Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningar og framtíđ ţjóđar

Frćkinn árangur landsliđsins í Frakklandi hefur fangađ huga ţjóđarinnar og dreift athyglinni frá ţví ađ á laugardaginn 25. júní kjósum viđ nýjan forseta lýđveldisins.

Allir eru sammála um, ađ til ađ landsliđ nái árangri verđur ađ velja bestu leikmennina. Leikmenn sem hafa sýnt ađ ţeir bugast ekki og kunna ađ bregđast viđ ađstćđum.

Í stjórnmálum telur fólk stundum ađ önnur sjónarmiđ gildi.

Sá frambjóđandi sem hefur bestan undirbúning og reynslu af ţeim sem nú gefa kost á sér, er Davíđ Oddsson. Miklu skiptir ađ viđ veljum ţann hćfasta til ađ skipa ţetta öndvegi í íslenskum stjórnmálum.

Ţví fer fjarri ađ viđ Davíđ Oddsson höfum veriđ vinir í gegn um tíđina. Oft hefur okkur orđiđ sundurorđa og haft mismunandi meiningar og átt í illdeilum. Ég hef oft á tíđum gagnrýnt Davíđ hart m.a.afstöđ hans til Íraksstríđsins, kvótakerfisins í sjávarútvegi og fjölmargra fleiri mála.

Hvađ sem líđur ţví ađ vera sammála eđa ósammála ţá er alltaf mikilvćgt ađ virđa hvern einstakling fyrir ţađ sem hann stendur fyrir og getur. Ţess vegna virđi ég Davíđ og hef gert vegna ţeirra kosta sem hann hefur óháđ ţví hvernig samskiptum okkar hefur veriđ háttađ.

Í Hruninu 2008 varđ mér ljóst ađ hrunvaldarnir gerđu allt sem ţeir gátu til ađ koma ţeirri sök á Davíđ Oddsson ađ hann bćri ábyrgđ á ţví ađ stćrstu bankarnir urđu gjaldţrota. Ţađ var ómaklegt og ţau ár sem liđin eru frá Hruni hafa sýnt okkur ađ margt í starfsemi bankanna var andstćtt lögum og ađgerđir framkvćmdar til ađ blekkja m.a. Seđlabanka og Fjármálaeftirlit.

Ţau ár sem liđin eru frá Hruni hafa líka sýnt okkur ađ hefđi ekki veriđ öflugur mađur eins og Davíđ Oddsson í áhrifastöđu ţegar ţeir atburđir gerđust ţá hefđu afleiđingar Hrunsins orđiđ mjög ţungbćrar fyrir ţjóđina og ţví fer fjarri ađ viđ byggjum viđ jafn góđan efnahag í dag og raunin er hefđi hans ekki notiđ viđ.

Viđ greiđum ekki skuldir óreiđumanna sagđi Davíđ Oddsson ţegar stćrstu einkafyrirtćkin á íslenskum fjármálamarkađi féllu. Davíđ var legiđ á hálsi fyrir ţessa afstöđu. Ţví var jafnvel haldiđ fram ađ vegna ţessa hefđu Bretar beitt okkur ţví harđrćđi sem var langt yfir öll siđleg mörk í samskiptum ţjóđa, ţegar ţeir settu á okkur hryđjuverkalög. Allt slíkt tal var úr lausu lofti gripiđ eins og sagan hefur sýnt.

Ţađ var einmitt ţessi afstađa Davíđ ađ greiđa ekki skuldir óreiđumanna sem kristallađist í ađgerđum stjórnvalda strax eftir Hruniđ og ţá var unniđ ţrekvirki viđ ađ bjarga málum og síđan í Icesave deilunni sem Davíđ sýndi slíka dómgreind og fór fram međ ţeim hćtti ađ komiđ var í veg fyrir ađ ţjóđin yrđi bundin á skuldaklafa erlendra áhćttufjárfesta um áratuga skeiđ.

Ţessar stađreyndir verđur ađ hafa í huga. En ţađ kemur fleira til. Ţví er haldiđ fram ađ mađur sem hefur lengi veriđ í framlínu stjórnmála geti aldrei orđiđ sameiningartákn ţjóđarinnar. Sé svo ţá er eđlilegt ađ spurt sé hvort Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi ekki fljótlega eftir ađ hann tók viđ embćtti forseta Íslands áunniđ sér slíka stöđu.

Davíđ Oddsson leiddi Sjálfstćđisflokk og Alţýđuflokk til samstarfs í ríkisstjórn og síđan Sjálfstćđisflokk og Framsóknarflokk. Hann var forsćtisráđherra í samsteypustjórnum lengur en nokkur annar íslenskur stjórnmálamađur frá lýđveldisstofnun. Til ađ vel fari viđ slíkar ađstćđur ţarf stjórnmálamađur ađ búa yfir stjórnunarhćfileikum og nauđsynlegri lempni til ađ ekki springi allt í loft upp. Mađur sem hefur ţá hćfileika ađ ná samsteypustjórn um árabil til ađ vinna saman hefur meiri burđi en flestir ađrir til ađ sameina ţjóđina.

Margir töldu óráđlegt á sínum tíma ađ velja Ólaf Ragnar Grímsson til forseta vegna fortíđar hans í stjórnmálum. Hann hefur getađ hafiđ sig yfir flokkspólitískar ţrćtur og náđ frábćrum árangri í ţessu mikilvćga starfi. Međ sama hćtti og ekki síđur er Davíđ Oddsson líklegur til ađ hefja sig yfir flokkadrćtti og sameina ţjóđina ţegar ţess er mest ţörf.

Nú berast ţćr fréttir ađ Bretar hafi ákveđiđ ađ ganga úr Evrópusambandinu. Ţađ eru ţví ađ renna upp nýir tímar, ţar sem nauđsynlegt er ađ viđ stjórnvölin í mikilvćgustu embćttum landsins sé fólk sem veit hvađ ţađ vill. Veit hvert nauđsynlegt er ađ stefna og hefur sýnt ţađ ađ hagsmunum lands og ţjóđar er vel fyrir komiđ í ţeirra höndum. Í forsetakosningunum á laugardaginn eigum viđ kost á ađ velja slíkan frambjóđanda Davíđ Oddsson.

Oft gerist ţađ í lýđrćđsríkjum ađ nýungin er valin fram yfir reynsluna. Ţađ gerđu Bretar í lok síđara heimstríđs. Ţeir höfnuđu Winston Churchill sem leitt hafđi ţjóđina til sigurs og völdu nýungina. Ţess vegna töpuđu Bretar friđnum og efnahagsleg hnignun urđu ţeirra örlög.  

Stríđshrjáđ rústađ Ţýskaland aftur á móti valdi sína bestu menn til verka og varđ efnahagslegt stórveldi nokkrum árum síđar.

Ţađ nćr engin ţjóđ árangri nema hún velji besta fólkiđ.

  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 315
  • Sl. viku: 3174
  • Frá upphafi: 2561972

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2944
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband