Leita í fréttum mbl.is

Ritskoðun og þöggun Mál og menningar

Bókin "Þjóðaplágan Íslam" eftir norska rithöfundin og mannréttindafrömuðin Hege Storhaug fór í 5. sæti íslenska metsölulistans í vikunni þrátt fyrir að bókin hefði ekki verið nema innan við helming vikunnar í sölu í bókabúðum.

Þrátt fyrir þessar góðu viðtöku lesenda hefur starfsfólk sumra bókaverslana reynt að fela bókina og stilla henni t.d. ekki upp með öðrum metsölubókum. Sérstaklega hefur kveðið rammt að þessu í bókabúð Máls og menningar.

Bókabúð Máls og menningar hefur geymt bókina ofan í skúffu og gætt þess vandlega að engin viðskiptavinur sæi hana en þá sjaldan að einhver sem um spurði fékk hana keypta þá var hún til sölu á um 40% yfir viðmiðunarverði. Þessar aðferðir einnar stærstu bókabúðar landsins er fordæmanleg. Þetta er ritskoðun og yfirverðlagning í því skyni einu að koma í veg fyrir að fólk kaupi bók sem er þegar metsölubók hér á landi og hefur verið á metsölulistum í Noregi frá því að bókin kom út í nóvember.

Höfundur bókarinnar spyr á facebókar síðu sinni vegna þessa. Hvað hefur eiginlega komið fyrir sögueyjuna og bókaþjóðina Ísland þegar ein af stærstu bókabúðunum beitir svona aðferðum til að koma í veg fyrir tjáningarfrelsið. Fróðlegt verður að sjá hvort einhver íslenskur fréttamiðill mun fjalla um þetta dapurlega og neytendafjandsamlega atferli Máls og menningar.

Þessi bók kemur fljólega út í Svíþjóð og útgefandinn þar býst við að hún fari beint í efri sæti metsölulistans. Hann veit ekki til þess að nokkur af stærri bókabúðum í sjálfri hinni heilögu vandlætingasömu Svíþjóð muni úthýsa henni eða yfirverðleggja til að neytendur eigi þess síður kost að kaupa hana.

Er virkilega svo komið hér á landi að þöggunaröflin vilji ekki að Íslendingar fái að vita um hryllingin sem er í gangi í Evrópu. Já á Norðurlöndum vegna Íslamistanna sem flutst hafa til okkar heimshluta.

Gæti verið að sá gleðileikur sem fréttamiðlar ríkisins og aflandsfurstans,flytja daglega um mikilvægi þess að hafa opin landamæri yrði með því opinberaður sem hálfsannleikur í besta falli en þó nær ef grannt er skoðað helber lygi.

Af hverju má fólk ekki lesa um staðreyndir ágætu eigendur Máls og menningar. Hvar fór þetta merka fyrirtæki sem gaf út "Söngva Satans" eftir Salman Rushdie á sínum tíma út af veginum og ofan í þöggunarholuna með hinum strútunum. Er ekki tími til komin að þið biðjið neytendur afsökunar á fjandskap ykkar við tjáningarfrelsið og takið til hendinni við að kynna bók Hege Storhaug og seljið hana helst undir viðmiðunarverði. Álagning ykkar yrði góð fyrir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norski metsöluhöfundurinn og mannréttindakonan Hege Storhaug tjáir sig um "söluaðferðir" bókabúðar Máls og menningar á Facebook-síðu sinni nú í kvöld og skrifar pistil á heimasíðu mannréttindahugveitunnar Human Rights Service í Noregi (rights.no) þar sem hún starfar sem upplýsingafulltrúi. Tæplega þúsund manns hafa deilt þeirri færslu í Noregi á stuttum tíma. Þessi síða er mjög mikið lesin í Noregi.

Sjá einnig FB-síðuna Bækur Hege Storhaug. 

Magnús Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 22:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér að upplýsa um þetta, nafni.

Magnús Þór Hafsteinsson var heldur betur snarráður að þýða þessa metsölubók fyrr en aðrir í nágrannalöndunum, en víða mun þessi bók fara.

Finnið hörkugott viðtal við Magnús Þór hér: http://www.utvarpsaga.is/eldri-thaettir-2.html?start=16

Jón Valur Jensson, 8.5.2016 kl. 04:41

3 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir upplýsingarnar Magnús. Hver hefði trúað því að þöggunin væri eftir allt saman meiri hjá okkur varðandi öfga Íslam en á hinum Norðurlöndunum þ.e. Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þar veit fólk að það er erfitt að snúa þróuninni við. Við Íslendingar eigum hins vegar þann valkost að stöðva þessa óheillaþróun.

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 08:26

4 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir innleggið Jón Valur. Þeta er með ólíkindum.

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 08:26

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ég vek athygli ykkar á því að þrátt fyrir að um þetta hafi verið fjallað nú í einn sólarhring þá hefur engin frá Mál og menningu tjáð sig um málið. Vonandi skammast þeir sín og snúa frá villu síns vegar eða gera skynsamlega grein fyrir hvað er á seyði hjá þeim.

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 08:27

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir þetta Jón

Sama sagan var í bókaverslun Eymundssonar á Skólavörðustíg. Bókin var ekki höfð frammi hjá nýjum bókum og fannst ekki, en var samt til samkvæmt sölukerfinu.

Í Máli og menningu var hún "til", en þar fann starfsfólkið hana þó ekki fyrr en eftir leit "á bak við búðarborðið". 

Þetta segir því miður margt sem þarf að segja um menningarbransann og pólitísk diktöt hans.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2016 kl. 09:43

7 identicon

Jahjarna, hér, segi ég nú bara. Ég á ekki orð. Mér þykir Mál og menning hafa breyst mikið. Þetta er með ólíkindum.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 10:25

8 identicon

Getur þetta ekki verið bara misskilingur eins og einn Norsarinn bendir á í kommentakerfinu á Norsku síðunnni:

"Garantert bare en misforståelse. Skal ikke se bort fra at butikksjefen trodde tittelen var Þjódaplágan Ísland."
smilesmile

Þröstur Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 10:44

9 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Gunnar gott að fá enn eina staðfestinguna á því.

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 11:31

10 Smámynd: Jón Magnússon

Þar er ég sammála Guðbjörg Snót. Átti ekki von á því að það færi í þessa átt.

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 11:32

11 Smámynd: Jón Magnússon

Hlýtur að vera misskilningur Þröstur. En rosalegur er þá misskilningurinn. Tæpast getur það verið einleikið eða hvað?

Jón Magnússon, 8.5.2016 kl. 11:32

12 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Jón, þakka þér fyrir síðast (í fermingarveislu á Selfossi fyrir stuttu).

Vinstri elítan virðist staðráðin í að almenningur fái ekki að fræðast um annað en það sem fellur að þeirra pólitíska rétttrúnaði. Hið kaldhæðnislega í málflutningi þeirra er að rétttrúnaðurinn stangast oft á hver við annan. Nægir þar að nefna vörn þeirra fyrir "rétti" múslíma á vesturlöndum annars vegar og "samkynhneigðra" hins vegar, en í löndum íslam er samkynhneigð ekki liðin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.5.2016 kl. 19:29

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fór í kvõld i Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi og leitaði eftir bókinni, en starfsfólkið sagðist þvi miður ekki eiga hana. Spurðihverju þetta sætti þar sem þetta væri nýútgefin metsõlubók, en þau fóru undan i flæmingi og vísuðu á verslunarstjóra sem yrði við á morgun.

Gunnlaugur I., 8.5.2016 kl. 23:51

14 Smámynd: Jón Magnússon

Takk sömuleiðis gaman að hitta þig. Ég er þér algjörlega sammála. Það er með öllu óskiljanlegt hvernig fólk sem berst fyrir réttindum samkynhneigðra afsakar árásir Íslamistanna á samkynhneigða. Einnig með ólíkindum að horfa á að femínistar og kvennréttindasamtök skuli ekki hafa neitt við kvennakúgun í Íslam að athuga. Einnig sérkennileg staða að við sem erum að berjast fyrir mannréttindum og benda á hvernig miðaldamyrkur hugmyndafræði eyðimerkursandanna frá því á 6.öld e.kr. berst gegn því sem gerði Evrópu að forustuálfu í heiminum í kjölfar upplýsingaaldarinnar og þeirrar heimspeki sem þá varð viðtekinn í Evrópu og leiddi af sér mannréttindabyltingu.

Jón Magnússon, 9.5.2016 kl. 07:13

15 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er saga fleiri en þín Gunnlaugur. Ég er búinn að skrifa bréf f.h. útgefanda og krefjast skýringa. Mál og Menning tók þessa bók í sölu og framferði þeirra eru svik við viðskiptaaðila og neytendur. Mér þykir það miður vegna þess að þrátt fyrir hugmyndafræðilega árekstra við þessa verslun á árum áður þá hefur mér alltaf fundist mikið til þessarar verslunar koma. En á því getur nú orðið breyting.

Jón Magnússon, 9.5.2016 kl. 07:15

16 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Getur verið að verslunarstjórinn, verði að hlíða eigendum verslunarinnar?

Eru olíupeningrnir búnir að kaupa öll fjölmiðla og útgávu fyrirtæki?

Egilsstaðir, 09.05.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 9.5.2016 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 257
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 4078
  • Frá upphafi: 2427878

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 3776
  • Gestir í dag: 236
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband