Leita í fréttum mbl.is

Að hafa forskot

Margir andstæðingar sitjandi forseta og mótframbjóðendur hans kveinka sér undan því að hann hafi forskot á aðra frambjóðendur. Einhver sagði að þetta væri eins og að keppa í 100 metra haupi þar sem Ólafur Ragnar hefði 60 metra forskot.

Í frjálsu þjóðfélagi keppir fólk oftast við einhverja sem hafa forskot hvort heldur það er í einkalífinu eða í viðskiptum. Kaupmanninum,sem ætlar að opna nýja verslun í samkeppnisrekstri er ljóst að þeir sem fyrir eru hafa forskot. Sama er með iðnaðarframleiðandann sem veit að hann verður að ná ákveðinni markaðshlutdeild frá þeim sem fyrir eru á markaðnum.

Kóka Kóla er fyrirtæki sem hefur mikið forskot. Þegar það var stofnað höfðu önnur fyrirtæki mikið forskot. Einn stofnanda Kóka Kóla, óaði við forskoti annarra og hann seldi alla hluti sína í Kóka Kóla og keypti hluti í fyrirtækinu Strawberry Kóla sem hafði algert forskot á Kóka Kóla. Veit einhver um fyrirtækið Strawberry Kóla í dag?

Það er ekki málefnalegt hjá andstæðingum sitjandi forseta og illyrmum í hans garð að tönnlast á því að hann hafi forskot. Forsetinn hefur vissulega farið í gegn um stormasamt kjörtímabil þar sem hann hefur komist vel frá þeim verkefnum sem hann hefur þurft að leysa. Mótframbjóðendur hans verða að sýna að þeir geti leyst slík verkefni betur en sitjandi forseti til að kjósendur telji þá eiga erindi. Flóknara er það ekki.

Annað atriði sem væri meiri ástæða til að gefa gaum en meint forskot Ólafs Ragnars, er hvort einhverjir frambjóðendur til forsetakjörs njóti sérstakra styrkja og þá hverra. Sérstaklega þarf að skoða hvort að einstakir frambjóðendur njóti sérstakrar velvildar aflandsbaróna eða barónessa "með einum eða öðrum hætti".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er akkúrat málið og vinni sá besti. Það þarf líka að skoða fjármögnun fyrir kosningar því forseti er friðhelgur maður. 

Valdimar Samúelsson, 23.4.2016 kl. 16:11

2 identicon

Ég er alveg sammála. Ólafur Ragnar er líka búinn að breyta embættinu svo, að verðandi forsetar framtíðarinnar verða að svara ýmsum samviskuspurningum um afstöðu sinnar til ýmissa þjóðþrifamála, svo sem eins og ESB og fleira. Annars finnst mér bráðnauðsynlegt fyrir Alþingi að breyta forsetakafla stjórnarskrárinnar, m.a. varðandi forsetakjör, því að við gætum lent í því, að hálf þjóðin byði sig fram til forseta og sá, sem efstur yrði að atkvæðum, hefði ekki nema 10% á bak við sig og varla það. Það væri alltof veikt umboð fyrir forseta, þegar á reyndi, að hann beitti sér að einhverju ráði. Við hljótum að vera sammála um þetta efni. Ólafur Ragnar var líka að kalla eftir þessum breytingum fyrir nokkrum árum í einni þingsetningarræðunni, en ekkert gerist. Það verður að gera ákvæðin um forsetakjör, svo og hlutverk og verkefni hans sömuleiðis, miklu skýrari en þau eru í dag, ekki síst, þegar eftirspurnin virðist vera svona mikil, og hver meðalskussi þykist geta valdið þessu embætti.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2016 kl. 17:13

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ansi merkilegt, hve andstaedingar Ólafs Ragnars Grímssonar og adrir málsmetandi adilar í thjódfélaginu, geta látid lýdraedid fara mikid í taugarnar á sér. Med hreinum ólíkindum ad lesa margt af thví sem haft er eftir fólki vardandi frambod Ólafs. Tek sídan heilshugar undir med thér Jón, ad farid verdi raekilega í saumana á thví hvernig frambjódendur fjármagna kosningabaráttu sína. Allt skal jú vera uppi á bordum, opid og gegnsaett, ekki satt? Hid nýja Ísland!

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.4.2016 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband