Leita í fréttum mbl.is

Er hnattræn hlýnun vond?

Í grein sem Björn Lomborg fyrrum forustumaður í Green Peace skrifaði fyrir nokkru, kemur fram að jörðin er grænni nú en nokkru sinni fyrr vegna aukins koltvísýrings. Lomborg segir að það ætti að vera gleðiefni, en trúboðar hnattrænnar hlýnunar geti ekki lyft umræðunni á það stig að fjalla bæði um kosti og galla breytinga á hitastigi jarðar.

Lomborg bendir á að fleira fólk deyr í heiminum úr kulda en úr hita. Hlýnun jarðar mundi því leiða til fækkunar dauðsfalla. Um 7% dauðsfalla í heiminum er vegna kulda en um hálft prósent deyr úr hita. Í Englandi og Wales deyja árlega um 35 þúsund manns úr kulda en 1.500 úr hita og umtalsverð hlýnun mundi eingöngu draga úr heildarfjölda dauðsfalla vegna veðurfars.

Lomborg bendir einnig á það að gengju spár þeirra eftir sem hafa gert hnattræna hlýnun af mannavöldum að trúaratriði, þá mundu vandamál vegna hlýnunar ekki skapa meiri vandamál árið 2070 miðað við óbreytta tækni en sem næmi um 2% af framleiðslu heimsins eða helmingi  þess tjóns sem alkahól kostar í dag.

En í dag gleyma menn öllum kostnaðinum við ráðstafanir sem ríkisstjórnir hafa gripið til vegna trúrinnar á hnattræna hlýnun af mannavöldum sem Lomborg telur að geti numið allt að 6% af framleiðslu heimsins. Vindorkuver, sólarorkuver, lífeldsneyti o.s.frv. sem allt er gríðarlega niðurgreitt og kostnaðarsamt framleiða innan við hálft prósent af þeirri orku sem notuð er í dag. Mikill kostnaður án nokkurs vitræns árangurs. 

Skammsýni og vanþekking stjórnmálamanna er sennilega kostnaðarsamasti hluturinn varðandi meinta hnattræna hlýnun fyrir utan að auka ríkisumsvif og kostnað skattgreiðenda og draga úr framleiðslu. Þeir eru nefnilega fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan hefur þú þessar tölur um kostnað?

Hér segir meðal annars: http://about.bnef.com/press-releases/wind-solar-boost-cost-competitiveness-versus-fossil-fuels/ 

"The BNEF [BLOOMBERG NEW ENERGY FINANCE] study shows that the global average levelised cost of electricity, or LCOE [ Levelised Cost of Electricity], for onshore wind nudged downwards from $85 per megawatt-hour in the first half of the year, to $83 in H2, while that for crystalline silicon PV solar fell from $129 to $122.

In the same period, the LCOE for coal-fired generation increased from $66 per MWh to $75 in the Americas, from $68 to $73 in Asia-Pacific, and from $82 to $105 in Europe. The LCOE for combined-cycle gas turbine generation rose from $76 to $82 in the Americas, from $85 to $93 in Asia-Pacific and from $103 to $118 in EMEA."

Jónas Kr (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 10:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara eitt smáatriði: Olían og annað jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind.

Ómar Ragnarsson, 9.5.2016 kl. 10:49

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

http://grist.org/climate-energy/earth-is-getting-greener-heres-why-thats-a-problem/

"Using this study [um að grænn gróður hafi aukist útaf CO2] to say that climate change is good is like getting in a massive car accident and being happy you don’t have to vacuum out the car anymore.


But hey, if you’re willing to ignore rising sea levels, more extreme weather, melting polar ice, deoxygenation of the oceans, droughts, floods, acidification of the oceans and coral bleaching, more heatwaves, and the displacement of potentially hundreds of millions of people, then y’know, a little more green in your life is just great!"

Matthías Ásgeirsson, 9.5.2016 kl. 11:11

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Talandi um ritskoðun. Af hverju birtist ekki athugasemd frá mér við þessa færslu?

Matthías Ásgeirsson, 10.5.2016 kl. 09:55

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki ritskoðun Matthías heldur takmarkaðir möguleikar stundum til að fara inn á síðuna. Ég hef hins vegar mjög ákveðnar reglur varðandi það hverju ég hleypi ekki inn.

1 Almennt ekki færslum sem eru lengri en viðkomandi bloggfærsla.

2. Almennt ekki færslum þar sem koma mannorðsmeiðandi vammir og skammir um einstaklinga.

3. Færslur sem varða ekki það viðfangsefni sem bloggfærslan snýst um

4. Hefndarorðræða og orðræða af svipuðum toga.

Að öðru leyti má fólk hafa hvaða skoðun sem er. Hitt er svo annað að bloggari er ekki bókabúð. Hann er með sama vettvang og hvaða Pétur eða Páll sem er og hann getur því ekki beitt neinni ritskoðun Matthías. En í þínu tilviki þá var þetta aðeins spurning um tíma til að komast inn á síðuna til að samþykkja. Biðst velvirðingar á því hvað það tók langan tíma.

Jón Magnússon, 11.5.2016 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 2255
  • Frá upphafi: 2412356

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 2006
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband