Leita í fréttum mbl.is

Fantasíur fjölmiðils

Þeir sem hlusta á furðulegasta fjölmiðil landsins Útvarp Sögu gera sér grein fyrir að iðulega er þar hallað réttu máli og farið rangt með staðreyndir. Það sem verra er að á stundum virðist fjörugt ímyndunarafl útvarpsstjórans leiða hana ítrekað í gönur.

Hins vegar er ég lítt dómbær á það sem komið hefur fram í þessum fjölmiðli um árabil þar sem ég hlusta ekki á hann og tel tíma mínum betur varið til uppbyggilegri hluta.

Í dag bregður svo við að vinir mínir hringja í mig til að segja mér að konan með fjöruga og ruglaða ímyndunaraflið fari hamförum yfir einhverju sem mig varðar og síðar var mér bent á heimasíðu þessa furðufjölmiðils og þar er kemur fram að ég og Höskuldur Höskuldsson lyfjafræðingur séum í einhverju furðusamstarfi við Flokk fólksins og íslensku þjóðfylkinguna og ætlum okkur að taka sjóðinn þegar kosningum lýkur.

Á ýmsu átti ég von en ekki því að hið fjöruga og oft rykuga ímyndunarafl Arnrþrúðar Karlsdóttur mundi leiða hana í þær ógöngur að fjalla um hlut sem engin minnsti flugufótur er fyrir.

Í fyrsta lagi höfum hvorki ég né Höskuldur Höskuldsson átt neitt samstarf eða verið í sambandi við Íslensku þjóðfylkinguna eða Flokk fólksins. Í öðru lagi heyrir "Nýtt afl" ekki undir okkur en er á forsjá einstaklings, sem iðulega er tekin í viðtal á Útvarpi Sögu.

Öll umfjöllun Útvarps Sögu í dag um mig og Höskuld er því algjörlega úr lausu lofti gripin. Hefði þessi fjölmiðill hina minnstu sómatilfinningu og sinnt eðlilegri fjölmiðlun, hefði nú verið rétt að hann spyrði viðkomandi áður en hann setur svona bull í loftið. Um slíkar reglur sinnir þessi fjölmiðill ekki frekar en aðrar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þú þarft að passa þig jón - mjög margir hérna eru fastir við útvarp sögu og heyra bara í 'guði' þegar eitthvað heyrist þar

Rafn Guðmundsson, 24.10.2016 kl. 22:49

2 identicon

Ég vill gjarnan setja þetta inn hér til að leiðrétta leiðan misskilning, þar sem þessu er deilt á Facebook. Tel það í lagi.

 

 

Ég hef verið ásakaður um það, sem formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar að hafa komið í veg fyrir að Íslenska þjóðfylkingin og Flokkur fólksins hefðu getað sameinast.

 

Vegna þessa sá ég mig nauðbeygðan að skýra mál mitt og birta samning sem mér var rétt í þessum viðræðum, opinberlega. Undir þessum ásökunum hef ég legið bæði af fyrrverandi flokksfélögum sem sögðu sig frá framboði í Reykjavík og reyndu eftir öllum mætti að koma í veg fyrir framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsvísu. Þessar ásakanir hafa líka komið fram frá meðlimum í Flokki fólksins á netinu um ég hafi staðið í vegi fyrir sameiginlegu framboði.

 

Í þessum samning var talað um að Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin ásamt Nýju afli væru hugsanlegir aðilar að þessum samning. Ég vil taka fram að þetta orðalag „Nýtt afl“ var hugsað sem svo af hálfu fulltrúa Flokks fólksins sem að eitthvað nýtt afl gæti komið fram fyrir þessar kosningar.

 

Hér var ekki verið að tala um flokk sem eitt sinn var til og bar nafnið Nýtt afl og var undir forystu Jóns Magnússonar lögmanns. Sá flokkur sameinaðist Frjálslynda flokknum, og eftir því sem mér skilst, var lagður niður í kjölfarið.

 

Það kom skýrt fram af hálfu Ingu Sæland og Halldórs Gunnarssonar frá Flokki fólksins, oft nefndur Halldór í Holti, að hér væri einungis verið að tala um þriðja „smáflokk“ sem hugsanlega gæti komið fram í aðdraganda núverandi kosninga. Nafn Jóns Magnússonar var aldrei nefnt í þessu sambandi eða sá flokkur sem hann var í forystu fyrir á sínum tíma.

 

Mér skilst að Jón Magnússon hafi gert athugasemd við þetta orðalag og talið að sér vegið. Ég ítreka að plagg þetta var samið af fulltrúum Flokks fólksins, ekki Íslensku þjóðfylkingunni en skil vel núna eftir að ég ákvað að birta plaggið að þetta orðalag hefur getað valdið misskilningi. En þar er ekki við Íslensku þjóðfylkinguna að sakast.

 

Helgi Helgason
formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband