Leita í fréttum mbl.is

Hvenær er maður forsetaframbjóðandi

Fjölmiðlar geypa við hverjum þeim sem segist ætla að fara í framboð til forseta. Sennilega mun töluvert innan við helming þeirra sem segjast gefa kost á sér skila inn framboði. Eru þeir þá forsetaframbjóðendur af því að þeir segjast ætla í framboð án þess að gera það? 

Hingað til hafa ekki aðrir verið taldir í framboði til Alþingis en þeir sem hafa skilað inn kjörgögnum, listum og meðmælendum. Gildir annað í forsetakosningum.

Í frétt er þess getið að fyrrverandi forsetaframbjóðandi Bæring Óalfsson styðji Andra Snæ Magnússon. En var Bæring einhvern tímann í framboði til forseta. Skilaði hann inn meðmælendalistum eða öðrum gögnum. Nei það gerði hann ekki. Hann sagðist bara ætla að gefa kost á sér eins og svo margir aðrir en gerði það aldrei í raun. Hann var því aldrei forsetaframbjóðandi ekki frekar en stærsti hluti þeirra sem nú segjast gefa kost á sér.

Hefðu fjölmiðlar ekki jafn litla sjálfsvirðingu og raun ber vitni og legðu þeir upp úr að sinna vandaðri og málefnalegri fréttamennsku þá væri ekki sá farsi og rugl í kring um t.d. forsetaframboð og ýmsa aðra stjórnmálalega viðburði og fólk hefur horft á undanfarnar vikur. Þar skiptir máli að nefna hlutina réttum nöfnum og varast að kalla fólk frambjóðendur eingöngu vegna þess að þeir segjast vera það.

Frambjóðendur eru þeir sem eru í framboði og þeir eru ekki í framboði í lýðræðisríki fyrr en þeir hafa fullnægt ákvæðum kosningalaga um skil á nauðsynlegum kjörgögnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Frammistaða fjölmiðla í aðdraganda komandi forsetakosninga, er háðung og þeim til eilífðarhnjóðs. Sjaldan hefur hérlend "hvaðámaðuraðkallaþettalið" blaða og fréttamannastétt verið samansett af öðru eins rusli, ef marka má afraksturinn. Það má lesa á degi hverjum, innan um sjálfsfróunarþörf eiginkonunnar og fréttum af appelsínuhúð á lærum Hollywoodstjarna, auk annars, sem mestu máli virðist skipta, að ekkert virðist skipta máli, svo steingeld er þessi stétt orðin.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.5.2016 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband