlandabúar hafa af þessari stirðnuðu hugmyndafræði bendir til þess að Khomeini hafi haft rétt fyrir sér.

Hvað skyldu margir sitja í fangelsum Erdogan fyrir að hafa sagt brandara sem honum og félögum hans geðjast ekki að. Þeir telja áreiðanlega meir en þúsundið.

Stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða eins andlega stirðnaðir og Imamarnir sem Saudi Arabar senda út til að boða miðaldasiði í Moskum sem þeir hafa byggt um alla Evrópu. Þeir telja m.a. orðið rétt að fylgja fordæmi Stalíns og höfða opinnber mál til að koma grínistum sem hafa sagt "ranga" brandara í Gúlag Fangabúðirnar.

Ef forustumenn í stjórnmálum í Evrópu vilja sjá staðreyndir mála þá gætu þeir e.t.v. áttað sig á að í dag á Evrópa meiri samleið með Rússum en Tyrkjum. Einnig að Evrópu stafar meiri hætta af Tyrkjum en Rússum. Það eru engir þeir hagsmunaárekstrar sem réttlæta illindi Evrópu og Rússa.

Rétt væri líka að NATO skoðaði að víkja Tyrkjum úr NATO. Tyrkir hafa unanfarin ár stutt ljóst og leynt starfsemi ISIS og ýmissa annarra hryðjuverkasamtaka. Þeir hafa keypt olíu af ÍSIS og smyglað vígamönnum yfir landamæri Sýrlands til samtakanna. Ekki að undra að lánlausasti stjórnmálamaður Evrópu um þessar mundir Angela Merkel skuli hafa gert Erdogan að besta vini sínum.

Þá gleymdi hún því fornkveðna sem Grettir sterki vissi:

"Illt er að eiga þræl að einkavin"

Svo telja einhverjir enn meðal okkar þjóðar að það þjóni hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Það væri frekar að ganga úr Schengen og taka EES samninginn til endurskoðunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband