Leita í fréttum mbl.is

Maður ársins

Björgunvarsveitirnar voru valdar maður ársins á RÚV. En Björgunarsveitirnar eru ekki maður. Maður ársins er einstaklingur ekki samtök óháð því hversu frábær svo sem þau kunna að vera.

Maður ársins hér innanlands er tvímælalaust Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins, sem kom upp úr engu og var kosinn forseti. En það var engin í kosningabaráttu fyrir hann um titilinn maður ársins enda maðurinn nýkjörinn forseti.

Þegar RÚV setur upp kosningu um mann ársins er eðlilegt að einhverjir hugsi gott til glóðarinnar og fari í hreinræktaða kosningabaráttu eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og nokkrir stjórnmálaleiðtogar aðrir en áttu ekki erindi sem erfiði. Óneitanlega hlítur það að vera nöturlegt fyrir Sigmund Davíð eftir allt erfiðið að Jóhannes Kr. Kristjánsson, sem upplýsti um Panamareikninga tengsl Sigmundar, skuli hafa skákað honum niður um sæti

Kosning sem þessi er að vonum ómarkviss og til viðbótar kemur að RÚV heimilar tilnefningu félagssamtaka og björgunarsveita, sem öll eru góðra gjalda verð. En það er önnur kosning um annað svipað og þegar Time magasine valdi borðtölvuna mann ársins á sínum tíma.

Björgunarsveitirnar eiga sértakan heiður skilinn fyrir afrek sín á árinu. Karlalandsliðið í knattspyrnu á líka heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu á árinu og þannig má áfram telja og e.t.v. væri markvissara að kjósa afreksfólk og samtök ársins flokkað niður.  

Allt er þetta þó meira til gamans, en að það hafi heimssögulega þýðingu. Ekki dregur það úr skemmtanagildinu að sporgöngufólk Sigmundar Davíðs og Birgittu Jónsdóttur skuli leggjast í víking til að styðja sinn frambjóðanda án annars takmarks eða tilgangs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband