Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Guđni Th. Jóhannesson forseti.

Guđni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands međ stuđningi 39% ţjóđarinnar. Ég óska honum til hamingju međ kjöriđ og vona ađ sú viđkynning sem ég hef haft af honum, ađ ţar fari réttsýnn og vandađur mađur, sé rétt og hef ekki ástćđu til ađ ćtla annađ.

Sá frambjóđandi sem ég studdi Davíđ Oddsson fékk ekki brautargengi. Ljóst var frá upphafi ađ á brattann yrđi ađ sćkja ţar sem megn pólitísk andstađa vinstri fólks var gegn honum og fáir menn hafa veriđ rćgđir jafn vćgđarlaust á undanförnum árum.

Guđni Th. Jóhannesson er kjörinn međ minnihluta atkvćđa ţjóđarinnar, en hann er ekki fyrsti nýkjörni forseti lýđveldisins sem er ţađ. Sú stađreynd er hins vegar hvatning til löggjafarvaldsins, ađ breyta ákvćđum um kjör forseta ţannig ađ fái engin frambjóđandi meirihluta í fyrstu umferđ skuli kjósa aftur milli ţeirra tveggja sem flest atkvćđi hlutu.

Guđna bíđur ţađ verkefni ađ móta forsetaembćttiđ međ nokkuđ öđrum hćtti en Ólafur Ragnar gerđi. Vonandi verđur minna um prjál og tildur. Nýkjörinn forseti sem ekki hefur leikiđ neina leiki á vettvangi stjórnmála hefur auk heldur ekki ţađ vćgi í stjórnmálalífi landsins sem fráfarandi forseti hefur. Sígandi lukka er best í ţví efni og ađalatriđiđ, ađ nýi forsetinn nái ađ verđa sameiningartákn ţjóđarinnar og verđugur fulltrúi hennar innanlands sem erlendis.

Óneitanlega er annkannanlegt ađ öfga-Evrópusinnar eins og m.a. Egill Helgason, skuli strax sćkja ađ nýkjörnum forseta vegna ummćla sem hann lét falla um niđurstöđu ţjóđaratkvćđagreiđslu í Bretlandi. Nýkjörinn forseti mćlti ţar af almennri skynsemi, en ţađ dugar ekki fyrir fýlda Evrópusinna, sem fara hamförum yfir vilja almennings sem ţeim er ekki ađ skapi í lýđrćđislegum kosningum í öđru landi.

Um leiđ og ég óska nýkjörnum forseta til hamingju međ kjöriđ ţá vona ég ađ hann haldi áfram ađ tala af almennri skynsemi og nýti ţá reynslu sem hann sćkir í eitt mikilvćgasta veganesti sem stjórnmálamađur getur haft međ sér í farteski í viđureign viđ erfiđ vandamál. Yfirburđaţekkingu á sögu.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Óneitanlega er annkannanlegt ađ öfga-Evrópusinnar eins og m.a. Egill Helgason, skuli strax sćkja ađ nýkjörnum forseta vegna ummćla sem hann lét falla um niđurstöđu ţjóđaratkvćđagreiđslu í Bretlandi." Ekki má gleyma öfgunum í hinu liđinu sem eru á móti evrópusamstarfi. Guđni er hreinskilinn og öfgalaus og ţannig forseta ţurftum viđ á ađ halda. 

Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2016 kl. 10:37

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fróđlegt hefđi veriđ ađ sjá úrslit kosningar á milli tveggja efstu.

63% vilja ekki Guđna Th.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2016 kl. 23:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annađ

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband