Leita í fréttum mbl.is

Skepnuskapur gagnvart ungu fólki.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi hefur bent á þann skepnuskap sem ríkisvaldið veldur með því að ganga erinda lífeyrissjóða og okurleigufélaga á húsnæðismarkaði. Hann á heiður skilið fyrir það. 

Ármann vekur athygli á því, að á sama tíma og lífeyrissjóðirnir fjárfesta í félögum sem leigja síðan ungu fólki á uppsprengdu verði,þá eru þeir ekki að lána sjóðsfélögum sínum til að koma sér upp eigin þaki yfir höfuðið. Unga fólkið á því aldrei kost að vera sjálfs síns ráðandi í eigin húsnæði, en verður að sætta sig við að vera leiguþý okurleigufélaga í eigu lífeyrisfurstana.

Sú var tíðin að það var grundvallarstefna Sjálfstæðisflokksins að auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði. Eign fyrir alla, sem hafa dug og getu til að brjótast til bjargálna sögðu forustumenn Sjálfstæðisflokksins hver á fætur öðrum allt fram á þessa öld.

Svo breyttist eitthvað. Fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir fóru að hafa meiri og meiri áhrif í Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn hélt sig í verðtryggingar björgunum gegn hagsmunum fólkins. Sósíalistarnir og afthurhaldið sameinuðust um að skammta launþegum naumt og koma því til leiðar að lánakjör hér á landi væru með þeim hætti að allir aðrir en ofurlaunafólk yrðu gjaldþrota ef þau reyndi að koma sér eigin þaki yfir höfuðið.

Ríkið neyðir vinnandi fólk til að greiða 12% af launum sínum til lífeyrisfurstana. Þeir fá að valsa með peninga fólksins að vild án þess að greiða af þeim skatta. Fólkið þarf síðan að greiða skatta af hverri krónu sem það fær endurgreitt sem lífeyri.     

Það var því tími til kominn að ráðamaður í Sjálfstæðisflokknum andmælti þessu og vill endurvekja stefnu þess Sjálfstæðisflokks sem var flokkur allra stétta. Því miður held ég að það dugi samt skammt. Stjórnmálaelítan er upp til hópa svo bundin á klafa hagsmuna lífeyrissjóða og leigufélaga, að það gæti þurft verulega byltingu í stjórnmálalífi landsins til að ná fram nauðsynlegum breytingum til þess að ungt fólk sem dugur er í geti eignast sitt eigið húsnæði.

Þannig þjóðfélag þurfum við að fá. Þjóðfélag þar sem borgararnir geta notið verka sinna og komið sér upp eigin eignasafni á eigin forsendum og verið sinnar gæfu smiðir. Við þurfum að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki hlaða endalausri hælisleitendaómegð inn í landið á kostnað vinnandi fólks

Átti Sjálfstæðisflokkurinn sig ekki á því að hann verður þegar í stað að skipta um stefnu og standa með unga fólkinu og þjóðlegum gildum gegn auðfélögunum og menningarlegri uppgjöf,  þá er hætt við að fljótlega fari fyrir honum eins og Samfylkingunni í síðustu kosningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Það er alveg með ólíkindum hversu illa gengur að stjórna örríkinu Íslandi svo vel sé.

Hrossabrestur, 3.2.2017 kl. 07:57

2 Smámynd: Jón Magnússon

Já en nógu mikið kostar sú stjórnun.

Jón Magnússon, 3.2.2017 kl. 11:55

3 identicon

Var það ekki eitt af því sem Davið Oddsson gerði þegar hann var borgarstjóri að tryggja að nóg væri framboðið af lóðum í borginni ? Afhverju er þetta ekki gert til að halda niðri eða halda íbúðaverði eðlilegu.

Ég er reyndar sammála þér með lífeyrissjóðina, skyldulífeyrissjóðurinn er gegnumstreymissjóður og fær fólk mikið minna út úr honum en ef peningarnir hefðu einfaldlega verið settir inn á bankabók.

Ég lít á þessi 12% að mestu sem skatt.

Hver græðir á því að íbúðaverð hækki ? Ekki ég, ég þarf að búa einhversstaðar get ekkert selt ofan af mér til að græða.

Emil (IP-tala skráð) 3.2.2017 kl. 11:58

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þurfum við okkar Trump til að taka á okkar málum, málefnum fólksins í landinu og það með trompi?

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.2.2017 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband