Leita í fréttum mbl.is

Okurlandið

Mér er sagt að hægt sé að kaupa ákveðnar íslenskar merkjavörur ódýrara erlendis frá í netverslun en út úr búð framleiðandans hér heima.

Vextir eru langtum hærri hér en í okkar heimshluta og lánakjör verri. Þetta bitnar á fólki og fyrirtækjum og eykur dýrtíð.

Frelsi fólks til að gera hagkvæm innkaup er takmarkað af stjórnmálamönnunum,  með ofurtollum og innflutninghöftum. 

Þegar krónan lækkar gagnvart erlendum gjaldmiðlum þá hækka vörur samstundis og það verður verðbólga með tilheyrandi hækkun verðtryggðra neytendalána.

Þegar krónan hækkar í verði gagnvart erlendum gjaldmiðlum þá lækka vörur seint og illa og meiri háttar verðhjöðnun mælist ekki í vísitölunni.

Verðlag er svo hátt og okrið mikið, að það er líklegur orsakavaldur þess að blómlegasti og mest gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur okkar ferðamennskan verði eyðilögð.

Í öllum löndum sem við viljum líkjast hafa stjórnvöld virk afskipti af markaðnum fyrir neytendur, ef vextir eða verðlag er óeðlilegt. Hér hafa stjórnvöld jafnan slegið skjaldborg um okrið og skiptir þá engu hvort sjálfkallaðir félagshyggjuflokkar eru við stjórn eða aðrir.

Er ekki tími tilkominn að breyta þessu?

Hvernig væri að stjórnendur þjóðfélagsins einhentu sér í að bæta kjör almennings með því að tryggja okkur sömu og sambærileg kjör á vöxtum, vörum og þjónustu og annarsstaðar í okkar heimshluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 8
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1593
  • Frá upphafi: 2489238

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1433
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband