Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðissinni eða úlfur í sauðagæru.

Sadiq Khan frambjóðandi Verkmannaflokksins, var kjörinn borgarstjóri í London um síðustu helgi. Sonur strætisvagnabílstjóra og saumakonu innflytjenda frá Pakistan. Saga Sadiq er sagan um drenginn sem ólst upp í fátækt, lagði sig fram, vann af hörku og náði árangri eða meikaði það eins og sumir mundu segja á engilsaxnesku skotinni íslensku.

Sadiq er múslimi og mörgum óar við því að múslimi skuli kosinn í þetta embætti. Hann hefur verið sakaður um hentistefnu, en þó það sem verra er að hafa haft samskipti við og talað á fundum með öfgafullum Íslamistum. Sadiq hefur þó bent á það að stjórnmálamenn ráði ekki alltaf hverjir tali ásamt þeim á fundum.

Trúarskoðanir Sadiq einar og sér geta ekki verið forsenda þess að honum sé hafnað í kosningum í lýðfrjálsu landi. Þar koma frekar til spurningar eins og fyrir hvað stendur hann og fyrir hverju berst hann. Telji fólk að múslimar komi ekki til greina sem stjórnmálamenn í fremstu röð í vestrænum lýðræðisríkjum þá er verið að mismuna fólki eftir trúarskoðunum. Slíkt er andstæða þess lýðræðiskerfis jafnræðis, sem við byggjum hugmyndir lýðræðisþjóðfélagsins á.

Þær skoðanir sem Sadiq hefur staðið fyrir eru í andstöðu við öfga Íslam m.a. samþykkir hann rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband. Sem lögmaður hefur hann þó iðulega varið fólk sem mundi flokkast í þann hóp, en lögmaður þarf ekki að samsama sig með skoðunum þeirra sem hann vinnur fyrir.

Sadiq hefur gagnrýnt formann sinn Jeremy Corbyn fyrir samband hans við Hamas og Hezbollah og gagnrýnt þá sem standa fyrir and Gyðinglegum sjónarmiðum í breska Verkamannaflokknum. Svo það sé heimfært yfir á íslenskar aðstæður þá er hann í fullri andstöðu við and Gyðingleg sjónarmið fólks eins og Össurar Skarphéðinssonar, Dags B. Eggertssonar og Semu Erlu Serdar.

Nú reynir á hvort að sonur strætisvagnastjórans og saumakonunnar muni stjórna London í samræmi við almannahagsmuni og vera borgarstjóri allra eins og hann lofar eða hvort önnur og ógeðfelldari mynd muni birtast þegar hann hefur náð völdum. Það er rangt að gefa sér það fyrirfram að hann muni stórna í andstöðu við lýðræðishefðir Bretlands eingöngu vegna þess að hann er múslimi. Þeir sem eru þeirrar skoðunar segja í raun, að múslimar geti aldrei og séu ekki hæfir eða bærir til að gegna opinberum stöðum óháð því hvaða skoðanir þeir standa fyrir að öðru leyti. Gengur slíkt í lýðræðisríki?

Venjulegt fólk hefur og stendur fyrir margvísleg gildi. Sadiq hefur sjálfur bent á að hann sé ekki bara múslimi, hann sé líka Englendingur af asískum uppruna, faðir, eiginmaður og stuðningsmaður Liverpool í fótbolta (sérkennilegt fyrir borgarstjóra London)

Nú reynir á það hvort að nýkjörinn borgarstjóri sýnir það að hann sé í andtöðu við öfgaöfl Íslamska heimsins sem hafa skekið Vesturlönd. Mun kona hans halda áfram að klæða sig á vestrænan hátt eða mun hún smeygja sér undir fald blæjunar  nú þegar maður hennar hefur náð kjöri. Mun Sadiq taka á og standa gegn öfga Íslamistunum og þeim sem krefjast þess að tekin verði upp Sharia lög í Bretlandi. Þessum spurningum og mörgum fleiri er ósvarað eins og raunar gildir um alla stjórnmálamenn sem taka við völdum.

Í sögu Evrópu eru mörg dæmi þess að múslimar og kristnir áttu farsælt samstarf og þróuðu þjóðfélög fram á við til hagsældar og jákvæðrar fjölmenningar. Slík viðhorf og sjónarmið eru hins vegar í fullri andstöðu við þau einmenningarsjónarmið sem Alluah Akbar öfga Íslamistarnir standa fyrir.

Sýni Sadiq það í verki að hann fordæmir öfga Íslam af fullri einurð og stendur með lýðræðislegum gildum þá er hann happafengur í stjórn London. Reynist hann hins vegar úlfur í sauðagæru þá hefur sú von brugðist því miður og það mun einungis valda harðari átökum milli fólks sem stendur vörð um Vestræn og kristileg gildi og arfleifð og Íslamistanna- enda kemur þá ekki annað til greina. Evrópa getur ekki gefið eftir þau mannréttindi og lýðfrelsi sem hefur gert Evrópuríki að forusturíkjum á sviði mannréttinda, viðskipta, menningar og lista.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón

Þessi pistill er afskaplega vel skrifaður. En við má bæta að margt gætum við lært af múslimum um hvernig halda skal öfgamönnum úr þeirra hópi í skefjum. Ráð væri t.d. að þýða og staðfæra margt sem Ataturk beitti sér fyrir í lagasetningu. Aðdáendur Ataturks reyndu svipaðar aðferðir í Íran, en urðu að lokum undir. Reyndar er það sama að verða um arf Ataturks, því miður.

Reyndar væri hætt við að vinstrimenn nútímans, hinir nýju, nytsömu sakleysingjar hefðu nefnt Ataturk rasista!

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 13:12

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Einar. Já Ataturk stóð sig vel í að skynsemisvæða Tyrkland. En það dugði ekki til að fullu og afleiðingin er Erdogan sem er skelfilegur maður og því miður eru helstu stjórnmaálamenn Evrópu svo miklir kjánar og liðleskjur að þeir láta hann vaða yfir sig.

Jón Magnússon, 11.5.2016 kl. 22:52

3 Smámynd: Jón Magnússon

Alveg öruggt Einar. Ataturk yrði kallaður rasisti og blóðhundur þó að blóðslóð Erdogan og mannréttindabrot séu hin verstu í Tyrklandi frá lokum fyrri heimstyrjaldar þá láta vinstri menn ekkert í sér heyra varðandi það en heimta viðskiptabann þess í stað á Ísrael.

Jón Magnússon, 11.5.2016 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband