Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Guðni Th. Jóhannesson forseti.

Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands með stuðningi 39% þjóðarinnar. Ég óska honum til hamingju með kjörið og vona að sú viðkynning sem ég hef haft af honum, að þar fari réttsýnn og vandaður maður, sé rétt og hef ekki ástæðu til að ætla annað.

Sá frambjóðandi sem ég studdi Davíð Oddsson fékk ekki brautargengi. Ljóst var frá upphafi að á brattann yrði að sækja þar sem megn pólitísk andstaða vinstri fólks var gegn honum og fáir menn hafa verið rægðir jafn vægðarlaust á undanförnum árum.

Guðni Th. Jóhannesson er kjörinn með minnihluta atkvæða þjóðarinnar, en hann er ekki fyrsti nýkjörni forseti lýðveldisins sem er það. Sú staðreynd er hins vegar hvatning til löggjafarvaldsins, að breyta ákvæðum um kjör forseta þannig að fái engin frambjóðandi meirihluta í fyrstu umferð skuli kjósa aftur milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.

Guðna bíður það verkefni að móta forsetaembættið með nokkuð öðrum hætti en Ólafur Ragnar gerði. Vonandi verður minna um prjál og tildur. Nýkjörinn forseti sem ekki hefur leikið neina leiki á vettvangi stjórnmála hefur auk heldur ekki það vægi í stjórnmálalífi landsins sem fráfarandi forseti hefur. Sígandi lukka er best í því efni og aðalatriðið, að nýi forsetinn nái að verða sameiningartákn þjóðarinnar og verðugur fulltrúi hennar innanlands sem erlendis.

Óneitanlega er annkannanlegt að öfga-Evrópusinnar eins og m.a. Egill Helgason, skuli strax sækja að nýkjörnum forseta vegna ummæla sem hann lét falla um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi. Nýkjörinn forseti mælti þar af almennri skynsemi, en það dugar ekki fyrir fýlda Evrópusinna, sem fara hamförum yfir vilja almennings sem þeim er ekki að skapi í lýðræðislegum kosningum í öðru landi.

Um leið og ég óska nýkjörnum forseta til hamingju með kjörið þá vona ég að hann haldi áfram að tala af almennri skynsemi og nýti þá reynslu sem hann sækir í eitt mikilvægasta veganesti sem stjórnmálamaður getur haft með sér í farteski í viðureign við erfið vandamál. Yfirburðaþekkingu á sögu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Óneitanlega er annkannanlegt að öfga-Evrópusinnar eins og m.a. Egill Helgason, skuli strax sækja að nýkjörnum forseta vegna ummæla sem hann lét falla um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi." Ekki má gleyma öfgunum í hinu liðinu sem eru á móti evrópusamstarfi. Guðni er hreinskilinn og öfgalaus og þannig forseta þurftum við á að halda. 

Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2016 kl. 10:37

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fróðlegt hefði verið að sjá úrslit kosningar á milli tveggja efstu.

63% vilja ekki Guðna Th.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.6.2016 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband