Leita í fréttum mbl.is

Þá er komið andlit á ríkisstjórnina

Loksins er komið andlit á ríkisstjórnina og ástæða til að óska því fólki sem sest í ríkisstjórnina til hamingju og farsældar í starfi. Miklu skiptir að ráðherrar skili góðu dagsverki. Ekkert kom á óvart við skipun ráðherra Sjálfstæðisflokksins enda gamall stjórnar- og kerfisflokkur. Val Samfylkingarinnar kemur  heldur ekki á óvart nema hvað varðar skipan Björgvins G. Sigurðssonar í sæti viðskiptaráðherra. Ég var ánægður að sjá að fyrrverandi stjórnarmaður í Neytendasamtökunum skuli nú vera orðinn viðskiptaráðherra og vænti þess að hann eigi eftir að taka undir með mér í þinginu varðandi brýn hagsmunamál neytenda í landinu.

Þó andlitin séu komin og skipun í ráðherraembætti þá er þó enn eftir að sjá fyrir hvað stjórnin stendur. Hvað flokkarnir hafa samið um. Ég hef beðið mun spenntari eftir því.

Nýr utanríkisráðherra byrjar sennilega á að taka okkur af lista yfir hinar viljugu þjóðir og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Var það ekki annars höfuðmálin sem Samfylkingin stóð fyrir í utanríkismálum?


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mikið rétt, við verðum strokuð út af listanum, gott mál !

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:20

2 identicon

Hver er afstaða Jóns Magnússonar í Evrópumálum?

Studdi Jón Magnússon innrásina í Írak og fannst honum eðlilega að henni staðið?

Ef Jón Magnússon væri í stjórnarmyndunarviðræðum, myndi hann gera tilraun til að kristna samstarfsflokkinn í öllum málum, eða myndi hann leggja áherslu á að koma mikilvægum umbótum í samfélaginu í gegn, sem báðir flokkarnir gætu sameinast um?

Bara forvitni, fyrirgefðu.

Jón Halldór (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 09:04

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 

Bæði Össur og Ingibjörg lofuðu hátíðlega í kosningabaráttunni að  nafn Íslands yrði tekið út af lista hinn viljugu og staðföstu stríðsþjóða.  Núna verður Ingibjörg utanríkisráðherra án þess að það verði gert.  Málamiðlunin er að ríkisstjórnin harmar stríðið en er áfram á listanum!   Er þetta ekki furðulegur bastarður?

Sigurður Þórðarson, 23.5.2007 kl. 11:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Guðmundur, ég er ekki svona svartsýnn.  Ég á eftir að trúa því að Ingibjörg Solveig verði slík lydda í embætti utanríkisráðherra að festa landið í sessi á listanum alræmda, slíkar voru heitstrengingar hennar og allra hennar samráðherra.  80-90% þjóðarinnar var alfarið á móti þessu  og kusu Samfylkinguna í trausti þess að hún stæði við orð sín í kosningabaráttunni og tæki landið af listanum strax og hún færi í ríkisstjórn.   Ef framsóknarmenn hafa skipt um skoðun er altént kominn þingmeirihluti.  

Sigurður Þórðarson, 23.5.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1559
  • Sl. sólarhring: 1568
  • Sl. viku: 3808
  • Frá upphafi: 2413909

Annað

  • Innlit í dag: 1456
  • Innlit sl. viku: 3456
  • Gestir í dag: 1353
  • IP-tölur í dag: 1280

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband