Leita í fréttum mbl.is

Glæpur gegn rökhyggju

Það er sjaldgæft í opinberri umræðu að verða vitni að því þegar hlutum er snúið gjörsamlega á haus rökfræðilega. Þorleifi Erni Arnarssyni tókst það betur en öðrum í gær og er þó samkeppnin hörð á þessu sviði. Þessi glæpur listamannsins gegn rökhyggju varð tilefni fyrir RÚV og 365 miðla að hampa manninum vegna skorts á rökhyggju. 

Þegar Íslamskir vígamenn drápu ritstjórn Charlie Hedbo fannst Þorleifi ástæða til að ögra Múslimum og setja upp sýningu á verkinu "Söngvar Satans",til að sýna Múslimum varðstöðu um tjáningarfrelsið.

Þungvopnuð lögregla þurfti að hans sögn að standa vörð um listafólkið til að koma í veg fyrir að það yrði drepið af Íslömskum vígamönnum. Listamaðurinn taldi að Múslimar mundu mótmæla og reyna að koma í veg fyrir sýninguna og þungvopnaða lögreglan þyrfti að vera til að hægt væri að sýna verkið og koma í veg fyrir hermdarverk gagnvart listafólkinu. Það fannst honum líka í lagi vegna tjáningarfrelsisins.

Þorleifur gaf sér að hægri öfgamenn myndu hugsanlega styðja baráttu hans fyrir tjáningarfrelsinu. Það var of mikið fyrir Þorleif, sem telur sig hafa sérréttindi umfram aðra. Hann hætti að vera Je suis Charlie og yfirgaf félaga sína.

Ergo: Íslamskir öfgamenn sem drepa fólk fyrir að halda fram skoðunum sínum eru skárri en hægri öfgamenn sem berjast fyrir því að það sama fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar.

Eðlilega brosti fyrrum tilvonandi forseti lýðveldisins Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sínu blíðasta sjálfsagt sætur söngur í hennar eyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þetta var kallað forheimska í minni sveit

Guðmundur Jónsson, 22.4.2016 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband